Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 40
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
loftinu — áburður — það verð-
mæti, sem mesta og bezta vexti
gefur.-----
Þúsundir vísindamanna og
hundruð þúsunda annara vinna
enn að því með huga og hönd
að hjálpa jörðinni til þess að
hjálpa okkur og gefa jörðinni
sanngjörn gjafagjöld. — Þeir
halda áfram starfi þeirra Liebigs,
Habers og Boschs.
Jarðvegsfræðin
Hæðnisorðin, sem Liebig hafði
orðið að heyra voru gleymd.
Skoðanir hans höfðu sigrað. Til-
búinn áburður fór sigurför um
heiminn. En enn voru til tómas-
ar, sem efuðust. Enn var einhver
sannleikur hulinn. Hvernig stóð
t. d. á því, að sami áburðurinn
hafði mismunandi áhrif í mis-
munandi jarðvegi? Hvað olli því,
að áburðarefnin héldust í gróð-
urmoldinni, en hurfu ekki langt
í jörðu niður með regnvatninu?
Leyndardómur gróðrarmoldarinn-
ar var hulinn mennskum augum.
En þá kom ungur maður úr
litlu þorpi til Parísar. Hann ætl-
aði sér að verða málari. Of mikla
peninga hafði hann ekki. Hann
bjó sér sjálfur til liti úr margs-
konar steinefnum og jurtasöfum.
Og hann var forvitinn. Til þess
að sjá, hvað han eiginlega gerði,
keypti hann smásjá. Og ungi
maðurinn, sonur sútunarmeistar-
ans í Dole, varð eins og bjarg-
numinn. Hann varð skyggn og
sá nýjan heim, sem hann gat ekki
slitið sig frá, og því fór hann að
198
nema efnafræði og læknisfræði.
Hann sá gerlaþyrpingar og bakt-
eruíufjölskyldur. Hann varð fyrst-
ur til að sjá það, sem nokkra
menn áður hafði að visu grunað,
að til voru örsmáar lífverur, ó-
sýnilegar með berum augum, en
óhemju stórvirkar og þýðingar-
miklar. Og þarmeð var úr unga
manninum orðinn hinn heims-
frægi Louis Pasteur. Maðurinn,
sem svipti þessar smáverur ein-
ræðisvaldinu, bannfærði sumar
en ræktaði aðrar og dekraði við
þær. Maðurinn, sem strikaði út
sum stærstu böl mannkyns-
ins og byggði nýjan grundvöll
fyrir læknavísindin — og jarð-
vegsfræðina. Það skrítna skeði,
að nú fóru að finnast (og fá
latnesk heiti) lífverur, sem menn
áður höfðu ekki hugmynd um,
en eru svo nauðsynlegar að allt
líf á jörðinni myndi líða undir
lok, ef þeirra nyti ekki.
Á einu og sama árinu, 1887,
fundust tvær mismunandi teg-
undir baktería, sem voru „sér-
fræðingar“ í að auka notagildi
tilbúins köfnunarefnisáburðar.
Aðra tegundina fann Rússi, hina
Englendingur. Þá fundust við
rætur sumra plantna bakteríur,
sem á ennþá óskýrðan hátt geta
unnið köfnunarefni úr loftinu.
Þessar plöntur geta því skilið við
jarðveginn ríkari en hann var.
Menn fundu mismunandi rotnun-
ar- og efnabreyti-bakteríur og
sveppa svo þúsundum skipti.
Menn uppgötvuðu heila veröld
jarðvegslífs og það varð smám