Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 98
Fyrstu bílarnir verða
afhentir í Evrópu í júní
á næsta ári.
Opel Astra Electric verður með Vizor-grillinu og pixel-díóðuljósum.
MYND/STELLANTIS
njall@frettabladid.is
Bíllinn verður fáanlegur bæði sem
hlaðbakur og langbakur og verður
rafdrifna útgáfan með allt að 415
km drægi. Sá bíll mun koma á
EMP2-undirvagninum sem inni-
heldur 54 kWst raf hlöðu, en þá
verður hann búinn 152 hestaf la
rafmótor að framan sem skilar 270
Nm togi. Hámarkshraði er 170 km
á klst. en þótt upptak í 100 km hafi
ekki verið gefið upp, má búast við á
milli 8-9 sekúndum.
Hraðhleðsla upp að 100 kW verð-
ur möguleg og öllum bílum mun
fylgja 11 kW hleðslustöð. Ekkert
pláss mun tapast innandyra þrátt
fyrir rafhlöðuna og verður pláss í
farangursrými hlaðbaksins 351 lítri
en 516 lítrar í langbakinum. Hægt
verður að panta bílinn snemma á
næsta ári en fyrstu bílarnir í Evrópu
verða afhentir í júní 2023. n
Opel Astra frumsýndur
í tveimur gerðum
Næsta ár verður
síðasta fram-
leiðsluár Dodge
Challanger áður
en hinn raf-
væddi Charger
tekur við.
MYND/DODGE
njall@frettabladid.is
Dodge hefur þegar tilkynnt að
Chall enger-sportbíllinn muni renna
sitt skeið á næsta ári en það verður
þó með stæl. Ekki aðeins verður
hægt að panta hann í blæjuútgáfu
heldur er hann nú fáanlegur með
sex gíra beinskiptingu. Skiptingin
kemur frá Tremec og verður bein-
skipta útgáfan líklega ódýrari en
bíllinn með átta þrepa Torque Flite
sjálfskiptingunni. Vélin verður
áfram hin 717 hestafla, 6,2 lítra V8
vél, svo að upptakið ætti ekki að
breytast mikið. n
Hellcat nú fáanlegur beinskiptur
Vetnisþróun
Honda mun nú
færast yfir til
CR-V jepplings-
ins í nokkurs
konar tengil-
tvinnvetnisbíl.
MYND/HONDA
njall@frettabladid.is
Honda tilkynnti á miðvikudag að
CR-V yrði boðinn í vetnisútfærslu
árið 2024, en hann tekur við þeim
kyndli af Acura NSX-bílnum. Bíllinn
verður athyglisverður að einu leyti,
en það er að hægt verður að hlaða
rafhlöðuna eins og í tengiltvinn-
bíl. Hann mun þannig geta gengið
á vetni, en einnig komist í styttri
ferðir innanbæjar, eins og Honda
orðar það. Ekki er gefið upp enn
sem komið er hvert drægið er á vetni
eða rafhlöðu. Bíllinn verður fram-
leiddur í Bandaríkjunum á grunni
nýs CR-V sem kynntur var fyrr á
þessu ári. n
Honda CR-V vetnisdrifinn árið 2024
Elon Musk við formlega afhendingu á fyrstu þremur Semi-flutningabílunum í Reno í Nevada. MYND/TESLA
Er eins og fíll, en hreyfist eins
og hlébarði, segir Elon Musk
um Semi-flutningabílinn,
sem er aðeins fimm sekúndur
í hundraðið án tengivagns.
njall@frettabladid.is
Tesla af henti PepsiCo fyrstu raf-
væddu Semi-f lutningabílana á
fimmtudag við hátíðlega athöfn
sem streymt var beint á Twitter.
Elon Musk keyrði einn af þremur
bílunum inn í verksmiðjuna þar
sem frumsýningin fór fram. Á frum-
sýningunni var sýnt myndband þar
sem trukkurinn keyrir upp 6% halla
í Donner-fjallaskarðinu þar sem
hann tekur fram úr annarri umferð.
Semi f lutningabíllinn verður
með þremur rafmótorum þar sem
einn sér um að drífa bílinn áfram
á langkeyrslu, en hinir tveir koma
inn þegar meira af ls er þörf. Að
sögn Musk er einn rafmótor öflugri
en dísilvél í bíl af sömu stærð. Raf-
mótorarnir eru 1.020 hestöfl eins og
í Plaid bílunum og mun hafa 800 km
drægi með 37 tonna farmi, að sögn
Musk. Áætlað er að framleiða 50.000
Semi-trukka árið 2024 í verksmiðj-
um Tesla í Norður-Ameríku. Tesla
er einnig að þróa nýja, vatnskælda
hraðhleðslustöð sem mun geta
„troðið megawatti gegnum venju-
legan hleðslukapal“ eins og Musk
orðaði það. Hefur henni verið lofað
á markað strax á næsta ári. n
Tesla afhendir fyrsta rafdrifna
flutningabílinn til PepsiCo
Flutningabíllinn er
1.020 hestöfl eins og
Plaid-bílarnir og mun
hafa 800 km drægi
með 37 tonna farmi, að
sögn Elon Musk.
- ómissandi með steikinni
66 Bílar 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR