Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 18

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 18
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 kerfisins og lækka gengið. Á kreppu- tímum, þegar verðið á vörunum fellur, skaðast hinir skuldugu, en þeir, sem kröfur eiga á hendur öðrum, græða. Á slíkum tímum kemur æfinlega fram krafa um gengislækkun eða aðrar ráð- stafanir, sem rétta hlut hinna skuldugu gagnvart kröfuhöfum. Kvað Roosevelt það vera tilgang sinn að lækka verð- lagið svo mikið, að það yrði sem allra líkast því, er það var, þegar til skuld- anna var stofnað. Lét hann því þingið veita sér heimild til að auka seðlaút- gáfuna að miklum mun, og í ársbyrjun 1934 fékk hann heimild til að fella gengi dollarsins um 40—50%. Eftirlit var sett með bönkum og kauphöllum til að koma í veg fyrir óheilbrigða spákaupmennsku, sem mikil brögð höfðu verið að undan- farið og hafði haft margt illt í för með sér. Rikið veitti mörgum stórbönkum lán, og fékk þar með nokkurt vald yfir þeim. Eitt hið merkasta atriði í hinum nýju bankalögum, er sett voru á árinu 1933 til 1935, eru ákvæði um ríkisábyrgð á öllum innstæðum, er ekki nema meiru en 5000 dollurum. Þótt bankalögin séu í mörgum greinum ófullkomin ennþá, er enginn vafi á því, að hér er um geysi- mikla endurbót að ræða, því að ýmsar peningastofnanir í Bandaríkjunum voru illræmdar fyrir ótilhlýðilegan fjárdrátt. En tilgangurinn með hinu opinbera eftirliti með rekstri þeirra er að knýja þær til að taka sanngjarnt tillit til hagsmuna almennings og virða lög og rétt. Einn af helztu bálkunum í viðreisnar- lögum Reosevelts er hin svonefnda National Industrial Recovery Act (júní 1934), sem miðar að því að endurreisa iðnaðinn. Samkvæmt þessum lögum fékk forsetinn víðtæka heimild til að hafa eftirlit með iðnaðinum og gera ráðstafanir til að draga úr offramleiðslu, hækka laun, stytta vinnutíma og hækka verð. Á kreppuárunum hafði sam- keppnin á vinnumarkaðinum valdið því, að launin lækkuðu ósæmilega mikið, en vegna offramleiðslunnar hafði líka verð- ið á ýmsum iðnaðarvörum fallið svo 176 mikið, að fyrirtækin voru rekin með stöðugu tapi. Til þess að bæta úr þessu reyndi Roosevelt að koma á samningum í hinum ýmsu greinum iðnaðarins. Gengu samningar þessir út á það, að setja fast verðlag á hinar ýmsu vöru- tegundir og afnema óheiðarlega sam- keppni í þeim greinum iðnaðarins, þar sem slíkir samningar gengu í gildi. Þar sem forsetinn hafði líka heimild til að setja ákvæði um laun og vinnutíma hafði ríkisvaldið fengið geysimikil áhrif á rekstur iðnaðarins. Lög þessi voru að- eins sett til tveggja ára og skoðuð sem neyðarráðstöfun. Til að sjá um framkvæmd þessara laga var sett upp sérstök stjórnardeild, og var Hugh S. Johnson, einn af mikil- hæfustu stjórnmálamönnum Bandaríkj- anna, aðalframkvæmdastjórinn. Hafði hann mikinn fjölda aðstoðarmanna og ráðunauta úr hópi iðnrekenda og verka- mannaforingja. Forsetinn lagði bann við vinnu barna í iðnaðinum og ákvað 36 stunda vinnuviku fyrir verkamenn í iðnaðinum og 40 stunda vinnuviku fyrir skrifstofumenn og aðra þess háttar starfsmenn (white-collar workers), og sömuleiðis setti hann ákvæði um laun beggja þessara tegunda af verkamönn- um. Gegn ýmsum af þessum ráðstöfun- um reis megn óánægja. Mikil verkfalla- alda geisaði um landið og náði há- marki sínu í verkfalli í vefnaðariðnað- inum um gjörvöll Bandaríkin (sept. 1934). Lét þá Johnson af embætti. í mai 1935 dæmdi hæstiréttur margar af þessum ráðstöfunum Roosevelts ógild- ar, þar eð þær væru í andstöðu við stjórnarskrána. Var þá framkvæmdar- stjórnin lögð niður og ráðstafanirnar úr sögunni. Menn greinir mjög á um það, hvort hinar ofan nefndu aðgerðir Roose- velts í iðnaðarmálunum hafi orðið að gagni. Eins og gefur að skilja höfðu þær marga og harðvítuga andstæðinga, sem auðvitað gerðu allt, sem þeir gátu, til að hindra þær. Barátta Roosevelts fyrir því að koma á virku eftirliti með fyrirtækjum, er rekin eru í þágu almennings, t. d. járn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.