Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 42
Myndin er tekin á mótmælum í mars 2019 þar sem Elí var handtekið. Hán var sakfellt fyrir að sparka í lögreglumann á þessum mót- mælum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Tilgangurinn með þessum handtökum og ákærum er að draga úr okkur kraft. Úr bar- áttunni sem þetta snýst um. Krafturinn fer í að eiga við dómskerfið. Mörg voru kannski að taka þátt í sínum fyrstu mótmælum og þetta var viðhorfið sem mætti þeim. Fyrir þau var þetta sjokkerandi. mótmæla, þó að í þessum tilvikum hefði hún gengið lengra en heimilt var,“ segir í niðurstöðu dómsins, en auk þess að fá tveggja mánaða dóm þá þarf Elí að greiða allan máls- kostnað sem nemur um þremur milljónum króna. Jón Þór Ólason er lögmaður Elí og gagnrýnir að í dómi fari ekki endi- lega saman hljóð og mynd. „Þeir fjalla um að mótmæli séu vernduð, bæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála, sem er hár- rétt því meginreglan er auðvitað sú að svona ákvæði eru ekki sett til verndar stjórnvöldum, heldur til verndar borgurum. Ármann Snæv- arr sagði einu sinni að dómstólar yrðu að vera á varðbergi því þeir væru brjóstvörn borgaranna gegn ofurþunga ríkisvaldsins og þetta mál virðist hreint og beint staðfesta það að þegar kemur að mótmælum og réttinum þar um, þá oft þarf að sækja réttlætið til Strassborgar. Sem er afar sorglegt,“ segir Jón Þór og á þá við Mannréttindadómstól Evr- ópu sem staðsettur er þar. Hæstiréttur eftir Mál Elí er þó ekki enn alveg komið á þann stað, því það á eftir að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og ef það fæst þá yrði málið einnig tekið fyrir þar. Eftir það myndi það svo fara til Strassborgar. „Þarna er verið að reyna á ákvæði sem skipta miklu máli og eru for- dæmisgefandi, sem er mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ef þessari niðurstöðu verður ekki breytt þar, þá er þessi leið til Strass- borgar,“ segir Jón Þór, en færi það þangað myndi það bætast við þrjú mál sem þegar hafa verið móttekin af dómstólnum og snúa öll að sömu mótmælum. „Dómstóllinn hefur óskað eftir greinargerð frá íslenska ríkinu, sem þýðir að það mun koma dómur um það frá Strassborg.“ Hefur það áhrif á mál Elí? „Auðvitað ætti þetta að tala saman, en við erum ekki að sjá það hér. En ef það kemur áfellisdómur frá Strassborg þá þarf að skoða það vel hvar við stöndum sem sam- félag. Meginreglan er auðvitað sú að menn eiga að hlýða fyrirmælum lögreglu, en fyrirmæli lögreglu á mótmælum verða að fara í sérstakt mat,“ segir Jón Þór og að Lands- réttur viðurkenni það, en að þegar komi að því að beita þessu mati þá virðist eitthvað annað vera uppi á teningnum. Eigi að túlka ákvæðið þröngt Jón Þór hefur um árabil kennt refsi- rétt og segist trúa á lögin, en telur að þau hafi ekki verið túlkuð með réttum hætti í þessum dómi. Það eigi að túlka ákvæði lögreglulag- anna þröngt því ákvæðið er til þess fallið að takmarka þann rétt sem varinn er í stjórnarskránni, það er rétturinn til tjáningar og rétturinn til mótmæla. „Það kom fram sem dæmi í máli eins lögreglumannsins sem bar vitni, að áður en lögreglan kom í dómsmálaráðuneytið vegna mót- mælanna, hafði verið búið að ákveða að fara í handtökur því þetta ástand var orðið „hvimleitt“,“ segir Jón Þór og að þetta atriði sé algert lykilatriði í máli Elí. „Lögreglan fer á vettvang í því skyni að handtaka fólk því þetta sé orðið hvimleitt. Þessi niðurstaða er með öllu óskiljanleg því þetta er þá orðið klassískt dæmi um það sem er kallað kælingaráhrif, sem er eitt- hvað sem MDE hefur margoft varað við og vísað til í dómum.“ Friðsæl mótmæli Jón Þór segir í raun það sama gilda um mótmælin á Alþingi því á báðum stöðum hafi verið um að ræða friðsæl mótmæli sem beindust að stefnu stjórnvalda. „Elínborg var þarna virkur þátt- takandi í stjórnmálalegri umræðu um atriði sem snúa að og varða allt samfélagið. Mannréttindadóm- stóllinn hefur kveðið á um, í slíkum málum, að það verði að sýna fram á ríka nauðsyn og veita mótmæl- endum sérstakt svigrúm.