Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 74
Þetta eru bara jólin og þá er tími til að gefa af sér og gleðja. Þetta snýst ekki síður um að skemmta okkur. Örvar Már Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Hjónin Örvar Már Krist- insson og Þóra Björnsdóttir ásamt hjónunum Bjarti Loga Guðnasyni og Jóhönnu Ósk Valsdóttur, efna til jólatón- leika eins og þau hafa gert árlega í meira en áratug í Hafnarfjarðarkirkju laugar- daginn 10. desember. Yfirskrift tónleikanna er: Jólahjón – Hátíð í bæ en dagskráin saman- stendur af hátíðlegum jólalögum í bland við minna hátíðleg jólalög og sem endranær verður boðið upp á eitthvað sprell og jafnvel leynigesti. „Við byrjuðum með þessa tón- leika árið 2011. Kveikjan að því var sú að við heyrðum að það væri svo dýrt að fara á jólatónleika og þar sem við erum starfandi söngv- arar, organistar og söngkennarar ákváðum við að gefa allaveganna einn klukkutíma frítt með jóla- tónleikum í samstarfi við Hafnar- fjarðarkirkju,“ segir Örvar Már. Það er óhætt að segja að jólatón- leikarnir hafi fallið fólki vel í geð því þeir verða þeir tólftu á jafn- mörgum árum. „Við höfum fengið góð viðbrögð og fólk er að spyrja okkur hvort við ætlum ekki örugglega að vera með tónleikana. Þá erum við minnt reglulega á þá af mörgum sem hafa komið og það er gaman að vita til þess að fólk man eftir þeim. Þetta er partur af þeirri jólastemningu sem hefur verið að skapast í Hafnarfirði á undanförnum árum eins og með Jólaþorpinu og skreytingunum í miðbænum og í Hellisgerði. „Við náðum meira að segja að halda þessum tónleikum úti á Covid-tímanum en við fengum styrk frá Hafnarfjarðarbæ til að senda tónleikana út í streymi. Við höfum líka verið að fara með léttara efni af þeim inn á elli- og hjúkrunarheimilin í Hafnarfirði en við gerum það að vísu ekki þetta árið,“ segir Örvar. Góður stígandi í þessu Örvar segir að jólatónleikarnir hafi í gegnum árin verið vel sóttir. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið góður stígandi í þessu. Við leggjum ekki mikið í auglýsingakostnað og við getum orðað þetta þannig að þetta er ekki hagnaðardrifið hjá okkur sem stöndum að tónleikahaldinu. Þetta eru bara jólin og þá er tími til að gefa af sér og gleðja. Við verðum með þessi klassísku jólalög og svo erum við alltaf að brjóta þetta upp með óvæntum atriðum. Þetta snýst ekki síður um að skemmta okkur og ef við gerum það getum við örugglega skemmt öðrum.“ Hjónin eru öll í tónlistageir- anum. Örvar er óperusöngvari og hefur verið í tónlist frá því hann man eftir sér, að eigin sögn. Þóra kona hans er söngkona og söng- kennari, Jóhanna Ósk er söng- kona og víóluleikari og Bjartur er organisti og söngvari. Skapa góða jólastemningu „Jólahjónin“ eru byrjuð að stilla saman strengi sína og undirbúa tónleikana sem Örvar segir að þau séu alltaf jafn spennt fyrir. „Það þarf að setja niður pró- gramm, velja þau lög sem á að syngja og passa upp á að hafa ekki alltaf sömu lögin. Við erum með lista með hvenær hvaða lag var sungið og af hverjum þannig að við reynum að skipta lögunum á milli okkar. Tónleikarnir hefjast seinni partinn og það passar því vel að kíkja fyrst í Jólaþorpið, mæta á tónleikana og svo er fullt af veit- ingastöðum sem fólk getur farið á til að næra sig eftir þá. