Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 50

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 50
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 Jóhannes Óli: Upp á fjall tt ið sækjum á brattann rólega en á- ^ kveðið. Hvassar eggjar lausagrjóts- ins særa iljarnar og íslenzku skórnir eru að fyllast af sandi og möl. Við hinkrum við stöku sinum til að blása mæðinni og þerra svitadropana, sem leka af enninu ofan á nef og vanga. Stundum hrökkl- umst við niður aftur um jafnmikið og okkur hafði miðað upp á við í atrenn- unni og stundum lengra. Hópurinn ým- ist þynnist eða þéttist, en alltaf miðar þó ögn í áttina að takmarkinu — fjallstopp- inum. Allir eru glaðir og sumir eftir- væntingarfullur. Svipur vorsins, vask- leikans og gleðinnar er yfir ferðalaginu. Nú er gengin snarbrött skriða, sem er rétt neðan við sundursprungna hraunborg, er lafir þarna utan í fjalls- brúninni og sýnist geta hrunið þá og þá. Við förum skáhallt upp, eitt á eftir öðru og höfum dálítið bil á milli manna, svo að grjóthrun undan sporum okkar saki ekki þá, er síðar ganga. Allir komast upp á hraunborgina og nú er örðugasti hjallinn yfirstiginn. Brattinn minnkandi hér eftir og stutt eitt upp á háfjallið. Við setjumst niður og litumst um. Héðan er hið fegursta útsýni yfir sveit og sæ. Ennþá eygjum við umferðina niðri í byggðinni og bátarnir á sjónum sáust greinilega. Synd væri að segja, að allir hefðu haldið heilagan frá vinnubrögðunum þennan sunnudaginn, fremur en suma aðra, eða réttara sagt flesta aðra. Á 208 einum bænum var verið að binda. Á öðrum var flest fólkið við heyþurrk, þó að brakandi þerrir hefði verið alla vik- una. Einn bóndinn skar upp torf. Annar lét hrauka sverði. Meðfram sjónum sá- ust margar fannhvítar breiður af fiski. Byssuskot gullu við hér og þar. Sama blessuð blíðan hafði verið sunnudaginn næsta á undan, og auð- vitað hafði alt annað verið svipað. Bless- aður klerkurinn hafði reyndar ætlað að messa, en orðið frá að hverfa við svo búið, því að ekki komu nema örfáar sálir. Það var ekki einu sinni viðlit, að koma á „stuttu messu“, hvað þá full- kominni. Söfnuðurinn var upptekinn af hamslausri græðgi í fisk, síld og hey. Sumir steingleymdu sunnudögunum þangað til þeir voru rétt að verða búnir, eða alveg. Sjómennirnir voru syfjaðir og vildu heldur dorma í rúminu sínu, en hengja hausinn yfir stólbrík úti í kirkju. Þeim, sem áttu góðan hest, varð það á, að söðla hann og þeysa fram í dal. Og bílstjórin skellti „boddíinu" upp á bíl- pallinn og span-keyrði með það yfirfullt af ungu fólki í skóginn. Nú var aftur kominn sunnudagur. Við höfðum daufheyrzt við öllu vinnu-bóna- stagli, léttklæðzt í snatri og tekið á rás eins og Ijónstyggar forustu-kindur. Nokkrir höfðu að vísu skorizt úr leik, tekið aðra stefnu. Það voru víst þeir, sem gengu þarna eftir þjóðveginum og „hökkuðu“ í sig mórauðan rystólpann frá bílaumferðinni. Þeim gott af því. Vlð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.