Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 24

Fréttablaðið - 03.12.2022, Page 24
Cristiano Ronaldo stendur til að boða að verða launa- hæsti íþróttamaður í heimi, þó að skrefið sé niður á við þegar kemur að fótbolta þá er fjárhagslega skrefið vafalítið heillandi. Sádi-Arabía á sér þann draum að fá Cristiano Ronaldo til að spila í deildinni. FÓTBOLTI Hinn 37 ára gamli Cristi- ano Ronaldo veltir framtíð sinni fyrir sér á meðan hann reynir að leiða lið Portúgals til sigurs á Heims- meistaramótinu í Katar. Ronaldo ákvað að slíta samstarfi sínu við Manchester United, félagið krafðist þess að samningi hans yrði rift eftir viðtal við Piers Morgan. Ronaldo var klár í það enda hafði það verið markmið hans undanfarna mánuði að losna frá félaginu á Englandi. Auðæfi Ronaldo í dag eru metin á 71 milljarð króna, en með því að fara til Sádi-Arabíu gæti sú talað hækkað hratt og örugglega. Í Sádi- Arabíu stendur Ronaldo til boða að þéna 29,7 miljarða á ári. Enginn tekjuskattur er á laun þar í landi og því fengi Ronaldo það allt í sinn vasa. Ronaldo verður 38 ára á næsta ári en hann hefur sagt að hann ætli að hætta fertugur. Al Nassr hefur þess vegna boðið Ronaldo tveggja og hálfs árs samning. Samningurinn myndi færa Ronaldo 75 milljarða í vasann og þar með yrði hann launa- hæsti íþróttamaður í heimi. Marca á Spáni segir að Ronaldo sé búinn að segja já við tilboði Al Nassr, en fólk í kringum Ronaldo segir að svo sé ekki. Hann muni einbeita sér að því að gera vel með Portúgal á HM áður en hann tekur endanlega ákvörðun. Líkurnar á að Ronaldo taki til- boðinu eru hins vegar miklar og á það að hjálpa honum í þeirri ákvörðun að Lionel Messi skoðar svipaða hluti. Þessir tveir dáðustu synir fótboltans gætu verið að kveðja stærsta sviðið, Messi er með tilboð frá Inter Miami í Bandaríkj- unum og Ronaldo frá Sádi-Arabíu. Endalok þeirra sem hetja fótboltans í Evrópu eru því að nálgast. n Þénar laun Katrínar á tíu mínútum Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is 753 úlpur Hvað gæti Ronaldo gert fyrir aurinn: Launin sem Ronaldo standa til boða Á ári: 29,7 milljarðar Á mánuði: 2,73 milljarðar Á viku: 564 milljónir Á dag: 113 milljónir Á klukkutíma: 14,2 milljónir Á mínútu: 238 þúsund Á sekúndu: 3.863 krónur Góða úlpu Hitinn í Sádi-Arabíu er mikill en góð úlpa er eitthvað sem allir þurfa að eiga, eftir hvern dag gæti Ronaldo keypt sér Tinds-úlpuna hjá 66°Norður. Stykkið kostar 150.000 svo Ronaldo gæti keypt sér 753 stykki á hverjum degi ef hann tekur tilboðinu í Sádi-Arabíu. Laun Katrínar Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, er með rúmar 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt vef Alþingis. Það tæki Ronaldo rétt rúmar 10 mínútur að þéna þá upphæð í Sádi-Arabíu. 10 mínútur að þéna laun forsætisráðherra 4 Toyota Yaris bíla113 þúsund Dr. Football tilboð Tilboð á pulsu Ronaldo gæti keypt sér 113 þúsund Dr. Football til- boð á Bæjarins bestu á hverjum degi, þar færðu tvær pulsur og drykk á þúsund krónur. Toyota Yaris Ronaldo gæti keypt sér fjóra Toy- ota Yaris bíla á hverjum klukku- tíma en stykkið kostar frá 3,5 millj- ónum hjá umboðinu hér á landi. Nýr Landspítali Ronaldo getur fengið 75 milljarða yfir heildina í Sádi- Arabíu og þyrfti því bara að fá 4 milljarða lánaða til að byggja nýja Landspítalann við Hringbraut en gert er ráð fyrir að hann kosti 79 milljarða. 4 milljarða lánaða 86 iPhone símar Orkudrykkur Ronaldo gæti á hverri einustu mínútu keypt 853 Red Bull-orku- drykki en stykkið kostar sem dæmi 279 krónur í næstu verslun Krónunnar. 853 Red Bull iPhone-sími Ronaldo á alltaf að geta hringt en eftir klukkutíma vinnu gæti hann keypt sér 86 iPhone-síma í verslun Nova. 24 Íþróttir 3. desember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. desember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.