Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 24
Cristiano Ronaldo stendur
til að boða að verða launa-
hæsti íþróttamaður í heimi,
þó að skrefið sé niður á við
þegar kemur að fótbolta þá er
fjárhagslega skrefið vafalítið
heillandi. Sádi-Arabía á sér
þann draum að fá Cristiano
Ronaldo til að spila í deildinni.
FÓTBOLTI Hinn 37 ára gamli Cristi-
ano Ronaldo veltir framtíð sinni
fyrir sér á meðan hann reynir að
leiða lið Portúgals til sigurs á Heims-
meistaramótinu í Katar. Ronaldo
ákvað að slíta samstarfi sínu við
Manchester United, félagið krafðist
þess að samningi hans yrði rift eftir
viðtal við Piers Morgan. Ronaldo
var klár í það enda hafði það verið
markmið hans undanfarna mánuði
að losna frá félaginu á Englandi.
Auðæfi Ronaldo í dag eru metin
á 71 milljarð króna, en með því að
fara til Sádi-Arabíu gæti sú talað
hækkað hratt og örugglega. Í Sádi-
Arabíu stendur Ronaldo til boða
að þéna 29,7 miljarða á ári. Enginn
tekjuskattur er á laun þar í landi
og því fengi Ronaldo það allt í sinn
vasa.
Ronaldo verður 38 ára á næsta ári
en hann hefur sagt að hann ætli að
hætta fertugur. Al Nassr hefur þess
vegna boðið Ronaldo tveggja og
hálfs árs samning. Samningurinn
myndi færa Ronaldo 75 milljarða í
vasann og þar með yrði hann launa-
hæsti íþróttamaður í heimi.
Marca á Spáni segir að Ronaldo
sé búinn að segja já við tilboði Al
Nassr, en fólk í kringum Ronaldo
segir að svo sé ekki. Hann muni
einbeita sér að því að gera vel með
Portúgal á HM áður en hann tekur
endanlega ákvörðun.
Líkurnar á að Ronaldo taki til-
boðinu eru hins vegar miklar og
á það að hjálpa honum í þeirri
ákvörðun að Lionel Messi skoðar
svipaða hluti. Þessir tveir dáðustu
synir fótboltans gætu verið að
kveðja stærsta sviðið, Messi er með
tilboð frá Inter Miami í Bandaríkj-
unum og Ronaldo frá Sádi-Arabíu.
Endalok þeirra sem hetja fótboltans
í Evrópu eru því að nálgast. n
Þénar laun
Katrínar á
tíu mínútum
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
753
úlpur
Hvað gæti Ronaldo gert fyrir aurinn:
Launin sem Ronaldo
standa til boða
Á ári: 29,7 milljarðar
Á mánuði: 2,73 milljarðar
Á viku: 564 milljónir
Á dag: 113 milljónir
Á klukkutíma: 14,2 milljónir
Á mínútu: 238 þúsund
Á sekúndu: 3.863 krónur
Góða úlpu
Hitinn í Sádi-Arabíu er mikill en
góð úlpa er eitthvað sem allir
þurfa að eiga, eftir hvern dag gæti
Ronaldo keypt sér Tinds-úlpuna
hjá 66°Norður. Stykkið kostar
150.000 svo Ronaldo gæti keypt
sér 753 stykki á hverjum degi ef
hann tekur tilboðinu í Sádi-Arabíu.
Laun Katrínar
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir,
er með rúmar 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt
vef Alþingis. Það tæki Ronaldo rétt rúmar 10
mínútur að þéna þá upphæð í Sádi-Arabíu.
10 mínútur
að þéna laun
forsætisráðherra
4
Toyota Yaris bíla113
þúsund
Dr. Football
tilboð
Tilboð á pulsu
Ronaldo gæti keypt sér 113 þúsund Dr. Football til-
boð á Bæjarins bestu á hverjum degi, þar færðu tvær
pulsur og drykk á þúsund krónur.
Toyota Yaris
Ronaldo gæti keypt sér fjóra Toy-
ota Yaris bíla á hverjum klukku-
tíma en stykkið kostar frá 3,5 millj-
ónum hjá umboðinu hér á landi.
Nýr Landspítali
Ronaldo getur fengið 75 milljarða yfir heildina í Sádi-
Arabíu og þyrfti því bara að fá 4 milljarða lánaða til að
byggja nýja Landspítalann við Hringbraut en gert er
ráð fyrir að hann kosti 79 milljarða.
4 milljarða
lánaða
86 iPhone
símar
Orkudrykkur
Ronaldo gæti á hverri einustu
mínútu keypt 853 Red Bull-orku-
drykki en stykkið kostar sem
dæmi 279 krónur í næstu verslun
Krónunnar.
853
Red Bull
iPhone-sími
Ronaldo á alltaf að
geta hringt en eftir
klukkutíma vinnu gæti hann
keypt sér 86 iPhone-síma í
verslun Nova.
24 Íþróttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR