Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 5

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 5
2. árg. . Júlí-sept. 1939 Y A K A Valcliniar JóhaiinsHon: Um þeg'iiskylcluvinim jóðfélagið leggur þegnunum margvíslegar skyldur á herð- ar. Menn greiða skatta til þess að standast kostnað við sameigin- legar þarfir og undirgangast lög og reglur til þess að njóta per- sónulegs öryggis. Þegnar hernað- arlandanna verða að eyða löngum tíma við heræfingar og hlýða al- mennu herútboði hvenær sem er. Hvorugt er endurgoldið beinlínis. Þessi kvöð er þjóðfélagsleg nauð- syn. Án hennar mundi viðkom- and þjóð verða marin undir járn- hæli annara hervelda. Þjóðfélagið leystist upp, öryggi þegnanna væri úr sögu. Frelsi einstaklings- ins og sjálfstæði þjóðarheildar- innar byggist á því, að sérhver þegn inni fúslega af hendi skyldur sínar við þjóðfélagið og skoði 1 réttu ljósi þær kvaðir, sem hann verður að játast undir í sjálfs sín þágu, afkomenda sinna og þjóðfé- lagsins. íslendingar hafa hér sömu sögu að segja og aðrar þjóðir. Þeir greiða háa skatta og skyldur til ríkis, hrepps- og bæjarfélaga. Skattarnir greiðast yfirleitt vel og allflestir gera sér ljóst, hver þjóðfélagsleg nauðsyn liggur að baki skattaálögunum. Skattarnir gera hinni fámennu íslenzku þjóð kleift að lifa menningarlífi í stóru og erfiðu landi. En þó dylst ekki, að skattarnir — jafnvel eins háir og þeir eru nú — eru ekki einhlítir til að skapa þjóðinni örugga framtíð. Atvinnuleysi og gífurlegt fá- tækraframfæri í strjálbýlu landi, sem hefir marga ónotaða mögu- leika að bjóða, sýnir ótvírætt, að landið þarf að nema að miklum mun betur en orðið er. Hinsvegar er þjóðin fátæk af reiðufé og fá- menni hennar tilfinnanlegt, mið- að við stærð landsins. Stórfelld ræktun, virkjun á hverum og fossum, nýlagning og viðhald vega, hafnarbætur, sandgræðsla, skógrækt, skólabyggingar og ýms- ar aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir komast ekki í kring vegna féleysis hins opinbera. Skattar og tollar gera ekki betur en að standa straum af nauðsyn- legum útgjöldum ríkisins frá ári til árs. Bæirnir eru að sligast undir fátækraframfærinu og ríkið er farið að greiða álitlega fjár- fúlgu á ári hverju til ómaga- framfærslu í einstökum bæjum og óarðbærrar atvinnu til þess að draga úr atvinnuleysinu í kaup- stöðunum. Samtímis þessu er auð- ræktanlegt land látið ónotað. Frjómoldin bíður starfandi handa. Fossarnir falla óbeizlaðir í stað 163

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.