Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 8

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 8
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 er af ótta, heldur þá tamningu, sem gerir mönnum ljúft að hlíta ákveðnum fyrirmælum og kennir að virða settar reglur. Engum, sem ekki er fús til að hlíta ann- ara stjórn, ætti að leyfast manna- forræði, engum að skipa fyrir, sem ekki kann að hlýða sjálfur. Menn hafa ekki siðferðilegan rétt til að krefjast af öðrum dyggða, sem þeir hafa ekki tileinkað sér sjálf- ir. En hversu værum við nú á vegi staddir, ef grandskoðað væri, um forsjá fyrirtækja og stofnana, skólastjórn, verkstjórn — og um sjálft uppeldi barnanna, ef þetta sjálfsagða sjónarmið væri virt sem vera ber? Það getur hver svarað eftir sinni reynslu. Spar- semi — skynsamleg meðferð fjár- muna — er ekki í hávegum höfð hér á landi. Með þegnskylduvinn- unni ætti að mega venja þjóðina á betri meðferð ýmiskonar verk- færa en nú tíðkast. Á hverju ári er sóað álitlegri upphæð vegna gengdarlauss hirðuleysis úm hreinsun, smumingu og vörzlu ýmissa stærri og smærri verkfæra, sem eru notuð i sveit og við sjó. Hvað halda menn að skóflur gætu enzt mikið lengur, ef þær væru varðar ryði og ekki látnar vera undir beru lofti árið um kring? Og hvað skyldu sláttuvélarnar verða bóndanum raunverulega mikið dýrari, þegar þær eru látn- ar „liggja úti“ vetrarlangt, kann- ske á deiglendu landi? Ég mun ekki að þessu sinni fara mörgum orðum um það, 166 hversu haga skuli framkvæmd þegnskyldunnar. Að sjálfsögðu er það annað höfuðatriði málsins, kemur næst á eftir sjálfri sjálfri lögleiðingu þegnskylduvinnunnar. Eitt ber að varast öðru framar, þegar til framkvæmda kemur: Það er, að framkvæmdin verði rík- inu ekki óheyrilega dýr. Forðast verður eftir mætti umfangsmikil skrifstofubákn og allan þann kostnað, sem ekki er beinlínis ó- hjákvæmilegur. Það væri verr farið en heima setið, ef fram- kvæmd þegnskyldunnar kostaði nýja, mannmarga ríkisstofnun og marga hátt launaða embættis- menn í stærstu kaupstöðum landsins. Að sjálfsögðu verður ekki hjá því komizt að hafa sér- staka yfirstjórn þessara mála og fá henni viðunanlegan samastað. En það mun reynast þar sem annars staðar, að langt bil er milli þess, sem er nauðsynlegt, og hins, sem menn kunna að sjá einhverja þörf til, ef vandlega er að gáð. Sennilega er bezt að byrja framkvæmdir í smáum stíl. Kveðja ekki mjög marga ung- linga til vinnunnar fyrsta árið, en smáauka við. Okkur skortir í byrjun alla reynslu á þessu sviði. Svo og hæfa menn til for- ustu fyrir vinnuflokkunum. Kostnaður við tjöld og ýmsan annan útbúnað verður viðráðan- legri, ef þannig er að farið. Gunnar bóndi Þórðarson í Grænumýrartungu telur vel geta komið til mála, að bændum yrði gefinn kostur á að njóta vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.