Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 84
tsh@frettabladid.is Jólabókaflóðið stendur nú sem hæst og Fréttablaðið leitaði því til þriggja lestrar- hesta og spurði hvað þeir væru búnir að vera að lesa. Þau Eva Halldóra, sviðshöfundur, Erna Sif, vísindamaður, og Sveppi, leikari, eru mjög ólíkar týpur en eiga þó öll það sameiginlegt að vera miklir bókaunnendur. Fréttablaðið fór á stúfana og spurði Evu, Ernu og Sveppa hvað þau eru búin að vera að lesa í aðdraganda jólanna. n Les til að verða betri manneskja Erna Sif Arnardóttir, vísindamaður Erna Sif starfar sem dósent í verk- fræði og tölvunarfræði við Háskól- ann í Reykjavík og les á hverjum degi. „Ég er svona frekar mikil alæta, ég les nú meira af skáldsögum en eitthvað líka af non-fiction bókum,“ segir hún. Erna er vísindamaður og leiðir rannsóknar- og þróunarverkefnið Svefnbyltinguna sem hlaut tveggja og hálfs milljarðs króna styrk frá Evrópusambandinu á síðasta ári, einn hæsta styrk sem veittur hefur verið til vísindarannsókna á Íslandi. Hún les því einkar mikið í tengslum við vinnuna. „Það er náttúrlega mikið af fræðibókum og vísindagreinum og svoleiðis. En eitt af því sem mér finnst best að gera sem hvíld fyrir hugann til að fá hugarró það er að lesa góðar bækur,“ segir Erna Sif. Hvaða bækur ertu að lesa um þessar mundir? „Ég var að klára alveg frábæra bók sem heitir Inngangur að efna- fræði eftir Bonnie Garmus. Hún hljómar ekki spennandi, titillinn er mjög undarlegur, maður heldur að þetta sé kennslubók í efnafræði en það gæti ekki verið fjær lagi. Ég er í svona rauðvínsbókaklúbbi og þetta er nýjasta bókin sem varð fyrir valinu þar.“ Erna Sif segir sig alltaf hafa langað að vera í bókaklúbbi og tók sig því til og stofnaði einn slíkan. „Mig langaði alltaf að vera í bókaklúbbi en það hefur aldrei neinn boðið mér þannig að ég ákvað bara að stofna minn eigin. Ég ákvað að bjóða mömmum stráka sem voru með stráknum mínum í bekk og við enduðum á því að bjóða bara öllum stráka- mömmunum sem vildu vera með. Við hittumst einu sinni í mánuði og ræðum um einhverja bók sem verður fyrir valinu og svo bara um lífið og tilveruna.“ Hvaða bókum myndirðu mæla með í aðdraganda jólanna? „Það er bókasería sem heitir Sjö systur, The Seven Sisters, eftir Luc- indu Riley sem eru alveg frábærar og gerast úti um allan heim þann- ig að maður fær að ferðast svolítið með þessum bókum. Rosa áhuga- verð saga um fólk og svo fléttast ferðalög inn í. Þannig að ef fólk vantar eitthvað til að hella sér út í um jólin þá mæli ég klárlega með þeim.“Sverrir Þór Sverrisson, leikari Sverrir Þór, eða Sveppi eins og hann er yfirleitt kallaður, er landsmönnum vel kunnur sem leikari og grínisti. Færri vita þó að hann er upprennandi lestrar- hestur, enda meðlimur í tveimur bókaklúbbum. Lestu mikið? „Svona í seinni tíð er ég farinn að gera það. Ég er að vinna upp af því ég las ekki neitt frá 0 til 40 ára og fannst ekkert sérstaklega gaman að lesa.“ Spurður um hvað hafi orðið til þess að hann uppgötvaði bækur á miðjum aldri nefnir Sveppi bóka- klúbbana en með honum í öðrum þeirra eru ýmsir þekktir aðilar á borð við Gísla Örn Garðarsson og eiginkonu hans Nínu Dögg Filipp- usdóttur. „Eins og frægt er orðið þá fór ég í bókaklúbb og svo má eigin- lega líka nefna Storytel. Ég fór að mjatla inn hljóðbókum, sem mér finnst geggjað,“ segir Sveppi. Hann segist gjarnan hlusta á hljóðbækur samhliða öðrum daglegum athöfnum eins og elda- mennsku, þvotti og þegar hann er í bílnum. Hvernig bækur lestu helst? „Ég er eiginlega bara að reyna að ná í bækur sem ég held að allir séu búnir að lesa. Ég er búinn að lesa Hallgrím Helgason, ég var að lesa Yrsu Sigurðardóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Ég er bara búinn að hlusta á og lesa bækur eftir íslenska höfunda, af því ef ég hitti höfundinn þá finnst mér svo töff að geta sagst hafa lesið bók- ina hans. Mér finnst ég verða svo mikill spjátrungur,“ segir Sveppi og hlær. Fólk býst kannski ekki við því að þú sért mikill lestrarhestur? „Nei, það er alveg rétt og ég er það ekki, ég er svolítið bara að feika þetta. Ég er bara að reyna að verða betri manneskja með því að lesa bækur. Í grunninn finnst mér leiðinlegt að lesa, ef við erum alveg strangheiðarlegir, en það er svo gaman að klára bók og lesa nýjar sögur.