Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 60
Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir matreiðslumeistara
til starfa í mötuneyti skólans frá áramótum.
Viðkomandi þarf að hafa full réttindi sem matreiðslumaður, eiga auðvelt með að vinna með ungu fólki í líflegu umhverfi
framhaldsskólans og hafa framúrskarandi samskiptahæfni.
Mjög mikilvægt er að viðkomandi sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og hafi góða skipulagshæfni.
Tekið er við umsóknum í gegnum starfatorg.is og skal náms- og starfsferilsská fylgja með innsendri umsókn ásamt sakavott-
orði og þeim gögnum í viðhengi sem umsækjendur telja skipta máli í ráðningarferlinu. Skulu innsend gögn vera á íslensku.
Einungis innsend gögn verða lögð til grundvallar ráðningu og ráða vali þeirra sem verða kallaðir í starfsviðtal.
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Héðinsson framkvæmdastjóri Hótel – og matvælaskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
• stýra mötuneyti skólans og skipuleggja innkaup
• undirbúa, elda og ganga frá eftir málsverði nemenda og
starfsfólks
• undirbúa veitingar fyrir viðburði á vegum skólans
• vinna að góðri hráefnisnýtingu á samvinnu við Hótel- og
matvælaskólann
Unnið er í dagvinnu en utan reglulegs starfstíma skólans
getur vinnutími verið sveigjanlegur.
Hótel og matvælaskóli Íslands er innan Menntaskólans í
Kópavogi.
Í skólanum er framúrskarandi aðstaða fyrir nemendur og
starfsfólk. Starfsaðstaða í mötuneyti skólans er framúr-
skarandi ásamt öðrum aðbúnaði starfsfólks.
Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi
og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, ásamt kennslu
á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og í leiðsögn. Um 100 starfsmenn
starfa við skólann og nemendur eru um 900.
faxafloahafnir.is
Faxaflóahafnir sf. leita að metnaðarfullum
og framsýnum einstaklingi til að leiða
viðskiptasvið fyrirtækisins
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af stjórnun fjármála
Reynsla af markaðsmálum, upplýsingatækni og viðskiptaþróun kostur
Hæfni til að halda kynningar á íslensku og ensku
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki
Skipulagshæfni og reynsla af áætlanagerð
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Helstu verkefni
Umsjón með deildum sviðsins í samvinnu við deildarstjóra
Umsjón með viðskiptaþróun fyrirtækisins
Umsjón með daglegri starfsemi á skrifstofu Faxaflóahafna sf. og stýring verkefna
Gerð og frágangur stjórnendaupplýsinga og kynningar fyrir stjórn
Umsjón með gerð fjárhagsáætlunar og eftirlit með samningum á sviði rekstrar
Umsjón með arðsemisútreikningum og gerð viðskiptaáætlana
Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs
starfsviðs hans
Viltu vera hluti
af góðri liðsheild?
Faxaflóahafnir er stærsta höfn landsins þar sem starfa um 75 manns
og er umráðasvæði hennar í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.
Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfis- og öryggismálum
auk þess að vera í vegferð að þróa snjallar og grænar hafnir.
Viðskiptasvið er eitt af stoðsviðum í skipuriti Faxaflóahafna og þar starfa sjö manns. Sviðsstjóri heyrir beint undir hafnastjóra.
Starfsmaðurinn mun hafa aðstöðu á skrifstofu Faxaflóahafna að Tryggvagötu 17 í Reykjavík.
Við hvetjum hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni, en fyrirtækið hefur skýra jafnréttisstefnu og vill auka fjölbreytileika í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri gunnart@faxafloahafnir.is
Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en sunnudaginn 18. desember n.k.
Sviðsstjóri viðskiptasviðs
12 ATVINNUBLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR