Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 108
Nú er fjöldi viðburða á næsta leiti og ljóst að margir munu skemmta sér æðislega vel og oftar en ekki spariklæddir. Það þarf að ganga hægt um gleð- innar dyr og varast slysin, og þetta á að sjálfsögðu líka við um svokölluð tískuslys. Við lítum á nokkur klassísk tísku- tengd neyðartilfelli og bjóðum handhægar lausnir við þeim. ninarichter@frettabladid.is Snjallræði af tískuslysadeildinni Straujað á hlaupum Ef skyrtukraginn er krumpaður eða ermin ómöguleg og þrjár mínútur í brottför má grípa næsta sléttujárn og bjarga sér. Gat á sokknum Ef gat kemur á svartan sokk skal hóa í næsta tískugúrú sem vafa­ laust er með svartan augnblýant eða eyeliner í töskunni. Svo málarðu bara húðina undir gatinu svarta, í sama lit og flíkina. Einnig má notast við ofnæmisprófaðan túss úr barnaherberginu. Bónus: Svo ertu með flott tattú af sól­ myrkva þegar þú ferð úr sokknum. Diskóaugnaráð Ef þú ert með rauð augu vegna svefnleysis og amma heimtar ljósmynd geturðu bjargað þér með augn­ dropum úr apóteki sem hannaðir eru til þess að draga úr roða. Svona glundur ber að nota afskaplega sparlega enda fer það ekki vel með augun til lengri tíma. Best er að drekka nóg af vatni og vinna upp svefninn og leita læknis ef roðinn er til kominn af þurrki eða óþekktum orsökum. Lykkjufall Ef nælonsokkabuxur rifna má bjarga málinu með glæru nagla­ lakki og lakka yfir lykkjufallið. Svo má auðvitað líka leggjast á sófa og hylja þannig lykkju­ fallið þangað til hjálp berst. Laus faldur Skátar og annað skynsamt fólk gengur með nál og tvinna á sér fyrir neyðartilfelli sem snúa að saum­ sprettum, lausum földum og flóttalegum hnöppum. Einhvern tímann var ónefndur blaðamaður upp­ tekinn af svokallaðri vintage­kjóla tísku og oftar en ekki áttu kjólarnir til að hrökkva í sundur á saum­ unum. Ónefndur blaðamaður gekk þá með heftara í töskunni fyrir verstu neyðartilfellin. Að sjálfsögðu er þetta ráð ekki fyrir fínar og dýrar flíkur, en þar má bjarga sér með límbandi. Gult hár Margir lentu í tískuslysi af þessum toga í heimsfaraldrinum þegar aðgengi að hárgreiðslu­ stofum var takmarkað. Ef hárið hefur fengið gulan blæ eftir litun og þú kemst ómögulega í hendur fagaðila, kemur litafræðin til bjargar í formi fjólubláa litarins, í tóner eða skolformi. Ef þú finnur ekki tóner geturðu bjargað þér með skoli eða lit og haft hann skemur í hárinu. Svo má auðvitað bjarga sér með fallegri jólasveina­ húfu. Fleiri vandamál og lausnir Blettir eftir meik eða svitalyktareyði Að nudda gömlum nælonsokk á efnið getur náð verstu ummerkjunum eftir meik og ljósan svitalyktareyði úr fatn­ aði. Ef um er að ræða fljótandi meik getur uppþvottalögurinn aftur reynst fínasta húsráð. Fastur rennilás Ef rennilásinn er fastur má nota varasalva eða hárnæringu til að koma honum af stað. Latar skyrtutölur og lausir skór Hársprey getur gert tölurnar stamar og fengið þær til að tolla heima hjá sér. Ef hæll­ inn er stöðugt að dúa upp úr skónum er hársprey inn í skóinn aftur ágætis lausn. Varalitur í fötum Glær fituleysandi uppþvotta­ lögur getur reynst fínasta húsráð til að leysa upp fituna sem festir litinn og er til á flestum heimilum. Grænn lögur getur litað efnið og ber að varast. Of litlar buxur Hér er klassískt meðgöngutrikk sem má nýta í jólaboðin. Ef þú hefur notið matarins svo vel að þú getur ekki lengur hneppt buxunum þínum, skelltu þá hárteygju utan um töluna, þræddu hana í gegnum hnappagatið og smelltu endanum á teygjunni aftur á töluna. Buxna­ strengurinn er nú nokkrum sentimetrum rýmri og þér líður betur. Smelltu svo bara skyrtunni yfir eða haltu á góðri jólabók í mittishæð restina af boðinu, ef þú vilt fela ummerkin. Flest viljum við halda í stílinn um hátíðarnar en suma daga eru örlögin ekki með okkur í liði og þá er gott að eiga nokkur ráð uppi í erminni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 76 Lífið 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.