Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 18
Foxconn-verksmiðjan
í Zhengzhou framleiðir
50 til 60 prósent af
öllum Iphone-vörum í
heiminum.
Styrkveitingar til
verkefna og viðburða
á málefnasviðum
ráðherra haustið 2022
Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða
á málefnasviðum matvælaráðherra.
Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga
einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndar-
setu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki
veittir styrkir til bæjarhátíða.
Við úthlutun er m.a. horft hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir
starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir
sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu
skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum
og viðmið við úthlutum má finna í úthlutunarreglum.
Hver einstakur styrkur getur numið allt að 10% heildar-
upphæð úthlutana.
Heildarupphæð sem ráðherra hefur til ráðstöfunar
haustið 2022 er 10.000.000 kr.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. desember 2022.
Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem
berast utan auglýsts tímafrest eða sem berast eftir öðrum
leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja þær upp-
lýsingar og gögn sem óskað er eftir á umsóknarvef.
Óska má eftir nánari upplýsingum um styrkina gegnum
netfangið mar@mar.is
Stjórnarráð Íslands
Matvælaráðuneytið
© GRAPHIC NEWS
*Netpantanir fyrir iPhone 14 Pro Space Black 128GB á fullu verði, án AppleCare í mismunandi Apple
verslunum víðs vegar um heiminn.
Heimildir: Reuters, Bloomberg, Apple Mynd: Getty
Sóttvarnareglur
og mótmæli verkamanna
hindra framleiðslu.
Ástralía og Nýja-Sjáland eru einu löndin sem
ná að fá nýjar seningar af símunum fyrir jól.
BIÐTÍMI EFTIR IPHONE 14 PRO EFTIR LÖNDUM (miðað við pöntun 30. nóv. 2022)*
Bandaríkin
Kanada
Þýskaland
Bretland
Frakkland
Ítalía
Spánn
Holland
Portúgal
Kína
Japan
Ástralía
Nýja-Sjáland
1. des. 1. jan.25. des.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 5 6 7
30 dagar
28
30
34
30
38
33
30
33
36
36
22
22
Peking
Sjanghaí
Hong Kong
Zhengzhou
K í n a
Hversu lengi þarf
ég að bíða e¯ir
nýjum iPhone?
iPhone-sendingar
nást ekki fyrir jól
Þeir sem voru að vonast e¯ir því að fá nýjan
iPhone 14 Pro í jólagjöf þurfa að bíða aðeins
lengur. Sendingum seinkar um nokkrar vikur
sökum ástandsins í Foxconn-verksmiðjunni í
Zhengzhou í Kína.
Miklar tafir eru á sendingum á
nýjum iPhone-símum sökum
skertrar framleiðslugetu í
Kína. Um tíu til fimmtán millj-
ón færri símar verða afhentir
fyrir jól. Raftækjaverslanir á
Íslandi hafa fundið fyrir skorti
en segja hann einungis gilda
um iPhone-síma.
helgisteinar@frettabladid.is
VERLSUN Fyrirtækið Apple hefur
glímt við miklar tafir á vörusend-
ingum í kjölfar sóttvarnareglna og
mótmælaöldunnar í Kína seinustu
daga. Samkvæmt markaðsgreiningu
Counterpoint Research var meðal-
biðtími í nóvember eftir nýjum
iPhone 14 Pro 37 dagar. Í saman-
burði var biðtími eftir iPhone 13 Pro
í kringum 15 dagar.
Meðalbiðtími eftir nýjum iPhone
14 Pro síma fyrir hátíðirnar er nú
kominn í fimm vikur. Margir við-
skiptavinir sem panta sér símann
í gegnum netverslanir Apple munu
þar með ekki fá símana sína afhenta
fyrr en um miðjan janúar.
Upprunaleg áætlun verksmiðj-
unnar á fjórða ársfjórðungi var að
afhenda í kringum 80 til 85 millj-
ónir iPhone-síma en sökum núver-
andi ástands mun sú tala að öllum
líkindum lækka niður í 70 til 75
milljónir.
Raftækjaframleiðandinn Fox-
conn setur saman alla iPhone-síma
fyrir Apple og er aðalverksmiðja
þeirra staðsett í Zhengzhou í Kína.
Í verksmiðjunni starfa 200 þúsund
manns og framleiðir hún um 50 til
60 prósent af öllum iPhone-vörum
í heiminum. Harðar sóttvarna-
aðgerðir og núllstefna kínverskra
yfirvalda í baráttunni við Covid-
19 síðastliðna mánuði hefur haft
mikil áhrif á framleiðslugetu verk-
smiðjunnar.
