Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 38
150 ár eru liðin frá því að fyrsta bókaverslun landsins var opnuð. Saga Pennans og Eymundsson er merkileg í sögu íslensks menningarlífs. birnadrofn@frettabladid.is Þann 29. nóvember árið 1872 opnaði athafnamað- urinn Sigfús Eymundsson fyrstu bókaverslunina á Íslandi, síðan eru liðin 150 ár. Sigfús nam bókband í Kaup- mannahöfn, lærði ljósmyndun í Bergen og opnaði fyrstu ljósmynda- stofuna í Reykjavík árið 1867. Sig- fús var lengi umboðsmaður Allan- skipafélagsins sem bauð flutninga til Norður-Ameríku og má ætla að hundruð eða þúsundir Íslendinga hafi f lust vestur um haf með milli- göngu Sigfúsar. Það var hins vegar Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar sem átti eftir að festa nafn hans rækilega í sessi hjá þjóðinni. Sigfús keypti húsið á horni Austurstrætis og Lækjargötu undir verslunina árið 1871 en hann ætlaði versluninni fyrst í stað lítið húsnæði á götuhæðinni, en hún dafnaði jafnt og þétt og árið 1875 lét hann byggja hæð ofan á suðurhluta hússins. Á árunum 1882–83 stækkaði hann húsið frekar og lengdi það. Sjálfur bjó Sigfús ásamt konu sinni, Sólveigu Daníelsdóttur, á efri hæð- inni og rak þar ljósmyndastofu. Þannig stóð húsið nánast óbreytt til vorsins 2007 er það brann til kaldra kola í stórbruna. Húsið hefur síðan verið endurbyggt í svipaðri mynd. Bókaverslunin setti frá upphafi mark sitt á bæjarlífið. Þangað lagði fólk leið sína til að kaupa bækur, rit- föng, miða á viðburði og ýmislegt annað. Sigfús hóf bókaútgáfu árið 1886 og flutti líka inn ýmsar vörur og var til dæmis fyrstur manna til að flytja inn sjálfblekunga og ritvélar. Hann var líka fyrstur til að selja póstkort á Íslandi, en ljósmyndirnar á þau tók hann sjálfur. Nýir eigendur Árið 1908 bárust Pétri Halldórs- syni fregnir af því að heilsu Sigfúsar væri farið að hraka og hann hygðist selja verslunina. Pétur keypti bæði verslunina og bókaútgáfuna og tók við starfseminni árið 1909. Sigfús lést tveimur árum síðar. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hélt áfram að blómstra undir stjórn Péturs. Eins og Sigfús rak hann bæði fyrirtækin af miklum menningar- og myndarbrag, og jók bókaútgáfuna til muna. Árið 1920 keypti Pétur steinhúsið að Austur- stræti 18 og færði verslunina þangað í stærra og nýtískulegra húsnæði. Penninn stofnaður Árið 1932 stofnaði Baldvin Pálsson Dungal Pappírs- og ritfangaverslun- ina Pennann, ásamt bróður sínum Halldóri. Verslunin var til húsa í Ing- ólfshvoli, á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Skuggi heimskrepp- unnar hvíldi yfir viðskiptalífinu og fáir spáðu fyrirtækinu langlífi. Þeir bræður höfðu dvalist lang- dvölum erlendis og höfðu kynnst ýmsum nýjungum í verslunar- rekstri. Til að mynda var Penn- inn lengi eina verslunin sem seldi minjagripi, en staðsetningin hent- aði vel til að þjóna ferðamönnum sem komu til landsins við Stein- bryggjuna gömlu. En fyrst og fremst fékkst Penninn við innflutning á pappírsvörum og ritföngum. Árið 1937 keypti Baldvin Dungal hlut bróður síns í Pennanum og hélt áfram uppbyggingu fyrirtækisins ásamt fjölskyldu sinni. Mikil tímamót urðu árið 1959 þegar Almenna bókafélagið (AB) key pt i Bókaverslu n Sig f ú sar Eymundssonar. Búðin var flutt tíma- bundið í gamla Morgunblaðshúsið að Aðalstræti 6, því ákveðið var að rífa gamla húsið að Austurstræti 18 og byggja þar nýtt. Þann 19. nóvem- ber 1960 var bókaverslunin aftur komin á sinn gamla reit í nýju húsi að Austurstræti 18, þar sem hún stendur enn þann dag í dag. Ný kynslóð tekur við Árið 1969 urðu kaf laskil í sögu Pennans þegar Baldvin Dungal, eig- andi fyrirtækisins, lést snögglega. Sonur hans, Gunnar B. Dungal, tók þá við rekstrinum rúmlega tvítugur að aldri. Baldvin hafði byggt upp blómlegt fyrirtæki og rak á þess- um tíma verslanir í Hafnarstræti, Laugavegi 84 og Laugavegi 176. Fimm árum síðar, árið 1974, opnaði Penninn verslun sína í Hallarmúla og þegar fram liðu stundir varð sú verslun flaggskip fyrirtækisins. Á 9. áratug síðustu aldar, rúmum 110 árum eftir opnun Bókaverslunar Sigfúsar, tók Eymundsson að stækka allverulega. Á árunum 1986–1990 voru fjórar bókaverslanir til viðbót- ar þeirri gamalgrónu í Austurstræt- inu opnaðar. Í Mjódd, í Kringlunni, á Eiðistorgi og á Hlemmi. Níundi áratugurinn átti eftir að reynast mikið breytingaskeið