Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 98

Fréttablaðið - 03.12.2022, Side 98
Fyrstu bílarnir verða afhentir í Evrópu í júní á næsta ári. Opel Astra Electric verður með Vizor-grillinu og pixel-díóðuljósum. MYND/STELLANTIS njall@frettabladid.is Bíllinn verður fáanlegur bæði sem hlaðbakur og langbakur og verður rafdrifna útgáfan með allt að 415 km drægi. Sá bíll mun koma á EMP2-undirvagninum sem inni- heldur 54 kWst raf hlöðu, en þá verður hann búinn 152 hestaf la rafmótor að framan sem skilar 270 Nm togi. Hámarkshraði er 170 km á klst. en þótt upptak í 100 km hafi ekki verið gefið upp, má búast við á milli 8-9 sekúndum. Hraðhleðsla upp að 100 kW verð- ur möguleg og öllum bílum mun fylgja 11 kW hleðslustöð. Ekkert pláss mun tapast innandyra þrátt fyrir rafhlöðuna og verður pláss í farangursrými hlaðbaksins 351 lítri en 516 lítrar í langbakinum. Hægt verður að panta bílinn snemma á næsta ári en fyrstu bílarnir í Evrópu verða afhentir í júní 2023. n Opel Astra frumsýndur í tveimur gerðum Næsta ár verður síðasta fram- leiðsluár Dodge Challanger áður en hinn raf- væddi Charger tekur við. MYND/DODGE njall@frettabladid.is Dodge hefur þegar tilkynnt að Chall enger-sportbíllinn muni renna sitt skeið á næsta ári en það verður þó með stæl. Ekki aðeins verður hægt að panta hann í blæjuútgáfu heldur er hann nú fáanlegur með sex gíra beinskiptingu. Skiptingin kemur frá Tremec og verður bein- skipta útgáfan líklega ódýrari en bíllinn með átta þrepa Torque Flite sjálfskiptingunni. Vélin verður áfram hin 717 hestafla, 6,2 lítra V8 vél, svo að upptakið ætti ekki að breytast mikið. n Hellcat nú fáanlegur beinskiptur Vetnisþróun Honda mun nú færast yfir til CR-V jepplings- ins í nokkurs konar tengil- tvinnvetnisbíl. MYND/HONDA njall@frettabladid.is Honda tilkynnti á miðvikudag að CR-V yrði boðinn í vetnisútfærslu árið 2024, en hann tekur við þeim kyndli af Acura NSX-bílnum. Bíllinn verður athyglisverður að einu leyti, en það er að hægt verður að hlaða rafhlöðuna eins og í tengiltvinn- bíl. Hann mun þannig geta gengið á vetni, en einnig komist í styttri ferðir innanbæjar, eins og Honda orðar það. Ekki er gefið upp enn sem komið er hvert drægið er á vetni eða rafhlöðu. Bíllinn verður fram- leiddur í Bandaríkjunum á grunni nýs CR-V sem kynntur var fyrr á þessu ári. n Honda CR-V vetnisdrifinn árið 2024 Elon Musk við formlega afhendingu á fyrstu þremur Semi-flutningabílunum í Reno í Nevada. MYND/TESLA Er eins og fíll, en hreyfist eins og hlébarði, segir Elon Musk um Semi-flutningabílinn, sem er aðeins fimm sekúndur í hundraðið án tengivagns. njall@frettabladid.is Tesla af henti PepsiCo fyrstu raf- væddu Semi-f lutningabílana á fimmtudag við hátíðlega athöfn sem streymt var beint á Twitter. Elon Musk keyrði einn af þremur bílunum inn í verksmiðjuna þar sem frumsýningin fór fram. Á frum- sýningunni var sýnt myndband þar sem trukkurinn keyrir upp 6% halla í Donner-fjallaskarðinu þar sem hann tekur fram úr annarri umferð. Semi f lutningabíllinn verður með þremur rafmótorum þar sem einn sér um að drífa bílinn áfram á langkeyrslu, en hinir tveir koma inn þegar meira af ls er þörf. Að sögn Musk er einn rafmótor öflugri en dísilvél í bíl af sömu stærð. Raf- mótorarnir eru 1.020 hestöfl eins og í Plaid bílunum og mun hafa 800 km drægi með 37 tonna farmi, að sögn Musk. Áætlað er að framleiða 50.000 Semi-trukka árið 2024 í verksmiðj- um Tesla í Norður-Ameríku. Tesla er einnig að þróa nýja, vatnskælda hraðhleðslustöð sem mun geta „troðið megawatti gegnum venju- legan hleðslukapal“ eins og Musk orðaði það. Hefur henni verið lofað á markað strax á næsta ári. n Tesla afhendir fyrsta rafdrifna flutningabílinn til PepsiCo Flutningabíllinn er 1.020 hestöfl eins og Plaid-bílarnir og mun hafa 800 km drægi með 37 tonna farmi, að sögn Elon Musk. - ómissandi með steikinni 66 Bílar 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.