Fréttablaðið - 03.12.2022, Síða 82
Sylvía Haukdal bakari er
mikið jólabarn. Hún fer að
hlusta á jólalög í byrjun
nóvember og bakar alltaf
ákveðnar sortir af smá
kökum fyrir jólin. Sylvía
gefur lesendum uppskrift að
dýrindis hátíðarköku.
Ég hef verið að baka síðan
ég var barn,“ segir Sylvía
Haukdal, bakari og annar
eigandi 17 sorta. Hún var
mikið í eldhúsinu með
móður sinni þegar hún var lítil og
fékk alltaf að hjálpa til. „Það var svo
ekki fyrr en ég var um tvítugt að ég
áttaði mig á því að það væri hægt
að vinna við þetta. Ég fór í háskóla
að læra uppeldisfræði en áttaði mig
snemma á því að það hentaði mér
ekki,“ segir Sylvía.
„Maðurinn minn áttaði sig eigin
lega á því á undan mér að áhugi
minn lægi í bakstrinum og hann
benti mér á skóla víðs vegar um
heiminn,“ segir Sylvía, en úr varð
að hún og maðurinn hennar, Atli
Björgvinsson, fluttu til London þar
sem Sylvía lærði bakstur í hinum
virta skóla Le Cordon Bleu.
„Síðan hef ég bara alltaf verið að
baka,“ segir hún.
Bakar þú alltaf einhver jar
ákveðnar sortir fyrir jólin?
„Já ég baka alltaf blúndur, sem eru
uppáhaldskökurnar mínar og púð
ursykurkökurnar hennar mömmu,“
segir Sylvía.
„Svo baka ég alltaf það sem ég veit
Mikið jólabarn sem elskar að baka
Hátíðarterta Sylvíu er bæði bragðgóð og einstaklega fallega skreytt. Frettablaðið/ernir
að manninum mínum þykir gott og
sem stelpunum mínum finnst gott
og gaman að gera,“ bætir Sylvía
við, en hún og Atli eiga tvær dætur,
Marín Helgu 4 ára og Önnu Hrafn
hildi 7 ára. Sylvía leyfir stelpunum
að taka virkan þátt í eldhúsinu og
hjálpa til þegar hún er að baka, rétt
eins og mamma hennar gerði þegar
hún var lítil.
Sylvía er mikið jólabarn og byrjar
að hlusta á jólalög strax fyrsta nóv
ember. „Ég væri til í að vera bara allt
af að jólast og börnin mín eru orðin
svona líka. Við getum ekki beðið
eftir að setja upp jólatréð“ segir hún.
Sylvía deilir hér dásamlegri upp
skrift af hátíðarköku og púður
sykurskökum mömmu sinnar.
Hátíðarkakan
Súkkulaðibotnar
600 g sykur
315 g Kornax hveiti
115 g kakó
2 1/4 tsk. matarsódi
2 1/4 tsk. lyftiduft
1 1/2 tsk. salt
3 egg
165 ml olía
330 ml mjólk
330 ml heitt vatn
3 tsk. vanilludropar
Þurrefnum hrært saman og blaut
efnum síðan bætt saman við. Deigið
er sett í 3 15 cm form og bakað við
175 gráður í 2530 mínútur eða
þar til pinni kemur hreinn upp úr
kökunni.
Hátíðarmousse
500 ml Millac-rjómi
150 ml rjómi
300 g Doré-karamellusúkkulaði
30 ml heitt kaffi
karamellukurl
Rjómi og kaffi hitað upp að suðu
og helt yfir Dorékaramellusúkku
laðið. Millacrjóminn stífþeyttur og
súkkulaðiblöndunni blandað var
lega saman við.
Smjörkrem
700 g smjör, við stofuhita
700 g flórsykur
7 msk. rjómi, má líka vera mjólk
2 tsk. vanilludropar
Smjörið þeytt þar til það verður létt
og ljóst. Flórsykri, rjóma og vanillu
dropum bætt saman við og þeytt
þar til kremið er orðið fallega hvítt
og létt. Athugið að best er að setja
kökuna saman með botnana frysta.
Hátíðarmousse sett á milli botna
og karamellukurli stráð yfir. Þunnt
lag af kremi sett utan um og kakan
sett í kæli í smá stund. Næst er sett
annað lag af kremi og kakan skreytt
að vild.
Púðursykurskökurnar
hennar mömmu
500 g púðursykur
220 g smjör, við stofuhita
2 egg
2 tsk. negull
2 tsk. engifer
1 tsk. kanill
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
500 g hveiti
Við byrjum á því að stilla ofninn
á 200°C (viftu). Næst hrærum við
saman smjöri, púðursykri, negul,
kanil og engifer. Síðan hrærum við
eggjunum saman við. Svo fer hveiti,
lyftiduft og matarsódi saman við.
Næst rúllum við litlar kúlur og setj
um á bökunarpappír/sílikonmottu
og bökum kökurnar við 200°C í 810
mínútur. n
Sylvía Haukdal lærði bakstur í Le Coerdon Bleu í London. Fréttablaðið/ernir
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
Ég baka alltaf blúndur,
sem eru uppáhalds-
kökurnar mínar og
púðursykurskökurnar
hennar mömmu.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
„... framúrskarandi bók sem óhætt er
að mæla með fyrir öll í jólapakkann.“
I N G I B J Ö R G I Ð A A U Ð U N A R D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð
„Koll hnís er á hrifa mikil, vel skrifuð og
mikil væg bók í ís lenska bók mennta flóru,“
B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð
50 Helgin 3. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið