Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 40

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 40
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 loftinu — áburður — það verð- mæti, sem mesta og bezta vexti gefur.----- Þúsundir vísindamanna og hundruð þúsunda annara vinna enn að því með huga og hönd að hjálpa jörðinni til þess að hjálpa okkur og gefa jörðinni sanngjörn gjafagjöld. — Þeir halda áfram starfi þeirra Liebigs, Habers og Boschs. Jarðvegsfræðin Hæðnisorðin, sem Liebig hafði orðið að heyra voru gleymd. Skoðanir hans höfðu sigrað. Til- búinn áburður fór sigurför um heiminn. En enn voru til tómas- ar, sem efuðust. Enn var einhver sannleikur hulinn. Hvernig stóð t. d. á því, að sami áburðurinn hafði mismunandi áhrif í mis- munandi jarðvegi? Hvað olli því, að áburðarefnin héldust í gróð- urmoldinni, en hurfu ekki langt í jörðu niður með regnvatninu? Leyndardómur gróðrarmoldarinn- ar var hulinn mennskum augum. En þá kom ungur maður úr litlu þorpi til Parísar. Hann ætl- aði sér að verða málari. Of mikla peninga hafði hann ekki. Hann bjó sér sjálfur til liti úr margs- konar steinefnum og jurtasöfum. Og hann var forvitinn. Til þess að sjá, hvað han eiginlega gerði, keypti hann smásjá. Og ungi maðurinn, sonur sútunarmeistar- ans í Dole, varð eins og bjarg- numinn. Hann varð skyggn og sá nýjan heim, sem hann gat ekki slitið sig frá, og því fór hann að 198 nema efnafræði og læknisfræði. Hann sá gerlaþyrpingar og bakt- eruíufjölskyldur. Hann varð fyrst- ur til að sjá það, sem nokkra menn áður hafði að visu grunað, að til voru örsmáar lífverur, ó- sýnilegar með berum augum, en óhemju stórvirkar og þýðingar- miklar. Og þarmeð var úr unga manninum orðinn hinn heims- frægi Louis Pasteur. Maðurinn, sem svipti þessar smáverur ein- ræðisvaldinu, bannfærði sumar en ræktaði aðrar og dekraði við þær. Maðurinn, sem strikaði út sum stærstu böl mannkyns- ins og byggði nýjan grundvöll fyrir læknavísindin — og jarð- vegsfræðina. Það skrítna skeði, að nú fóru að finnast (og fá latnesk heiti) lífverur, sem menn áður höfðu ekki hugmynd um, en eru svo nauðsynlegar að allt líf á jörðinni myndi líða undir lok, ef þeirra nyti ekki. Á einu og sama árinu, 1887, fundust tvær mismunandi teg- undir baktería, sem voru „sér- fræðingar“ í að auka notagildi tilbúins köfnunarefnisáburðar. Aðra tegundina fann Rússi, hina Englendingur. Þá fundust við rætur sumra plantna bakteríur, sem á ennþá óskýrðan hátt geta unnið köfnunarefni úr loftinu. Þessar plöntur geta því skilið við jarðveginn ríkari en hann var. Menn fundu mismunandi rotnun- ar- og efnabreyti-bakteríur og sveppa svo þúsundum skipti. Menn uppgötvuðu heila veröld jarðvegslífs og það varð smám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.