hjá Pennanum. Árið 1982 fékk Penninn bóksöluleyfi, en slíkt leyfi er nauð- synlegt til að fá bækur í umboðssölu frá útgefendum, og opnaði bóka- deild í verslun sinni í Hafnarstræti. Sama ár hóf Penninn jafnframt innflutning á skrifstofuhúsgögnum. Með aukinni tölvunotkun þurfti Penninn að mæta þeirra þróun, svo sem með auknu framboði af nýjum ritföngum og rekstrarvöru fyrir „tölvuútskriftir“. Árið 1987 var Bókaverslun í eina og hálfa öld Hér má sjá hesta fyrir utan bókaverslun Eymundsson í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Myndina tók Sigfús Eymundsson sjálfur. Sigfús Eymundsson, stofnandi bókaverlunarinnar Eymyndsson. 1872 Sigfús Eymundsson opnar fyrstu bókaverslun- ina á Íslandi, Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar í Lækjar- götu. 1886 Sigfús Eymundsson stofnar bóka­ útgáfu sem hann rekur samhliða versluninni. 1909 Pétur Hall- dórsson tekur við rekstri verslunar- innar. 1920 Bókaverslun Sigfúsar Eymunds­ sonar flytur í nýtt húsnæði í Austurstræti. 1932 Baldvin Páls- son Dungal og bróðir hans Halldór stofna Pappírs- og ritfanga- verslunina Pennann á horni Póst- hússtrætis og Hafnar- strætis. 1937 Baldvin kaupir hlut bróður síns í Pennanum og heldur áfram uppbyggingu fyrirtækisins ásamt fjöl­ skyldu sinni. 1959 Almenna bókafélagið kaupir Bóka- verslun Sigfús- ar Eymunds- sonar. 1969 Baldvin Dun­ gal, stofnandi og eigandi Pennans, fellur frá og sonur hans, Gunnar B. Dungal tekur við rekstr­ inum. 1974 Penninn opnar verslun í Hallarmúla sem verður með tímanum flaggskip fyrirtækisins. 1982 n Penninn fær bóksölu­ leyfi og opnar bókadeild í verslun sinni í Hafnarstræti. n Penninn hefur inn­ flutning á skrifstofu­ húsgögnum. 1986 Eymundsson opnar verslun í Mjódd. 1987 n Penninn og Eymundsson opna verslanir sitt á hvorum staðnum í Kringlunni. n Penn­ inn opnar stórverslun á þremur hæðum í Austurstræti og lokar verslun sinni í Hafnarstræti. 1989 Eymundsson opnar verslun á Eiðistorgi. 1990 n Eymunds­ son opnar verslun á Hlemmi. n Penninn og Eymunds­ son fara undir sama þak þegar ritfanga­ og gjafavöru­ deild Pennans flytur í kjall­ ara Austur­ strætis 18. 1991 Eymundsson opnar verslun í Borgarkringl- unni. 1992 Prentsmiðjan Oddi kaupir verslanir Eymundsson. 1996 Penninn Eymundsson verður til með sameiningu verslananna tveggja. 1998 Á vormán­ uðum kaupir Penninn fasteignina að Austurstræti 18 og þar er opnað bóka­ kaffi. 1999 Ný verslun fyrir tölvur og skrifstofu- tæki opnuð á Suðurlands- braut 4. 2000 Ný verslun Pennans Eymunds­ son opnuð á Glerártorgi á Akureyri. 2002 Undirbún- ingur hafinn að stofnun á Pennaskólan- um, sem hefur það hlutverk að mennta starfsmenn og þjálfa í starfi. 2003 Penninn hf. semur um kaup á bóka­ búðum Máls og menningar við Eddu – miðlun og útgáfu. 2005 Gunnar Dungal selur Pennann hf. til hóps fjár- festa. 2006 Penninn kaup­ ir 73% hlut í lettneska skrifstofu­ fyrirtækinu AN Office. 2008 Penninn kaup- ir 51% hlut í írsku kaffi- húsakeðjunni Insomnia. 2009 Nýi Kaupþing banki tekur yfir starfsemi Pennans ehf. og í kjölfarið er erlend og innlend starf­ semi skilin að og nýtt félag í kringum starfsemina á Íslandi er stofnað. 2012 Arion banki býður til sölu allt hlutafé í fyrirtækinu og í júní er undirritaður samningur um sölu Penn- ans til hóps fjárfesta. 2014 Ný verslun Pennans Eymunds­ son opnuð á Laugavegi 77. 2015 Ný og endur- bætt verslun opnuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 2016 n Penn­ inn opnar verslunina Islandia í Kringlunni. n Penn­ inn kaupir Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík. n Þetta ár hefst stór­ sókn Pennans í innkaupum á minjagripum og ferða­ mannavörum og hefur félag­ ið hönnun á eigin fram­ leiðslulínu. 2018 Penninn kaupir vöru- línu fatafram- leiðandans Icelandic Magic og verslanir The Viking. 2019 Penninn tekur yfir kaffihúsa­ rekstur Te & kaffi í fjórum verslunum. 2020 Penninn kaupir HB Heildverslun. 2021 n Penninn Eymundsson opnar verslun á Selfossi. n Penninn opnar nýja verslun The Viking í Hafnarstræti. 2022 n Penninn Eymundsson opnar nýja og stórbætta verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. n Penninn kaupir rekstur Sólarfilmu, sem sérhæfir sig í ferða- mannavörum. 38 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttaBlaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.