Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 03.12.2022, Blaðsíða 88
Netið vakir yfir hverri grein sem skrifuð er og liggur ekki á skoð- unum sínum ef farið er út af hinni pólitísku rétthugsunarlínu. Óttar Guð- mundsson hef- ur tekið saman úrval vinsælla og stundum umdeildra bakþanka sinna í bókinni Það blæðir úr þjóðarsálinni. Enn að mestu laus við tjöru og fiður. Fréttablaðið/ Ernir Óttar Guðmundsson geð- læknir hefur safnað úrvali bakþanka sinna í Frétta- blaðinu saman á bókina Það blæðir úr þjóðarsálinni. Hann hefur uppskorið bæði lof og last fyrir pistlana þótt hann reyni að fikra sig varlega um jarðsprengjusvæðið þar sem „mönnum er velt upp úr tjöru og borinn eldur að þeim í beinni útsendingu“. Ég er búinn að skrifa bak- þanka fyrir Fréttablaðið frá árinu 2016 og lagt í þá mikla vinnu. Þessir pistlar hafa oft vakið talsverða athygli og ég hef fengið yfir mig bæði holskeflu af gagnrýni og hrósi. Forsetaframbjóðendur segjast bjóða sig fram vegna fjölda áskor- ana en sannast sagna er fyrst og fremst minn eiginn hégómi sem ræður för. Mig langaði til að eiga þetta í bók,“ segir geðlæknirinn Óttar Guðmundsson um nýút- komið pistlasafn sitt, Það blæðir úr morgunsárinu. „Titillinn er fenginn að láni frá einu þekktasta atómskáldi liðinnar aldar, Jónasi Svavár, en hann gaf einu sinni út bók sem hét Það blæðir úr morgunsárinu. Hann var mikill meistari orðsins og einn af mínum uppáhaldshöfundum,“ segir geð- læknirinn sem hefur á síðustu árum verið með svo mikla bakþanka að þeir fylla heila bók. Dansað á jarðsprengjum Óttar segir aðspurður að alla jafna sé lítið mál að skrifa reglulega pistla eftir pöntun. „Aðalmálið er að finna eitthvað skemmtilegt til að skrifa um, hvort sem það er um atburði dagsins eða einhver læknisfræðileg efni.“ Hann segir að í byrjun hafi honum reynst erfiðast að laga sig að knöppu formi bakþankanna þar sem höfundum er sniðinn 250 orða stakkur. „Maður lærir að skrifa upp á nýtt. Það þarf að koma fyrir inngangi, meginmáli og ályktun í smárými. Smám saman fer manni að finnast þetta stórskemmtilegt. Fyrir tveim- ur árum gaf ég út bók um Sturlungu þar sem enginn kafli var lengri en 300 orð,“ segir Óttar og víkur síðan að þeim háska sem hann telur steðja að þeim sem skrifa pistla á vorum taugaveikluðu tímum. „Það er ekki auðvelt að vera pistla- höfundur í dag. Aðallega vegna allra jarðsprengjusvæðanna í sam- félaginu. Umræðan einkennist af pólitískri rétthugsun sem ákveð- inn hópur áhrifavalda stjórnar. Þetta gildir um málefni útlendinga, femínisma, útskúfun ákveðinna manna úr mannlegu samfélagi og bókmenntir.“ Móðgaða fólkið Óttar segir venjulega pistlahöfunda sjaldnast hætta sér út í þetta fen af ótta við að sökkva og sjást aldr- ei framar. „Menn tæpa kannski á þessum forboðnu svæðum en fæst- ir þora að taka einhverja afstöðu. Netið vakir yfir hverri grein sem skrifuð er og liggur ekki á skoð- unum sínum ef farið er út af hinni pólitísku rétthugsunarlínu. Mönn- um er velt upp úr tjöru og borinn eldur að þeim í beinni útsendingu,“ segir Óttar. „Grín og hálfkæringur á kostnað einhvers er bannaður. Fólk er orðið ótrúlega móðgunargjarnt. Netið er vettvangur þessa móðgaða fólks og þar verður stigmögnun á öllu áreiti. Eftir því sem kommentunum fjölgar verður reiðin og hneyksl- unin meiri. Það er ekkert spaug að lenda í þeirri hakkavél sem netið er orðið. Það hefur víðtæk áhrif vegna þess að allt sem fer á netið stendur þar Geðlæknir með bakþanka á jarðsprengjusvæði Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is óhreyft um aldir. Þegar menn eru svo gúgglaðir kemur allur óhróð- urinn fram, hvort heldur hann er sannur eða loginn.“ Ritskoðaður í innsta hring Óttar segist sjálfur aðeins hafa fengið að smakka á þessu. „Já, aðal- lega vegna ógætilegra ummæla sem ég hef látið falla í viðtölum. Ég hef venjulega verið varkárari í pistlun- um sem ég les margsinnis yfir áður en ég læt þá frá mér fara. Auk þess les Andri sonur minn og Jóhanna kona mín allt yfir og þau eru harðir ritskoðarar og banna mér harðlega að birta suma pistla. Þau hafa mun betra nef en ég fyrir því sem fellur ekki að pólitískri rétt- hugsun. Aumingi vikunnar „Ég hneykslaði mest fyrir nokkrum árum þegar ég ræddi um fórnar- lambsvæðinguna sem hefur átt sér stað. Allir eru að breytast í fórnar- lömb aðstæðnanna. Þegar ég hélt þessu fram í útvarpsviðtali var ég sakaður um að bera ekki nægilega virðingu fyrir áföllum. Ég hef lengi notað gamalt hugtak frá Steinunni systur minni, „aum- ingi vikunnar“, til að lýsa fjölmörg- um viðtölum sem fjölmiðlar hafa við fólk sem lítur á sig sem leiksoppa örlaganna og mikil fórnarlömb. Það hefur ekki alltaf fallið í góðan jarð- veg.