Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 10

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 10
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 urinn brott úr sveitinni. Konur eru nú miklum mun færri í sveit- um en karlar og á það sinn þátt í því að torvelda þar félagslíf meðal yngri og eldri. Nauðsyn alþjóðar ber til, að hér sé eitthvað aðhafzt til úrbóta. Þegnskylduvinna ungra kvenna úr kaupstöðum og stærri sjávar- þorpum við aðstoðarstörf á sveita- heimilum yrði þýðingarmesta ráðstöfun til bráðabirgðalausnar. Að sjálfsögðu verður að grafast fyrir dýpri rætur meinsins og nema þær brott jafnóðum og tök verða á. Það er því engan veginn víst, að þegnskylduvinna kvenna færi fram á þessum vettvangi nema um takmarkað árabil. Reynslan mun sýna, hvað hentar í þeim efnum sem öðrum. En meðan þessi leið verður farin, mun rétt að stúlkurnar séu skuld- bundnar til eins árs dvalar og vinnu á sveitaheimilum. Á því tímabili fengju þær þó nokkra daga leyfi og einhver ákveðin fríðindi, s. s. ígangsföt sér að kostnaðarlausu eða lítilsháttar þóknun fyrir starf sitt, enda get- ur svo farið að piltar verði ekki skuldbundnir til jafn langrar vinnu. Öll heimili, sem æsktu eftir ungum stúlkum til aðstoðar- starfa, yrðu að sjálfsögðu að upp- fylla ákveðnar lágmarkskröfur um aðbúnað stúlknanna, vinnu- tíma og verkefni, sem þeim er ætlað að leysa af hendi. í þessari ársdvöl skal vera innifalið nám- skeið fyrir stúlkurnar, er standi a. m. k. í einn mánuð. Það mundi 168 standa í héraðsskólunum og vera sótt af þeim stúlkum, sem þegn- skylduvinnuna inna af hendi á tilteknu svæði umhverfis hvern skóla. Ungum stúlkum úr sveit, sem ekki hafa leitað til dvalar í kaupstöðunum og eru undan- þegnar þegnskylduvinnu, skal gefa kost á þátttöku með sömu kjörum. Á námskeiðinu yrði kennd leikfimi, sund, nokkuð í matreiðslu og e. t. v. frumatriði garðræktar og skógræktar. Dvöl- in yrði stúlkunum að kostnaðar- lausu. — Námskeiðsdvölin mundi hafa varanlegt gagn fyrir allt síð- ara líf hinna ungu stúlkna. Vistin á sveitaheimilunum veitir þeim ekki aðeins æfingu í margvísleg- um störfum, hæfilega áreynslu og hollt umhverfi, heldur skapar hún beinlínis betri þjóðfélags- borgara úr ungu stúlkunum en ella mundi. Dvölin í sveitinni opn- ar þeim nýjan heim. Þær fá inn- sýn í þá veröld, sem alið hefir og fóstrað þjóð þeirra um aldir. Eft- ir það þekkja þær þjóðlífið. Þær öðlast skilning á þýðingu óbrot- inna starfa og bera skyn á kjör og þarfir allra landsins barna. Enn eru órædd mörg atriði um framkvæmd þegnskylduvinnunn- ar, svo og um málið almennt. Eigi hefir verið drepið á undan- þágur frá þegnskyldu. Þó er víst, að þær verður að veita. Ungling- ur, sem er eina fyrirvinna móður sinnar eða lasburða foreldra og yngri systkina má t. d. ekki kveðja til þegnskylduvinnu. Þannig mætti fleira nefna, sem látið hef-

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.