Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 65
Tollverðir - Spennandi störf í lifandi umhverfi
Starf tollvarðar felur m.a. í sér:
Greiningu á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnslu gagna.
Sérhæfðar leitir, svo sem í bílum, með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
Almennt tolleftirlit á vettvangi, svo sem í skipum, flugvélum,
bílum, gámum, póstsendingum og með farþegum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
Greiningarhæfileikar.
Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Almenn ökuréttindi.
Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð
20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði.
Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða.
Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum
verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði,
skýrslugerð og tölvufærni.
Umsóknir skulu fylltar út á vef Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá,
auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um
menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að
fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags
Íslands. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands.
Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta fólki af öllum kynjum. Starfshlutfall er 100% þar sem
unnið er eftir valfrjálsu vaktavinnukerfi skv. betri vinnutíma.
Í tengslum við ráðningu tollvarða þurfa umsækjendur að þreyta inntökupróf/líkamsgetupróf en dagsetning prófsins
verður tilkynnt eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um
prófið á vefslóðinni https://www.skatturinn.is/um-rsk/tollskoli-rikisins/inntokuprof/inntokuprof.
Meginhlutverk Skattsins er að leggja grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku
eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlar Skatturinn að jafnræði og virkri samkeppni og leggur sitt af mörkum til að vernda samfélagið.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður, í síma 442-1000 eða í tölvupósti á arsaell.arsaelsson@skatturinn.is.
Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Meðal helstu verkefna er dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri deildarinnar,
mótun verkefna stafrænnar þróunar hjá samstæðunni ásamt innleiðingu
snjallra lausna í samstarfi við framkvæmdastjóra sviðsins og annað
starfsfólk Isavia.
Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarform má finna á isavia.is
undir Störf í boði. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Við leitum að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og jákvæðum
forstöðumanni stafrænnar þróunar hjá Isavia.
Vilt þú leiða
stafræna þróun á
alþjóðaflugvelli?
Saman náum við árangri
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og
erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess
að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð
á eigin frammistöðu.