Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 5

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 5
2. árg. . Júlí-sept. 1939 Y A K A Valcliniar JóhaiinsHon: Um þeg'iiskylcluvinim jóðfélagið leggur þegnunum margvíslegar skyldur á herð- ar. Menn greiða skatta til þess að standast kostnað við sameigin- legar þarfir og undirgangast lög og reglur til þess að njóta per- sónulegs öryggis. Þegnar hernað- arlandanna verða að eyða löngum tíma við heræfingar og hlýða al- mennu herútboði hvenær sem er. Hvorugt er endurgoldið beinlínis. Þessi kvöð er þjóðfélagsleg nauð- syn. Án hennar mundi viðkom- and þjóð verða marin undir járn- hæli annara hervelda. Þjóðfélagið leystist upp, öryggi þegnanna væri úr sögu. Frelsi einstaklings- ins og sjálfstæði þjóðarheildar- innar byggist á því, að sérhver þegn inni fúslega af hendi skyldur sínar við þjóðfélagið og skoði 1 réttu ljósi þær kvaðir, sem hann verður að játast undir í sjálfs sín þágu, afkomenda sinna og þjóðfé- lagsins. íslendingar hafa hér sömu sögu að segja og aðrar þjóðir. Þeir greiða háa skatta og skyldur til ríkis, hrepps- og bæjarfélaga. Skattarnir greiðast yfirleitt vel og allflestir gera sér ljóst, hver þjóðfélagsleg nauðsyn liggur að baki skattaálögunum. Skattarnir gera hinni fámennu íslenzku þjóð kleift að lifa menningarlífi í stóru og erfiðu landi. En þó dylst ekki, að skattarnir — jafnvel eins háir og þeir eru nú — eru ekki einhlítir til að skapa þjóðinni örugga framtíð. Atvinnuleysi og gífurlegt fá- tækraframfæri í strjálbýlu landi, sem hefir marga ónotaða mögu- leika að bjóða, sýnir ótvírætt, að landið þarf að nema að miklum mun betur en orðið er. Hinsvegar er þjóðin fátæk af reiðufé og fá- menni hennar tilfinnanlegt, mið- að við stærð landsins. Stórfelld ræktun, virkjun á hverum og fossum, nýlagning og viðhald vega, hafnarbætur, sandgræðsla, skógrækt, skólabyggingar og ýms- ar aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir komast ekki í kring vegna féleysis hins opinbera. Skattar og tollar gera ekki betur en að standa straum af nauðsyn- legum útgjöldum ríkisins frá ári til árs. Bæirnir eru að sligast undir fátækraframfærinu og ríkið er farið að greiða álitlega fjár- fúlgu á ári hverju til ómaga- framfærslu í einstökum bæjum og óarðbærrar atvinnu til þess að draga úr atvinnuleysinu í kaup- stöðunum. Samtímis þessu er auð- ræktanlegt land látið ónotað. Frjómoldin bíður starfandi handa. Fossarnir falla óbeizlaðir í stað 163
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.