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það eru margir frá- bærir jólatónleikar sem boðið er upp á úti um allt. En ef þú ætlar að fara með alla stórfjölskylduna þá kostar það skildinginn. Við ætlum að reyna að skapa góða jólastemningu og hafa gaman en við gætum ekki boðið upp á þessa fríu tónleika nema með hjálp frá Hafnarfjarðarkirkju. Við kjósum að kalla tónleikana Hátíð í bæ, sem þýðir að lagið hátíð í bæ er alltaf sungið,“ segir Örvar. Ókeypis aðgangur er að tón- leikunum sem hefjast klukkan 17 í Hafnarfjarðarkirkju eftir viku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. n Tími til að gefa og gleðja Jólahjónin í góðum gír en þau halda sína árlegu tónleika í Hafnarfjarðarkirkju um næstu helgi. MYND/AÐSEND sjofn@frettabladid.is Einn ómissandi þáttur í undir- búningi jólanna hjá mörgum er jólabaksturinn. Tertur og smá- kökur eru bakaðar og á hver fjölskylda sína uppáhaldstegund og sína hefð tengda bakstrinum. Margir baka ávallt lagtertur, bæði hvítar og brúnar og hver gerir þær með sínu nefi. Ýmis heiti þekkjast á þessum tertum, eins og vínarterta og randalín og það má segja að sam- setningin hafi kannski eitthvað um það að segja. Uppskriftir af þeim eru bæði til þar sem þær eru hnoðaðar eða hrærðar og flestir segja að áferðin sé ólík eftir því hvor aðferðin er notuð. Hér er ein gömul og góð upp- skrift af randalín, eins og hún er kölluð, sem er hrærð og án sultu. Brúnkaka með hvítu kremi er ótrúlega barnvæn. Það eru nefnilega ekki allir sem vilja hafa sultuna á milli. Þessi er mjög góð og gleður bragðlaukana þar sem kryddbragðið kemur á móti kreminu. Vel er hægt að gefa þessa köku á aðventunni, færa sínum nánustu fyrir jólin og koma þeim á bragðið. Þá er þeim pakkað inn í bökunarpappír og skreyttar á umhverfisvænan og stílhreinan hátt. Það er svo dásamlegt að gefa heimabakaða gjöf sem gerð er af ást og natni. Randalín að hætti ömmu Botnar 300 g smjörlíki, hrært 400 g sykur 3 egg 600 g hveiti 4 tsk. lyftiduft 2 tsk. brúnköku­ krydd 2 tsk. negull, malaður 2 bollar mjólk Hitið ofninn í 175°C á blæstri. Byrjið á því að hræra saman smjörlíki og sykur í hrærivél. Bætið síðan við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli. Sigtið hveitið og blandið saman við ásamt öllum hinum þurrefnunum, lyftidufti, brúnkökukryddi og möluðum negul. Hrærið varlega. Í lokin er mjólkinni bætt í og hrærð saman við. Skiptið deiginu í 3 hluta sem passa á ofnplötu, þið þurfið 3 ofn- plötur. Smyrjið deigið á bökunar- pappírinn og sléttið vel úr. Bakið í 10 til 13 mínútur, munið að ofnar geta verið misjafnir svo gott er að fylgjast með. Kælið hlutana áður en þið setjið kremið á. Smjörkrem 200 g smjörlíki 2 egg 750 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar Byrjið á því að hræra smjörlíkið og flórsykurinn vel saman. Bætið síðan við einu og einu eggi og hrærið vel á milli. Loks er vanillu- dropunum bætt við. Hrærið þar til kremið verður slétt og fislétt. Þegar hlutarnir eru orðnir kaldir smyrjið þá smjörkreminu ofan á sléttu hliðina og raðið saman. Að lokum er randalínin, lagkakan, skorin í kubba í þeirri stærð sem þið veljið, þið náið sex kubbum úr þessari uppskrift. Best er að pakka hverjum kubbi inn í bökunarpappír og setja síðan í plastpoka og geyma í kæli fyrir notkun. n Randalín eins og amma gerði hana Randalín er mjög vinsæl á aðventunni og margir halda í hefðina og baka þessa með sínu nefi. 6 kynningarblað A L LT 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.