Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 8
Eitt stærsta verkefni okkar er að skila jörðinni til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við henni. Nútíminn kallar á grænar lausnir til að ná þessu takmarki, og ein stærsta græna lausnin er orkuvinnsla úr auðlindum sem endurnýja sig og valda lítilli losun á gróðurhúsalofttegundum. Rannsóknaverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum geta skipt sköpum í leitinni að þessum grænu lausnum og Orkurannsóknasjóður styður við slík verkefni á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Við auglýsum nú eftir umsóknum um styrki frá sjóðnum. Allar upplýsingar eru á vef Landsvirkjunar landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur Umsóknum er skilað á netfangið orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2023 ORKURANNSóKNASJóÐUR Styrkir til að stuðla að grænni heimi Innlendir framleiðendur búvara reyna að hindra inn­ flutning að utan með því að kaupa upp takmarkaða tollkvóta í innflutningi búvara, segir framkvæmda­ stjóri Félags atvinnurekenda. Leitað hafi verið til fram­ kvæmdastjórnar Evrópu­ sambandsins. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Svokallað útboðsgjald sem ríkið tekur vegna innflutnings á kjöti og ostum hefur hækkað svo mikið frá því í desember 2019 að nánast er hægt að tala um stökk­ breytingu. Þetta má lesa úr tölum sem taka til desember 2019 til desember á þessu ári. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu­ rekenda, bendir á að á þessu tíma­ bili hafi útboðsgjald fyrir kíló af nautakjöti rúmlega tvöfaldast, tæplega þrefaldast fyrir svínakjöt og ríflega tvöfaldast í alifuglakjöti. Útboðsgjald fyrir kíló af elduðum kjötvörum hafi þrefaldast. Tollkvóti er heimild til að f lytja inn takmarkað magn af tiltekinni vöru án tolla. Samið var um gagn­ kvæma tollkvóta við Evrópusam­ bandið árið 2015. Íslenska ríkið hefur boðið upp kvótana hér. „Í raun hefur íslenska ríkið samið um að fella niður einn skatt á tak­ mörkuðu magni af vörunum, það er innflutningstollinn, en leggur á þær annan skatt, útboðsgjaldið,“ segir Ólafur Stephensen. Fyrrnefndar hækkanir á útboðsgjaldinu síðustu ár þýði verðhækkanir upp á hund­ ruð króna á kíló. Það bitnar beint á neytendum. Ein ástæðan f y r ir hæk k un útboðsgjaldins er að sögn Ólafs framganga innlendra framleiðenda búvara, sem bjóði hátt í kvóta. „Tveimur fyrirtækjum, LL42, dótturfélagi Stjörnugríss, og Mata, systurfélagi Ali og Matfugls, tekst þannig að ná til sín 92,5 prósentum af öllum svínakjötskvótanum og 60 prósentum af kvóta fyrir alifugla­ kjöt ræktuðu með hefðbundnum hætti,“ segir Ólafur og bendir á að í þessum tveimur kjöttegundum, svína­ og alifuglakjöti, sé útboðs­ gjaldið ásamt fjármagnskostnaði nú í mörgum tilvikum orðið álíka hátt og fullur tollur af viðkomandi vörum. „Ástæðan fyrir því að innlendir framleiðendur leika þennan leik er að með því að ná til sín stórum hluta kvótans geta þeir hindrað sam­ keppni við eigin vörur og stjórnað verðinu,“ segir Ólafur. Þá rifjar Ólafur upp að í ágúst síðastliðnum hafi Félag atvinnurek­ enda, í bréfi til Svandísar Svavars­ dóttur matvælaráðherra, hvatt til breytinga á útboðskerfinu, þann­ ig að horfið yrði frá útboðunum og fundnar aðrar aðferðir til að úthluta tollkvótunum. Jafnframt yrði tekið á ofangreindum vinnu­ brögðum innlendra framleiðenda. Breyting á útboðskerfinu sem tók gildi í byrjun árs 2020 og hafi átt að stuðla að lækkun útboðsgjalds, hafi augljóslega ekki virkað. „Einu viðbrögð ráðuneytisins við þessu erindi voru að fækka toll­ kvóta útboðum úr þremur á ári í tvö og vonaðist ráðuneytið til að það myndi stuðla að lækkun á útboðs­ gjaldinu. Það er augljóslega ekki að virka miðað við hækkanirnar í þessu útboði frá því síðasta,“ segir Ólafur. Stjórnvöld og búvöruframleið­ endur eru að sögn Ólafs í samein­ ingu að eyðileggja samkeppnina sem samningur við Evrópusam­ bandið hafi átti að búa til á íslensk­ um matvörumarkaði. „Af hálfu stjórnvalda hefur útboðsfyrirkomulagið beinlínis verið lagt upp sem verndaraðgerð fyrir innlenda landbúnaðarfram­ leiðslu og innlendir framleiðendur verða æ snjallari í að spila á kerfið til að spilla fyrir samkeppni,“ segir Ólafur, sem kveður Félagi atvinnu­ rekenda hafa borist vísbendingar um að innlendir kjöt­ og mjólkur­ vöruframleiðendur hafi stundað það að bjóða í tollkvóta fyrir ost og flytja hann svo ekki inn. Það dragi úr framboðinu. „Við höfum sent Samkeppnis­ eftirlitinu ábendingu um þessa viðskiptahætti. Þá höfum við átt fund með framkvæmdastjórn Evr­ ópusambandsins til að benda á það hvernig íslensk stjórnvöld ganga að okkar mati á bak samningsskuld­ bindingum sínum. Þeim fannst þetta athyglisverðar upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. n Uppboðsgjald vegna tollkvóta búvara rýkur upp Uppboðsgjald vegna takmarks innflutningskvóta á svínakjöti frá Evrópu- sambandslöndum hefur nær þrefaldast á þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Við höfum sent Sam- keppniseftirlitinu ábendingu um þessa viðskiptahætti. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda 8 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.