Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 23

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 23
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A Unndór .lónsson: Meimtaskólar í sveit ) Það er ekki víst, að allir taki í streng með s höfundi eftirfarandi greinar. En það er full ) ástœða til að athuga þá tillögu, er þar kem- ) ur fram, gaumgœfilega. Það er á almennings \ vitorði, að þrátt fyrir skólafjölgun og aukið || nám barna og unglinga er í ýmsu áfátt um \ uppeldishœtti okkar og skólakerfi. — Vera \ má, að síðar gefist tœkifœri til að ræða nánar ) það atriði, sem hér er vakið máls á. Atvinnuleysi er höfuð- umræðuefni fólks nú á tímum, og ekki að á- stæðulausu. í kjölfar þess siglir síaukið fátækrafram- færi. Baráttan gegn at- vinuleysinu hefir því eng- an veginn flutt okkur í ör- ugga höfn. Fólkið hópast til bæjanna jafn ört og á vel- gengistíma stórútgerðarinnar, þótt lífsmöguleikar séu þar ekki aðrir en fátækrafram- færi eða óarðbær atvinnubóta- vinna. Samtímis þessu hefir land- ið nálega ótakmarkaða möguleika að bjóða atorkusömu fólki. En í sjálfu sér er þetta ekkert undr- unarefni. Reykjavík t. d. hefir upp á meira að bjóða en allir aðrir staðir á landinu. Þar er fjölmenn- ið mest, en eftir því sækist fóik, og nokkuð að vonum. Þægindi eru þar meiri en annars staðar. Fé- lagslíf og skemmtanir sömuleiðis. Þar er miðstöð andlegs og efna- legs lífs og þangað liggja allar leiðir. Reykjavík er eins og gríð- arstór segull, sem í vaxandi mæli sogar til sín hverskonar verðmæti á kostnað annarra landshluta. En nú er tími til þess kom- inn, að leggja fyrir sig þá spurn- ingu, hvort í Reykjavík sé ekki eitt og annað, sem allra hluta vegna væri betur komið ann- ars staðar, hvort Reykjavík — og ef til vill aðrir kaupstaðir — hafi ekki öðlazt óeðlilegt að- dráttarafl vegna þess ranga hugs- unarháttar, að allir hlutir séu þar bezt komnir. Það má án efa finna margt, sem bendir í þá átt. Ég vil minnast hér á eitt, benda á eina leið til þess að styrkja af- stöðu sveitanna gagnvart kaup- stöðunum, auk þess, sem þar er um að ræða ráðstöfun, sem frá 181

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.