Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 6
V A K A 2. árg. . Júli-sept. 1939
þess að færa birtu og yl í bónd-
ans bæ og afnema með því eina
helztu orsökina fyrir flóttanum
úr sveitinni. Hverir og heitar
uppsprettur eru að litlu leyti not-
að, þó er lítils neytt af kartöflum
og öðrum garðjurtum — og nokk-
uð af því er innflutt.
í stuttu máli: Atvinnuleysi og
þröngur hagur þjóðarbúsins staf-
ar fyrst og fremst af því, að land-
ið er ekki numið. Framtíð þjóðar-
innar liggur við, ef ekki verður
hið bráðasta hafizt handa um
stórfellt landnám. Opinbert fé er
ekki fyrir hendi nema að litlu
leyti til þess að hrinda þessum
stórmálum í framkvæmd. Flestar
þjóðir í heiminum verða að taka
á sig þungbæra kvöð — herskyld-
una — auk greiðslu á tollum og
sköttum, til þess að leitast við að
skapa sér öryggi og trygga fram-
tíð, að svo miklu leyti, sem það
er mannlegum mætti í sjálfsvald
sett. íslendingar eru undanþegnir
herskyldu og því margvíslega böli,
sem fylgir í kjölfar hennar. En
það hefir aldrei verið Ijósara en
nú, að einstaklingarnir verða að
taka á sig í þágu heildarinnar
nýja kvöð, sem að sumu leyti má
e. t. v. jafna til herskyldu. Allir
íslendingar, háir og lágir, ríkir
og fátækir, karlar og konur, verða
að takast þá skyldu á hendur að
nema landið. í þeim tilgangi ber
að leiða í lög almenna þegn-
skylduvinnu, sem nái til allra
karla og kvenna á vissu aldurs-
skeiði.
t t t
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að hugmyndin um almenna
þegnskyldu er ekki ný af nálinni
meðal íslendinga. Nú eru liðin
þrjátíu og sex ár síðan henni var
fyrst hreyft á Alþingi og síðar var
hún allmikið rædd í blöðum,
tímaritum og á mannfundum. Það
má því vel vera, að einhverjir á-
líti, að frá þessu ráði hafi verið
horfið eftir rannsókn og rökræð-
ur, sem hafi leitt í ljós, að al-
mennrar þegnskylduvinnu væri
ekki þörf. En því fer fjarri, að
þetta sé rétt ályktun. Þegar þegn-
skyldunni var fyrst hreyft og á ár-
unum þar á eftir, snerust öll
stjórnmálaátök hér á landi um
samband íslands við Danmörku.
Innanlandsmál, sem ekki voru
beinlínis aðkallandi, fengust ekki
rædd eða athuguð. Nálega alla al-
þingismennina skorti þá fram-
sýni, sem tillaga Hermanns heit-
ins Jónassonar var sprottin af.
Aðeins einn þingmaður, að honum
undanteknum, tók til máls um
þingsályktunartillöguna. Það var
Þórhallur Bjarnarson biskup, sem
tók í streng með Hermanni. And-
mælum var ekki hreyft. Utan
þings var þessi hugmynd ekki
rædd á næstu árum, svo að telj-
andi sé. Á stríðsárunum hófust
hinsvégar umræður um málið á
þeim vettvangi, sem áður er frá
greint. Margir lögðu þegnskyld-
unni lið, en fátt varð um svör,
sem mark var á takandi. Aðeins
eitt vikublað var hugmyndinni
andvígt. Af andmælunum lifir að-
eins hin alkunna vísa:
164