Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 34
Áður en ég byrjaði í þessari meðferð var ég háður morfíni upp á dag, í tíu ár. Hörður Hákon Jónsson er einn fárra á Íslandi í svokall­ aðri skömmtunarmeðferð vegna morfínfíknar. Hann vill að meðferðin verði gerð fleirum aðgengileg. Hann segir fordóma of mikla og að veikt fólk sé gert að glæpa­ mönnum. Ég hætti að brjóta af mér um leið og ég byrjaði í þessari skaðaminnkandi meðferð,“ segir Hörður Hákon Jónsson, oftast kallaður Hákon, sem hefur núna í tvö ár fengið ávísað morfíni í litlu magni frá lækni í svokallaðri skaða­ minnkandi meðferð. Hann hefur verið háður morfíni í meira en ára­ tug en segir að núna, í fyrsta sinn, hann hafa von um betra líf. Hákon er að verða fimmtugur og byrjaði eins og svo margir að fikta við áfengi á unglingsárum. Það leiddi í kannabis og svo amfetamín og síðar contalgin og annað morfín. „Maður fann alveg fyrir alkóhól­ istanum í sér strax á unglingsárun­ um,“ segir Hákon sem ólst upp hjá góðri fjölskyldu á Seltjarnarnesi. Hann er ættleiddur, á níu alsystkin og eina ættleidda uppeldissystur. Hann segist þakklátur fyrir upp­ eldi sitt og foreldra sína en þau eru bæði látin. „Ég átti mjög góða æsku og for­ eldra sem stóðu með mér. Það vant­ aði ekki.“ Náði ekki að fóta sig í skóla Hákon kláraði grunnskóla en menntaði sig ekki meira. Hann er með mikinn athyglisbrest sem að hann hefur aldrei fengið almenni­ lega aðstoð við og átti því erfitt upp­ dráttar í skóla og fannst hann ekki passa inn í skólakerfið. „Þessi neysla hefur tekið sinn toll. Ég er góður að vinna og get vonandi farið aftur á vinnumarkaðinn. Það er það sem mig langar að gera,“ segir Hákon sem er húsamálari en hann hefur ekki verið í fastri vinnu í um sex ár sökum vímuefnavanda. Af hverju vildirðu stíga fram og segja þína sögu? „Það kom læknir nýlega fram, Árni Tómas, en hann hefur verið að skrifa í blöðin um þá skaða­ minnkandi meðferð sem ég hef verið að fá. Ég hélt að ef ég stigi fram líka þá myndi það hjálpa mál­ staðnum,“ segir Hákon einlægur. „Ég vildi segja fólki hvað þetta hefur gert fyrir mig, á jákvæðu nótunum. Þetta er mér hjartans mál. Áður en ég byrjaði í þessari meðferð var ég háður morfíni upp á dag, í tíu ár, var að harka á götunni og þurfti að redda mér á hverjum degi, oft með af brotum og neyðin varð alltaf alvarlegri.“ „Ég er sammála því sem Árni Tómas hefur verið að gera með þessari skaðaminnkandi meðferð. Hann hefur bjargað mannslífum með þessu og á sama tíma náð að breyta lífi fólks og gefa því mann­ sæmandi líf.“ Hrun svarta markaðarins Hákon segist fullviss um það að hægt sé að nýta þessa skaðaminnk­ andi meðferð fyrir f leiri lyf og að ef það yrði gert þá myndi svarti markaðurinn, með lyfseðilsskyld lyf, hrynja. „Það er miklu betra fyrir fólk að fá þessi lyf hjá lækni. Þetta á ekki að vera í höndunum á einhverju fólki út í bæ sem er að reyna að græða peninga á veikindum annarra. Það hefur verið þannig í allt of mörg ár. Margir sem selja þessi efni eru ekki fíklar og það er á þeim svakaleg ábyrgð, sem þau fara bara ekkert alltaf vel með.“ „Það þarf að taka þessi lyf og efni frá söluaðilunum og setja þau í hendurnar á fagaðilum sem kunna að meðhöndla þessi lyf sem við erum háð, fólk sem er með mennt­ un til þess. Þá þurfum við ekki að beygja og hneigja fyrir söluaðilum á svarta markaðinum og þetta er líka öryggismál fyrir okkur. Svarti markaðurinn blómstrar á meðan læknar taka ekki ábyrgð og skrifa út þessi lyf fyrir veikasta hópinn, að sjálfsögðu innan viðmiða og reglna. Hákon segir að honum finnist best að fá lyfið í skömmtun á hverj­ um degi, og er mjög hreinskilinn með það að hann geti líklega ekki fengið meira í einu án þess að mis­ nota það. Best að fá lyfin á hverjum degi „Það er best fyrir mig að fá bara lyf fyrir hvern dag og þannig eru regl­ urnar í þessari meðferð, annars myndi þetta enda í rugli hjá mér og ég væri búinn með lyfin eftir nokkra daga,“ segir hann og hlær. Er skammturinn alltaf sá sami, skiptir það ekki líka máli? „Jú, það minnkar líkurnar á að þú farir þér að voða, ofskammtir eða deyir, vegna þess að fólk er þá ekki að nota önnur morfínlyf með lyfjunum sem það er að fá. Það er öruggast að fá alltaf sömu skammta­ stærðina. Þannig er fólk bara að rétta sig af til að geta fúnkerað og verið í jafnvægi.“ Í tengslum við þetta minnist Hákon á afglæpavæðingu neyslu­ skammta sem einnig er honum mikið hjartans mál, og sérstaklega fyrir þau sem ekki hafa komist í þessa meðferð. Gerð að glæpamönnum „Það er verið að gera okkur að glæpamönnum, ofan á allt hitt. Það hefur litað allt okkur líf, við höfum setið í fangelsum og verið brenni­ merkt. Þetta er endalaus hring­ ekja og þetta er ekki hjálplegt fyrir neinn,“ segir hann og heldur áfram; „Fólk er stundum búið selja sál og líkama fyrir skammtinn sinn. Lögreglan veit ekki hvað er í gangi innra með manneskjunum og það Hörður Hákon segir skaða­ minnkandi meðferðina sem hann komst í fyrir tveimur árum hafa bjargað lífi sínu. Hann sér nú fram á að geta snúið aftur á vinnumarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Sitja brennimerkt í fangelsum Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is 34 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.