Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 82
Sylvía Haukdal bakari er mikið jólabarn. Hún fer að hlusta á jólalög í byrjun nóvember og bakar alltaf ákveðnar sortir af smá­ kökum fyrir jólin. Sylvía gefur lesendum uppskrift að dýrindis hátíðarköku. Ég hef verið að baka síðan ég var barn,“ segir Sylvía Haukdal, bakari og annar eigandi 17 sorta. Hún var mikið í eldhúsinu með móður sinni þegar hún var lítil og fékk alltaf að hjálpa til. „Það var svo ekki fyrr en ég var um tvítugt að ég áttaði mig á því að það væri hægt að vinna við þetta. Ég fór í háskóla að læra uppeldisfræði en áttaði mig snemma á því að það hentaði mér ekki,“ segir Sylvía. „Maðurinn minn áttaði sig eigin­ lega á því á undan mér að áhugi minn lægi í bakstrinum og hann benti mér á skóla víðs vegar um heiminn,“ segir Sylvía, en úr varð að hún og maðurinn hennar, Atli Björgvinsson, fluttu til London þar sem Sylvía lærði bakstur í hinum virta skóla Le Cordon Bleu. „Síðan hef ég bara alltaf verið að baka,“ segir hún. Bakar þú alltaf einhver jar ákveðnar sortir fyrir jólin? „Já ég baka alltaf blúndur, sem eru uppáhaldskökurnar mínar og púð­ ursykurkökurnar hennar mömmu,“ segir Sylvía. „Svo baka ég alltaf það sem ég veit Mikið jólabarn sem elskar að baka Hátíðarterta Sylvíu er bæði bragðgóð og einstaklega fallega skreytt. Frettablaðið/ernir að manninum mínum þykir gott og sem stelpunum mínum finnst gott og gaman að gera,“ bætir Sylvía við, en hún og Atli eiga tvær dætur, Marín Helgu 4 ára og Önnu Hrafn­ hildi 7 ára. Sylvía leyfir stelpunum að taka virkan þátt í eldhúsinu og hjálpa til þegar hún er að baka, rétt eins og mamma hennar gerði þegar hún var lítil. Sylvía er mikið jólabarn og byrjar að hlusta á jólalög strax fyrsta nóv­ ember. „Ég væri til í að vera bara allt­ af að jólast og börnin mín eru orðin svona líka. Við getum ekki beðið eftir að setja upp jólatréð“ segir hún. Sylvía deilir hér dásamlegri upp­ skrift af hátíðarköku og púður­ sykurskökum mömmu sinnar. Hátíðarkakan Súkkulaðibotnar 600 g sykur 315 g Kornax hveiti 115 g kakó 2 1/4 tsk. matarsódi 2 1/4 tsk. lyftiduft 1 1/2 tsk. salt 3 egg 165 ml olía 330 ml mjólk 330 ml heitt vatn 3 tsk. vanilludropar Þurrefnum hrært saman og blaut­ efnum síðan bætt saman við. Deigið er sett í 3 15 cm form og bakað við 175 gráður í 25­30 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni. Hátíðarmousse 500 ml Millac-rjómi 150 ml rjómi 300 g Doré-karamellusúkkulaði 30 ml heitt kaffi karamellukurl Rjómi og kaffi hitað upp að suðu og helt yfir Doré­karamellusúkku­ laðið. Millac­rjóminn stífþeyttur og súkkulaðiblöndunni blandað var­ lega saman við. Smjörkrem 700 g smjör, við stofuhita 700 g flórsykur 7 msk. rjómi, má líka vera mjólk 2 tsk. vanilludropar Smjörið þeytt þar til það verður létt og ljóst. Flórsykri, rjóma og vanillu­ dropum bætt saman við og þeytt þar til kremið er orðið fallega hvítt og létt. Athugið að best er að setja kökuna saman með botnana frysta. Hátíðarmousse sett á milli botna og karamellukurli stráð yfir. Þunnt lag af kremi sett utan um og kakan sett í kæli í smá stund. Næst er sett annað lag af kremi og kakan skreytt að vild. Púðursykurskökurnar hennar mömmu 500 g púðursykur 220 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk. negull 2 tsk. engifer 1 tsk. kanill 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft 500 g hveiti Við byrjum á því að stilla ofninn á 200°C (viftu). Næst hrærum við saman smjöri, púðursykri, negul, kanil og engifer. Síðan hrærum við eggjunum saman við. Svo fer hveiti, lyftiduft og matarsódi saman við. Næst rúllum við litlar kúlur og setj­ um á bökunarpappír/sílikonmottu og bökum kökurnar við 200°C í 8­10 mínútur. n Sylvía Haukdal lærði bakstur í Le Coerdon Bleu í London. Fréttablaðið/ernir Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Ég baka alltaf blúndur, sem eru uppáhalds- kökurnar mínar og púðursykurskökurnar hennar mömmu. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „... framúrskarandi bók sem óhætt er að mæla með fyrir öll í jólapakkann.“ I N G I B J Ö R G I Ð A A U Ð U N A R D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð „Koll hnís er á hrifa mikil, vel skrifuð og mikil væg bók í ís lenska bók mennta flóru,“ B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð 50 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.