Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 38

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 38
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 Á Liebigs dögum gátu menn aðeins aflað jörðinni köfnunar- efnissambanda með því að nota húsdýraáburð, fuglaáburð (gú- anó) eða saltpétur. Orðið saltpétur er komið af sal petri (steins salt), og er fornt nafn. Til skýringar á orðinu má rifja upp þá sögu, að Friðrik mikli lét bændurnar í Slésíu byggja sér- staka steinveggi til þess að sletta á húsdýraáburðinum. Á veggj- unum myndaðist svo fyrir tilstilli vissra baktería saltpétur, sem bændurnir áttu að skafa af og safna. Saltpéturinn var notaður til púðurgerðar. Þetta var þó ekki uppgötvun Friðriks, en púður og fallbyssur hafa löngum verið hin ákjósanlegustu taltól þjóðhöfð- ingjanna og eftirsóknarverðara en hinar hversdagslegu landbúnað- arafurðir svo sem korn og smjör. Mönnum var á Liebigs dögum kunnugt um, að til voru miklar saltpétursnámur, heil saltpéturs- eyðimörk á Kyrrahafsströnd Suð- ur-Ameríku. Þetta var óbyggt eld- brunnið svæði um 600 km. frá norðri til suðurs, báðum megin við syðri hvarfbauginn. Snævi- krýnd eldfjöll gnæfðu þar yfir saltglitrandi eyðimörk, sem menn forðuðust eins og heitan eldinn. Mestur hluti þessa lands til- heyrði Bolivíu en syðst átti Chile sneið. Á þessum dögum var Chile enn ekki orðin eins óhemju löng og hún er nú og Bolivía átti enn land til sjávar. Þegar saltpéturinn allt í einu varð verðmæt vara, urðu Chile- 196 búar fyrri til að skilja aðstöðu sína. Þeir sendu verkfræðinga upp í eyðimörkina. Saltpéturinn var sprengdur úr klettagjótun- um. Verksmiðjur voru reistar. Saltpéturinn var seyddur og leiddur í gríðarstórar járnþrær. Þar var hann látinn setjast og kristallast. — Chilebúar urðu fyrri til og þeir græddu stórfé. Alls staðar glitraði á hvítar saltpéturs- þrær í glöðu sólskini. Á þessum slóðum rignir nær aldrei. Chile- búar gerðu samning við stjórn Bolivíu um saltpétursvinnslu þar í landi. Og er Bolivíumenn sáu, hve mikið fé nágrannar þeirra græddu, iðruðust þeir samning- anna og settu útflutningstolla á áburðarefnin. Chile mótmælti. En þegar það ekki dugði, voru vopnin látin tala. í febrúarmánuði 1879 tók Chile Antofogasta, aðalhafn- arborg Bolivíu. Perú blandaðist í leikinn með Bolivíu en Chile sigr- aði mótstöðumenn sína hvað eft- ir annað í sjóorustum. Eftir fjögra ára styrjöld neyddi Chile Bolivíu til þess að láta af hendi alla ströndina og allan saltpéturinn. Striðið hafði kostað mikið og það urðu nú kaupendur saltpétursins að borga. Varan steig í verði og gullið streymdi enn til Chile. En rólyndir reikningsmenn í Evrópu fóru nú að geta reiknað á fingr- um sér, hvenær Chilesaltpéturinn þryti. Árið 1798 hafði Malthus birt sultarspár sínar. Nákvæmlega hundrað árum seinna, 1898, spáði samlandi Malthusar, Sir William

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.