Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 4
Á sama tíma og meðalaldur íslenskra bænda fer hækk- andi eru æ fleiri jarðir seldar til eignamanna án búsetu- skyldu, en ungt fólk sem vill byrja búskap getur ekki keppt við fjármagn þeirra. ser@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Óheft jarðakaup innlendra og ekki síður erlendra efnamanna hér á landi eru farin að ógna endurnýjun í mörgum grein- um íslensks landbúnaðar. Fjársterkir aðilar keppast þar að auki við að kaupa jarðir til að fram- leiða kolefniseiningar sem er að verða langtum vænlegri söluvara en hefðbundnar landbúnaðarafurðir. Fyrir vikið á ungt fólk varla eða ekki möguleika á að kaupa jarðir og viðeigandi húsa- og vélakost til að halda þar áfram akuryrkju og búskap. „Þetta er staðan í dag – og er afleiðing þess að á Íslandi er engin framtíðarsýn,“ segir Trausti Hjálm- arsson, bóndi í Austurhlíð í Biskups- tungum og formaður Félags sauð- fjárbænda. „Matvælaöryggi er undarlega aftarlega í íslenskri hugsun,“ bætir hann við og hefur áhyggjur af þróun mála á næstu árum. „Meðal- aldur íslenskra sauðfjárbænda losar núna sextíu árin og mun ekki gera annað en hækka á næstu árum,“ segir Trausti. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir orð Trausta. „Almennt er meðal- aldur bænda að hækka á Íslandi. Við endurskoðun búvörulaga 2019 kom í ljós að við garðyrkjubændur vorum orðnir elstir í greininni – og mér var nokkuð brugðið,“ segir Gunnar, sem rekur garðyrkjustöð- ina Ártanga í Grímsnesi. Þeir eru sammála um að þró- unin sé ískyggileg. Æ fleiri hlunn- inda jarðir komist í eigu auðjöfra, svo sem býli sem eiga land að lax- veiðiám, aðrar jarðareignir séu seldar undir sumarbústaðalönd, og loks sjái fjöldi fjársterkra manna sér nú leik á borði og kaupi lönd fyrir skógrækt svo þeir geti selt öðrum kolefniseiningar. „Hefðbundinn landbúnaður keppir ekki lengur við það gríðar- lega fjármagn sem fer í þessi landa- kaup,“ segir Trausti og Gunnar bendir á grundvallaratriði þessa máls. „Jarðakaup eru óheft hér á landi,“ segir hann. „Og það þýðir að hver sem er getur keypt hvað sem er, hvar sem er, fyrir hvað sem er,“ bætir hann við. Hann segir Skota glíma við sama óskunda. „Hér var skoskur fulltrúi á Matvælaþingi í síðustu viku og sagði sína heimamenn vera að berjast við það sama. Eignamenn séu að kaupa upp stóran hluta Skotlands. Það er að komast í eigu um 400 eigna- manna, sagði sá maður,“ bendir Gunnar á. Svona þurfi þetta ekki að vera. Í Danmörku, svo dæmi sé tekið, er búsetuskylda á jarðnæði, hvort heldur sem eigendur leigi jörðina eða búi þar sjálfir. Trausti kallar á umræðu um heildarmyndina. „Jarðir seljast á hinminháum verðum sem eng- inn venjulegur maður ræður við,“ Og hann kveður sterkt að orði. „Íslenskur landbúnaður er kominn á þann stað að hann ræður ekki við fjárfestinguna sem fylgir honum,“ segir Trausti Hjálmarsson. n Matvælaöryggi er undarlega aftarlega í íslenskri hugsun. Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda n Tölur vikunnar 9,8 prósent er ársverðbólgan sam- kvæmt spá Veritabus. 10 gráðu hita var spáð í Reykjavík í lok nóvember sem er fáheyrt. 2.435 krónur kostar hvert leikskólabarn sveitarfélögin á dag. 37 prósent manndrápsmála undan- farin 20 ár eru heimilisofbeldis- mál. 5 prósentum meira þurfa flugfélög að borga til að fljúga yfir Ísland eftir áramót. n Þrjú í fréttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fór til Kænu- garðs til að hitta Volo- dímír Zelenskíj Úkraínuforseta. „Ég er að koma til Kænugarðs í fyrsta skipti og það er jólalegt hérna. Það er snjór og það er kalt,“ sagði Þórdís, en að tilfinningarnar væru blendnar. Ítrekaði hún þá afstöðu Íslands að staðið yrði með Úkraínu í stríðinu gegn Rússum eins lengi og þurfa þykir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gegnt embætti for- sætisráðherra í fimm ár. Hún segist enn þá vera með ástríðu fyrir stjórn- málum en býst ekki við því að þau verði ævistarf. Skýrendur telja það pólitískt afrek að halda saman svo ólíkum stjórnarflokkum jafnlengi og Katrín hefur gert, en vinsældir Katrínar séu byrjaðar að dala. Tíkin Ollie afrekshundur var valin afreks- hundur ársins á nóvember- sýningu Hunda- ræktunarfélags Íslands. Ollie, sem er af tegundinni Coton de Tulear, vinnur á athvarfinu Læk í Staðarbergi í Hafnarfirði. „Hún er svo mikill gleðigjafi, hún er næm á fólk, of boðslega góð og yndisleg,“ sagði Sunna Björg Skarphéðins- dóttir eigandi Ollie sem elskar að knúsa og kjassa fólk. n Gunnar Þor- geirsson, for- maður Bænda- samtakanna Óheft jarðakaup ógn við bændastétt Fjársterkir sjá sér nú leik á borði og kaupa bújarðir fyrir skógrækt svo þeir geti selt kolefniseiningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 4 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.