Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 55
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember nk.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt
kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
umsækjanda í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Geirlaug
Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Tvö spennandi störf í
hringrásarhagkerfinu
Úrvinnslusjóður gegnir mikilvægu og spennandi hlutverki í
hringrásarhagkerfinu. Við leitum að tækni- eða viðskiptamenntuðum
einstaklingi með haldgóða rekstrarþekkingu í starf rekstrarstjóra og
fjölhæfum lögfræðingi með áhuga á samskiptum í starf samskiptafulltrúa.
Rekstrarstjóri
Helstu verkefni og ábyrgð
• Gerð rekstraráætlana
• Þróun kostnaðarlíkana
• Skýrslugjöf til opinberra aðila, samstarfsfélaga o.fl.
• Framsetning á gögnum
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tæknifræði,
viðskiptafræði eða hagfræði
• Þekking og reynsla af kostnaðarútreikningum og kostnaðarlíkönum
• Þekking og reynsla af hugbúnaði við gagnavinnslu og framsetningu
gagna s.s. Power BI og Excel
• Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli
• Áhugi á umhverfis- og endurvinnslumálum er kostur
Samskiptafulltrúi
Helstu verkefni og ábyrgð
• Svörun erinda sem berast stofnuninni, umsagnir og álitsgerðir
• Ráðgjöf til stjórnenda um lögfræðileg atriði og samskipti við ytri aðila
• Meta og greina þarfir fyrir upplýsingar og fræðslu
• Samstarfsverkefni með innlendum og erlendum aðilum á sviði kynningar-
og fræðslumála
• Umsjón með textaskrifum á vefsvæði, fræðsluefni og öðru útgefnu efni
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Lögfræðimenntun, reynsla í upplýsingamiðlun æskileg
• Hæfni til að miðla efni til starfsfólks og ytri aðila
• Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
• Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti og góð enskukunnátta
• Áhugi á umhverfis- og endurvinnslumálum er kostur
hagvangur.is
Úrvinnslusjóður sér um umsýslu og ráðstöfun
úrvinnslugjalds með það að markmiði að skapa
hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og
endanlega förgun spilliefna með hliðsjón af
umhverfislegum ávinningi. Úrvinnslugjaldið er
notað til að stuðla að sem mestri endurvinnslu
og endurnýtingu úrgangs. Úrvinnslusjóður semur
um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða
verksamninga eftir því sem við á.
Sótt er um störfin
á hagvangur.is