“ Óttar hefur í bakþönkum sínum alloft sótt innblástur í fornan frænd- garð sinn og segja má að vísanir hans í Sturlunga séu jafnvel orðnar ákveðið höfundareinkenni. „Ég er mikill aðdáandi Íslendinga- sagna og Sturlungu og vitna óspart í þessar bækur. Ég er áhugamaður um sögu og dreg fram nokkrar hetjur úr myrkviðum sögunnar og gef þeim rödd. Þannig er ég búinn að skrifa nokkra pistla þar sem Hallgrímur Pétursson kemur við sögu. Mér finnst gaman að fjalla frjálslega um nokkrar persónur frá söguöld sem ég kalla náfrændur mína. Faðir minn heitinn talaði alltaf um Egil Skallagrímsson sem afa sinn enda var hann ættaður úr Borgarfirði. Ég tók þennan sið upp eftir honum. Þetta vekur venjulega kátínu en ein- staka hefur þó móðgast fyrir hönd Egils.“ Af hugarástandi Óttar heldur greiningu sinni á sjálf- um sér áfram og segir bestu pistlana venjulega vera þá sem fólk tengi við tilfinningalega. „Ég hef skrifað marga pistla um hugarástand elli- lífeyrisþega og þeir hafa venjulega fengið flest læk. Fólk tengir við tilvistarvanda eldri borgara sem lifa í breyttum heimi þar sem ný lögmál eru ríkjandi. Sá pistill sem mesta athygli vakti hét: Ertu enn? Hann fjallaði um þessar spurningar sem jafn- aldrar mínir fá stöðugt: Ertu enn að vinna, ertu enn í húsinu þínu? Er ekki kominn tími til að setjast í helgan stein og hætta öllum afskipt- um af lífinu?“ Geðlæknirinn víkur í fram- haldinu að umhverfinu sem hann, skjólstæðingar hans og lesendur lifa og hrærast í. „Andinn í sam- félaginu hefur breyst eftir kóvíð. Það er minni bjartsýni og fólk er þung- lyndara. Það er mikil ásókn í tíma hjá geðlæknum í þessu ástandi.“ Amfetamínþjóðin Óttar segir heimsfaraldurinn hafa gefið fólki nægan tíma til að hugsa um eigin vandamál og margir hafi lagst í naflaskoðun í fásinninu. „Það er mun algengara nú en áður að fólk sé að leita að barninu í sjálfu sér og sæki í alls konar töfralausnir. Fólk segist umvörpum hafa prófað hug- víkkandi efni í þessari leit að sjálfu sér eða einhverjum tilgangi í tilver- unni. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum.“ Þar að auki segir hann geðlækna þurfa að sinna ótrúlegum fjölda ADHD-greininga. „Þetta er eigin- lega eins og faraldur. Fyrir nokkrum árum var ADHD hjá fullorðnum varla til. Núna er stöðugur straumur af fullorðnu fólki með ADHD-grein- ingu og fer sífellt fjölgandi,“ segir geðlæknirinn með bakþankana. „Ég held að það séu mörg þúsund manns sem bíða eftir greiningu. Það sem vekur athygli er að hluti þessa fólks er með háskólagráður og dokt- orspróf svo að varla hefur athyglis- bresturinn staðið þeim mikið fyrir þrifum í námi. En þau eru með greiningu og segja að lífið breytist til batnaðar á lyfjum. Kannski endar þetta með því að allt samfélagið verður sett á amfetamín eða skyld efni til að örva hugsunina og koma í veg fyrir athyglisbrest.“ Öllum á að líða vel Óttar bendir á að kulnun sé stöðugt að verða algengari. „Jafnvel ungling- ar eru sagðir í kulnun og geti þess vegna ekki stundað skóla. Þetta eru ný viðhorf til andlegra vandamála og tíminn einn getur leitt í ljós hvort þetta er til blessunar eða ekki,“ segir Óttar. „En við búum í sósíaldemókrat- ísku samfélagi þar sem fólk er orðið vant því að ríkið eða kerfið eigi að sjá um að öllum líði vel og enginn líði skort. Það er sífellt kallað eftir auknu fjármagni í alls konar mál og talað um úrræðaleysi ef einhver er ósáttur með þá þjónustu sem hann fær. Fólk er komið með þá tilfinningu að enginn eigi að finna til eða líða illa. Þetta leiðir til sjúkdómsvæð- ingar þar sem tilfinningar eins og sorg verða að sjúkdómi,“ segir Óttar og stekkur fyrirvaralaust yfir á allt annan völl og grípur eitt heitasta þrætueplið í umræðunni þessa dagana. „Ég horfi á fótboltann með góðri samvisku eins og alltaf. Mannrétt- indi eru fótum troðin úti um allan heim svo að það er erfitt að finna heilagar og lúsalausar þjóðir sem verðskulda að standa fyrir stór- viðburðum nema við viljum ein- skorða okkur við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Ég stend alltaf með Þjóðverjum og hef fylgst með liðinu með tárin í augum enda hefur þetta ekki gengið eins vel og oft áður.“ En ertu enn? „Já, ég á það sammerkt með Biden og Trump að ég get ekki hætt að vinna þótt aldurinn sé farinn að minna á sig.“ n 56 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.