“ Sveppi bætir því við að hann sé enn á þeim stað að hann kíki alltaf á hvað hver bók er margar blaðsíður áður en hann byrjar á henni. „Ef hún er mjög þykk þá fæ ég smá kvíða.“ Hvaða bókum myndirðu mæla með? „Ég las bók sem heitir Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem mér fannst geggjuð. Svo las ég bókina Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, hún er geggjuð og mjög áhugaverð.“ Eva Halldóra Guðmundsdóttir, sviðshöfundur Eva Halldóra starfar hjá viðburða- teymi Reykjavíkurborgar og les mikið en hún er einkar virk á bókasíðunni Goodreads. „Ég var að klára Sápufuglinn eftir Maríu Elísabetu Bragadótt- ur. Hún er mjög skemmtileg og áhugaverð. Mér fannst hún koma ótrúlega vel til skila þankagangi og hugarfari persónunnar. Ég sá söguna svo ljóslifandi fyrir mér eins og út frá mínu eigin sjónar- horni sem mér fannst skemmti- legt. Svo var ég að byrja á bók sem heitir Before the Coffee Gets Cold eftir Toshikazu Kawaguchi sem byrjar mjög skemmtilega,“ segir Eva Halldóra. Um er að ræða hálfgerða vís- indaskáldsögu um tímaflakk eftir japanskan rithöfund. „Þetta er um fólk sem getur flakkað um í tíma á kaffihúsi við tiltekið borð á kaffihúsinu. Ég er ekki komin langt inn í söguna en þetta byrjar mjög spennandi og er skemmtilega skrifað. Ég hef ekki lesið mikið af bókum í þessum stíl. Ég er líka búin að vera að taka mig á í ár að lesa meira af höfundum sem eru ekki bara evrópskir eða bandarískir, til dæmis höfunda frá Afríku eða Asíu, til að víkka sjón- deildarhringinn.“ Eva Halldóra bætir því þó við að hún sé einnig búin að vera í mik- illi nostalgíu að endurlesa bækur Guðrúnar frá Lundi en hún vinnur um þessar mundir að útvarps- þáttaröð um þennan ástsæla rit- höfund í samstarfi við vinkonu sína Viktoríu Blöndal. Lestu mikið að staðaldri? „Ég tek þetta í törnum. Ég er alltaf með svona sjö bækur í einu. Ég er kannski með tvær í gangi á Storytel og svo er ég með svona minnst þrjár á náttborðinu,“ segir Eva og hlær. Hvað ertu spennt að lesa næst? „Það er margt. Ljóðabókin Var- urð eftir Draumeyju Aradóttur, Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur og svo Saknaðarilmur eftir Elísa- betu Jökulsdóttur, ég er mjög spennt að lesa hana. Ég er ein- hvern veginn í fyrsta skipti núna að uppgötva Elísabetu, hún er algjörlega höfundur fyrir mig.“ Eva er í bókaklúbbi með vin- konum sínum og næsta bók sem þær ætla að taka fyrir er leikritið Ókyrrð eftir Brynju Hjálmsdóttur. „Ég verð líka að nefna að ég var að lesa bókina hennar Viktoríu Blöndal, Aldrei of seint að gefast upp, og hún er snilld. Þetta hljóm- ar eins og ég sé að auglýsa vinkonu mína en ég er ekki að því, mér finnst hún bara dásamleg,“ segir Eva og bætir því við að hún hafi lesið bókina upphátt fyrir mann- inn sinn Vigfús. Mig langaði alltaf að vera í bókaklúbbi en það hefur aldrei neinn boðið mér þannig að ég ákvað bara að stofna minn eigin. Ég er alltaf með svona sjö bækur í einu. Ég er kannski með tvær í gangi á Storytel og svo er ég með svona minnst þrjár á nátt- borðinu. Ég er bara að reyna að verða betri manneskja með því að lesa bækur. 52 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttabLaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.