Mótmæli brutust einnig út í síð-
ustu viku í verksmiðjunni en mót-
mæli hafa verið áberandi í Kína
undanfarna daga. Í myndböndum
sem dreift var á samfélagsmiðlum
mátti sjá verkamenn kvarta yfir
lágum launum og hreinlætisað-
stöðu á vinnustað.
K í nver sk i r r í k i s f jöl m iðla r
greindu frá því að verksmiðjan
hefði nýlega ráðið 100 þúsund
starfsmenn en margir verkamenn
f lúðu verksmiðjuna þegar henni
var skyndilega lokað í október eftir
að upp komst um Covid-smit. Yfir-
menn reyndu að halda sem flestum
starfsmönnum og lofuðu meðal
annars að fjórfalda bónusgreiðslur
verkamanna.
Arinbjörn Hauksson, markaðs-
stjóri Elko, segir að raftækjaversl-
unin fái sendingar af iPhone 14
símum fyrir jólin, en líklegast ekki
í því magni sem pantað var. Ekki
var búið að staðfesta ástæðuna fyrir
skortinum frá birgja en hann telur
að ástandið í Kína sé líkleg skýring.
„Við erum almennt ekki að upp-
lifa neinn skort á raftækjum og
erum vel birg fyrir jólaverslunina.
Þrátt fyrir að birgðastaðan af
iPhone-símum sé ekki alveg í takt
við pantanir þá erum við með fínar
birgðir af öðrum Apple-vörum og
þar á meðal AirPods,“ segir Arin-
björn. n
Færri munu fá
iPhone í jólagjöf
bth@frettabladid.is
MENNING Lára Sóley Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands (SÍ), segir að hlutfall
fastráðinna hljóðfæraleikara af
erlendu bergi brotinna sé 29 prósent.
„Stór hluti þeirra hefur búið hér
á landi í tugi ára. Sumir hverjir eru
íslenskir ríkisborgarar,“ segir Lára
Sóley í svari til Fréttablaðsins.
Fastráðnir í hljómsveitinni eru frá
13 þjóðlöndum. Hljóðfæraleikarar
hvaðanæva úr heiminum geta sótt
um störf sem losna hjá hljómsveit-
inni. Þegar fyrsta ráðningarferli fer af
stað um ákveðna stöðu er staðan þó
aðeins auglýst í íslenskum miðlum.
Prufuspil skiptast í nokkrar
umferðir. Fyrsta umferð fer alltaf
fram bak við tjald þannig að þar
hefur dómnefndin, sem skipuð er
hljóðfæraleikurum SÍ, ekki vitneskju
um hvern þau eru að hlusta á.
„Það er svolítið mismunandi eftir
hljóðfærum hversu margar umsókn-
ir berast um hverja stöðu en oft eru
það milli tuttugu og þrjátíu manns
sem mæta til prufuspils.“
Þótt gögn liggi ekki fyrir um hve
hratt erlendum hljóðfæraleikurum
hefur fjölgað má ætla að hlutfallið
hafi aldrei verið hærra. Lára Sóley
segist meta þennan liðsauka mikils.
„Tónlistarfólk af erlendu bergi
brotið hefur svo sannarlega auðgað
íslenskt tónlistarlíf frá upphafi. Það
er óskaplega dýrmætt að njóta starfs-
krafta listamanna sem koma alls
staðar að,“ segir Lára Sóley.
Á starfsárinu 2020–2021 voru 93
stöðugildi hjá stofnuninni.
Að auki hafði hljómsveitin um
82 lausráðna hljóðfæraleikara á
starfsárinu.
Um 55 prósent starfsmanna eru
konur og 45 prósent karlar. Framlag
ríkisins til hljómsveitarinnar í ár er
1.212,6 milljónir króna, sem eru 82
prósent á móti 18 prósenta framlagi
Reykjavíkurborgar. Áætla má að
sinfónían hafi að minnsta kosti úr
einum og hálfum milljarði að spila
ef horft er til heildartekna.
„Hljómsveitin stendur frábærlega
að vígi og er í sífelldri framþróun, nú
undir listrænni stjórn okkar frábæra
aðalhljómsveitarstjóra, Evu Ollika-
inen,“ segir Lára Sóley. n
Útlendum fjölgar ört í sinfóníunni
Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar segir hana standa vel að vígi. MYND AÐSEND
18 Fréttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