“ Hann segir málið afar slæmt og með dómi hafi í raun verið stað- festar geðþóttaákvarðanir lög- reglu, sem geti haft þær afleiðingar að hægt verði að koma í veg fyrir öll mótmæli. Haldið þið að við sjáum þessi kæl- ingaráhrif núna? „Það voru ekki f leiri mótmæli eftir að fólk var handtekið í dóms- málaráðuneytinu. Þannig að við sáum það bara strax daginn eftir. Og eins með Alþingi. Það voru engin mótmæli daginn eftir. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Þeir nenntu ekki að standa í þessu, þó svo að þetta sé þeirra hlutverk. Þetta voru friðsamleg mótmæli og hvaða nauðsyn var þarna til þessara viðbragða? MDE hefur bent á að það þurfi svigrúm og hvaða svigrúm var gefið þarna? Það er ekki neitt. Þeir komast að því að með því að hand- taka nokkra og helst þann sem heyrist mest í, koma þeir í veg fyrir frekari mótmæli.“ „Ég var líka með þeim eldri sem voru að taka þátt, þótt ég hafi aðeins verið um 26 ára, en það voru mörg yngri og svo mikið af f lóttafólki að taka þátt. Mörg voru kannski að taka þátt í sínum fyrstu mót- mælum og þetta var viðhorfið sem mætti þeim. Fyrir þau var þetta sjokkerandi,“ segir Elí, en eftir mót- mælin á Austurvelli beitti lögreglan piparúða í fyrsta sinn frá hruni. Elí segir að til að setja mál sitt í samhengi þá hafi viku áður en dómur er kveðinn upp í Landsrétti farið fram fjöldabrottvísun í leigu- flugi til Grikklands og telur það að einhverju leyti táknrænt. „Það er kannski táknrænt og heppilegt að dómurinn hafi verið kveðinn upp á þessum tíma því það er aftur hægt að tengja þetta við það sem málið snýst í grunninn um og það er meðferð íslenskra stjórn- valda á fólki á flótta. 2019 vorum við að mótmæla með því og biðja um aukin réttindi fyrir þau og meðal krafna þeirra var að brottvísunum yrði hætt til Grikklands. Það er gott að sjá þetta í þessu samhengi. Tilgangurinn með þessum hand- tökum og ákærum er að draga úr okkur kraft. Úr baráttunni sem þetta snýst um. Krafturinn fer í að eiga við dómskerfið,“ segir Elí. Fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það fer að mótmæla núna? „Það virðast vera skilaboðin sem á að senda já,“ segir Elí. n Með þrjú mál til meðferðar í Mannréttindadómstóli Evrópu Helga Baldvins Bjargardóttir lög- maður rekur mál þriggja sem voru handtekin í dómsmálaráðuneytinu eins og Elí. Alls voru fimm handtekin á vettvangi og höfðað mál gegn þeim hverju fyrir sig. Héraðsdómur sakfelldi alla þrjá skjólstæðinga Helgu fyrir brot á 19. grein lögreglu- laga og fengu þau sekt. Mál þeirra allra er nú komið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu en það fékkst ekki leyfi til áfrýjunar málsins til Landsréttar vegna þess hve sektin var lág. Helga segir að hennar umbjóðendur vilji að það sé staðfest í mannréttindadómstóli að það hafi verið brotið á þeim og þeirra réttindum. „Stærstum hluta mála er vísað frá Mannréttinda- dómstólum og það hefur ekki enn verið gert við þessi mál þannig ég geri ráð fyrir því að dómstóll- inn taki þetta fyrir og miðað við dómafordæmi er þessi framkvæmda lögreglunnar alveg galin,“ segir Helga og á við það litla svigrúm sem mótmæl- endur fengu í raun til mótmæla en lögreglan hafði handtekið þau öll áður en klukkan var orðin 16.10 og mótmælin hófust rétt fyrir klukkan 16. „Þetta er enginn réttur til að mótmæla og það er ekkert svigrúm þarna. Það má ekki nota 19. grein lögreglu- laga til að handtaka mótmælendur. Það má ekki takmarka mótmæli ef það er ekkert ofbeldi, ef það er engin raunveruleg hætta, bara ónæði fyrir starfsfólk. Ég er ekki viss um að dómstóllinn sam- þykki að þetta uppfylli meðalhóf því það verður að byggja takmörkun á mótmælum á einhverri raun- verulegri ógn. Þau fengu ekki einu sinni tíu mínútur til að bregðast við skipun lögreglu,“ segir Helga og að á staðnum hafi verið fleiri lögreglumenn en mótmælendur. „Þau upplifa að þetta hafi verið gert til að þagga niður í þeim. Þau eru öll viðstödd sama viðburðinn. Í sakamálalögum er heimild til að fresta ákæru ef það er ljóst að það verður miklu meiri tilkostnaður við málið en sektin er,“ segir Helga og að það sé í mjög miklu ósamræmi að ríkið hafi farið í fimm mál vegna þessara handtaka en ekki ákært þau saman því hverju máli fylgi mikil vinna og mikill kostnaður. „Það hefði sparað gríðarlegan lögmannskostnað ef þau hefðu fengið að verjast saman.“ Helga Baldvins Bjargardóttir 42 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.