Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 22
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
Vestmaimaclagur á IMiig'völliiin
Sunnudaginn 2. júlí, s.l. var í fyrsta sinn haldinn hátíölegur Vestmannadagur
á Þingvöllum. Vestan hafs halda landar hátíðlegan íslendingadag einu sinni á
ári til þess að minnast móðurlandsins og heimaþjóðarinnar. Vestmannadagurinn
var hins vegar hátíðlegur haldinn til þess að minnast landanna í Vesturheimi og
landnámsins þar. Er fyrirhugað að halda eftirleiðis Vestmannadag á Þingvöllum
árlega. f forstöðunefnd dagsins voru frú Elisabet Jensen-Brandt, Pétur Sigurðsson,
Sigfús Halldórs frá Höfnum, Steingrímur Arason og Valdimar Sigurjónsson. Há-
tíðina sóttu á fjórða þúsund manns, þrátt fyrir óhagstœtt veður. Hún hófst
með guðsþjónustu. Biskup fslands, sr. Sigurgeir Sigurðsson, prédikaði. Rœður
fluttu alþingismennirnir Ólafur Thors, Haraldur Guðmundsson og Jónas Jónsson,
sr. Friðrik Hallgrimsson, Jakob Kristinsson, Guðmundur Finnbogason og Sig-
urður Nordal. Matthías Þórðarson lýsti staðnum af Lögbergi. Stefán Guð-
mundsson og Karlakór Reykjavíkur skemmtu með söng, en Lúðrasveit Reykja-
víkur með hljóðfœraslætti. — Forsœtisráðherrafrúin, Vigdís Steingrimsdóttir, kom
fram í gervi Fjallkonunnar og flutti ávarp. Fórst henni hvort tveggja með miklum
myndarskap. Ungfrúrnar Gerður Jónasdóttir og Kristjana Pétursdóttir komu
fram sem Miss Canada og Miss Amerika. — Sjálfboðasveit Vökumanna hélt uppi
reglu á hátíðinni, ásamt lögregluþjónum úr Reykjavík, og veitti forstöðunefndinni
aðstoð við undirbúning hátíðahaldanna. — Myndin: Sjálfboðasveit Vökumanna.
180