Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 104
Álfadalur – Sönn saga um kynferðisof beldi, þöggun og afleiðingar Fréttablaðið birtir bút úr bókinni Álfadalur – Sönn saga um kynferðis- ofbeldi, þöggun og afleiðingar þess eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur. Í bókinni rekur höfundur sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur, Siddu. Þetta er saga harðrar lífs- baráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll. Ingjaldssandur Dagur reiði, dagur bræði Guðrún J. Magnúsdóttir er fædd 1949 og alin upp í Andakílsárvirkjun og á Akranesi. Hún hefur ort vísur og tækifærisljóð í meira en fjóra áratugi. Sigurbjörg Oddsdóttir, Sidda, á fermingaraldri. Það er komið sumar, stríðinu er lokið, vinna að glæðast og landið löngu búið að rétta úr kreppunni milli stríða. Konur þurfa ekki lengur að vera vinnukonur á heim- ilum efnafólks fyrir skítalaun, þeim bjóðast betri störf en að breiða salt- fisk á reitum. Þær fara helst ekki lengur sem vinnukonur í sveit nema fyrir gott kaup og svo ef þær mega hafa með sér barn eða börn. Enn er notast við skömmtunarseðla en færri vörur eru skammtaðar og alls konar lúxusvara streymir inn í landið, bæði af Vellinum í gegnum Kanann og með f lugi eða skipum, amerískir bílar eru komnir á göt- urnar og vinna við þjóðveginn á fullri ferð þó hringvegur sé um ókomin ár aðeins fjarlægur draumur. Í Álfadal hafa börnin vaxið úr grasi, Svanur er orðinn níu ára, Inga ell- efu, Munda þrettán. Sidda er fimm- tán, hún verður sextán í júlí, en hún verður ekki sjálfráða fyrr en átján, sjálfræðisaldur var hækkaður á stríðsárunum svo hægt væri að taka unglingsstúlkur af götunum í Reykjavík og senda þær á upptöku- heimili eða í sveit. Sidda kemst því ekki að heiman fyrr en eftir rúm tvö ár, þegar hún verður átján. Hún hefur þolað misþyrmingar og nauðganir föður síns í nær fimm ár og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að halda honum frá Mundu og Ingu. Þegar hún lítur á þær og sér hvað þær eru enn litlar og mikil börn, áttar hún sig á því hvað hún sjálf var mikið barn þegar fyrst var brotið á henni og hana svíður í brjóstið yfir glataðri æsku og sakleysi. Jói vinur hennar og Stína eru enn á Sandinum en Róra, sem hefur lokið við húsmæðraskól- ann, er eiginlega f lutt að Brekku, hún og Ragnar eru trúlofuð. Nonni hefur verið mikið meira heimavið, er farinn að fara á refa- veiðar með Guðmundi refaskyttu á Brekku og er að draga sig eftir Mundu dóttur hans, sem er jafn- gömul honum. Jói er hrifinn af Siddu og talar oft um að þegar hann sé búinn í búnaðarskólanum geti þau farið að búa. Hún felur sársaukann bak við fallegt bros og segir stríðnislega að þá verði hann orðinn skotinn í annarri og innra með henni er þessi sári verkur. … Mamma hennar hefur verið að gefa henni auga, einn daginn biður hún Siddu að tala við sig og þær setjast við eldhúsborðið með kaffisopa, en Sidda þarf fljótlega að stökkva út og kasta upp. Þegar hún kemur út af kamrinum stendur mamma hennar fyrir utan, brúnaþung og illileg á svipinn. Hún tekur í handlegg Siddu og dregur hana með offorsi inn í bæ. – Hvenær hafðir þú síðast á klæðum? Spyr hún umsvifalaust. Villa hefur aldrei getað talað um að vera á túr, eða að Rósa frænka sé í heimsókn eins og svo margar konur gera, nei, það er annaðhvort að vera á blæðingum, sem hún notar sjaldan, eða að hafa á klæðum. Sidda þarf að hugsa sig um. – Um mánaðamótin minnir mig, stynur hún loksins upp og horfir undrandi á mömmu sína. – Hvaða mánaðamót? Mamma hennar er grimm og hefur hækkað röddina. Tveir rauðir dílar eru á kinnum hennar og hún hvessir augun eins og hún geti lesið inn í sálina á