Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 48
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
framfæri almennings. Hann var
borinn lemstraður frá glugganum
á herbergi drykkjufélaga sinna.
Gamli maðurinn tók að sjálf-
sögðu meira en vel í þessa ráða-
gerð okkar. Einu sinni, þegar ég
kom inn í herbergið hans, bað
hann mig að setjast á koffortið,
en ekki þar, sem ég var vanur, á
kistuna með dularfulla innihald-
inu. Hann spurði mig síðan hvort
ég vildi skoða leikföngin hans.
Ég tók því með fögnuði og leit
á þetta sem brellu hans til að
styrkja mig í trúnni, því að oft
hafði þess orðið vart í ráðagerð-
um okkar, að traustið var hikandi
þar, sem skoðun mín kom í ljós.
Nú var hann að leiða mig að
skuggsjá þeirri, sem daglega hafði
birt honum lífið í sparifötum átt-
hagatryggðar og vanafestu.
Ég hafði mörgum sinnum horft
á kvikmyndasýningar borgarlnn-
ar í allri þeirra dýrð. En hvað var
það í samanburði við allt það, sem
birtist mér undan þessu fá-
skrýdda kistuloki? Hvar var sálin
í öllu því hrófatildri, sem tízkan
hafði snapað saman um allar
götur þessa heims, úr frumskóg-
um, kaffihúsum, skotgröfum,
knæpum og eyðimörkum. Allt var
þetta persónulaust og staðlaust,
flögrandi hrævareldur á götu
ringlaðrar menningar. En plönt-
urnar og steinarnir, búsáhöldin,
moldin og vatnið á pelanum í
helgidómi gamla mannsins — allt
voru þetta persónulegar dásemd-
ir, þrungnar af lífi og sál; það
var maðurinn sjálfur í sparifötum
206
sinnar göfgustu speki. — Það var
biðjandi jarmur lambsins í þess-
um eyrnasnepli. Ullarlagðurinn
var ímynd hinnar fóstrandi móð-
ur. Það gat verið spurning, hvort
þessi lokkur úr kýrhalanum var
ekki fær um að seðja hungraðan
barnsmaga. Skúfurinn úr faxinu
á honum gamla Brún var nógu
kröftugur til að reka burt púkann,
sem olli mér tannpínunni, þegar
ég hugsaði til konunnar minnar,
sem átti það undir trausti gæð-
ingsins, hvort hún fengi að sjá
ljós þessa heims, í stað þess að
draga móður sína niður í gröfina.
Þar var meiri tryggð en allra
kvikmyndastjarnanna samanlögð
í svip þeim, sem kom fram í
hugann við að handfjatla bind-
ið, sem geymdi hárflyksuna
af honum Snata gamla, sem
vakti yfir túninu og varði það,
meðan aðrir sváfu. Þarna var dá-
lítil moldarlúka, tekin úr honum
Krappamóa, þar sem útjaðar
sléttunnar minnti á síðustu hand-
tökin fyrir útlegðina. Hver getur
borið um það, að söknuður Napó-
leons hafi verið sárari og þrá hans
dýpri til að heimta ríki sitt aftur.
Og þarna var blágrýtishnullungur
úr Skriðugilinu ofan við bæinn,
spellvirkjanum, sem hvað eftir
annað spúði sandi og möl yfir
túnið hans, og kostaði hann svo
mörg og erfið handtök við að
hreinsa það burt. Þarna var dá-
lítill peli með vatni úr lindinni,
sem hann sótti vatnið í til notk-
unar í fjósi og bæ. Það er ég viss
um, að hið dýrasta vín hefði verið