dóttur sinni. Siddu hefur alltaf fundist mamma hennar hafa skrítin augu, þau eru móleit en samt hvorki græn né brún heldur mitt á milli og í öðru þeirra er svartur lítill blettur, eins og títuprjónshaus. – Svaraðu krakki! Segir mamma hennar æst. … – Er það litla kvikindið hann Jói vinur þinn? Spyr hún óðamála og þegar Sidda svarar strax neitandi og segir að hann hafi nú ekki einu sinni kysst sig, verður hún enn reiðari. – Hver er það þá? Einhver af Brekk- ustrákunum? Ég þori að veðja að það er Kristján, ég hef sko alveg séð hann gefa þér auga. Nú verður Sidda reið. Ætlar mamma hennar að láta þetta bitna á einhverjum blásaklausum manni sem aldrei hefur svo mikið sem tekið utan um hana, nema þá til að dansa kannski. Hún svitnar og kólnar á víxl. Hún getur ekki látið mömmu sína bera þetta upp á saklausan mann. Ekki yrði það minna umtal, hún verður að herða sig upp og segja henni sannleikann. – Mamma sestu niður og róaðu þig, ég þarf að segja þér hver er faðirinn en það er ótrúlega erfitt og líka bara hættulegt, segir hún og tekur um báðar hendur mömmu sinnar og horfir beint í augu hennar. – Þú átt ekki eftir að trúa mér en hvert orð sem ég ætla að segja þér er dagsatt. Kaldur sviti rennur niður eftir bakinu á henni og nærskyrtan límist við hrygginn. Hún er ísköld á höndunum og þær titra. Mamma hennar hefur nú loks náð að róa sig niður og horfir með samúð á dóttur sína. – Mamma, ég vissi ekkert að ég væri ófrísk, ég hélt bara að ég væri með pest, en svona er þetta, ég sé það núna og ég skil ekki að hann skyldi hafa haldið að þetta gæti gengið svona lengi. Mamma hennar starir orðlaus á hana. – Hvað hefur þetta varað lengi? Spyr hún svo dauf. – Síðan ég var ellefu ára og strauk heim. Segir Sidda tónlaust. Og ég sem hélt að ég væri að f lýja Bárð, bætir hún við, hann var alltaf að káfa á mér og tala um að ég væri orðin fullorðin, komin með brjóst og svona, það var þess vegna sem ég fór frá Kirkjubóli. Daníel reyndi að stoppa mig þegar ég stökk út í bátinn, hann sagði að ég væri að fara úr öskunni í eldinn. Mamma heldurðu að fleiri viti hvernig hann er, fyrst að Daníel sagði þetta? – Hvernig hver er? Mamma hennar situr þarna eins og stytta, allur vindur úr henni, hendurnar kreista kaffibollann eins og þar sé einhvern styrk að finna og hún er orðin náföl. – Mamma þú veist þetta alveg, manstu ekki þegar Róra sagði að nú gæti ég farið með helvítis karlinum í húsin fyrst ég væri komin heim, þú veist að hún hefur hvergi verið ein með honum síðan, þú hefur aldrei spurt mig af hverju hefur séð á mér eftir hann, glóðaraugu og marblett- ir, þú manst þegar Gummi kom hálf- meðvitundarlaus heim eftir að hafa legið rotaður úti í húsum í marga klukkutíma, pabbi er margbúinn að hóta mér að berja þig í klessu ef ég segi frá, nú er hann farinn að hóta því að ráðast þá bara á litlu stelp- urnar ef að ég „gegni“ ekki. Sidda er orðin óðamála og kreistir hendur mömmu sinnar svo fast að þær eru farnar að blána. Allt í einu stekkur mamma hennar upp úr stólnum og fer að æða fram og aftur um eldhúsið. Svo snýr hún sér að dóttur sinni og lemur í borðið af öllu afli. – Þú skalt ekki voga þér að bera svona glæp upp á hann pabba þinn. Hvers konar lygar eru þetta eigin- lega? Hvað á þetta að fyrirstilla? Ertu að hylma yfir með einhverjum bölvuðum ódrætti og reynir að klína svona viðbjóði á hann pabba þinn. Þetta eru allt saman ógeðslegar lygar og svona áburður varðar við lög. Hefurðu gert þér grein fyrir að pabbi þinn færi í fangelsi í mörg ár ef þetta sannaðist upp á hann. n Bærinn Álfadalur stóð á Ingjaldssandi. MYNDIR/AÐSENDAR 72 Menning 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.