Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 60

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 60
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 sögu. Það verður að hverfa frá mörgu af hinu gamla góða — og þá er nú ekki að spyrja að því, að hveitinu er rykkt upp með hálminum, er missti hveitið úr í hauststorminn kynslóðin er milli vita. Hún verður að eiga stórhuga, frjálsborna menn, sem færir eru um, að hugsa fyrir hana um rétt og rangt, satt og svikið, og bjóða henni betri leið- sögn en nöldur um, að allt hið gamla sé fullgott enn og hið nýja svo að segja eingöngu illt, eða fávitagal um að snúa við öllu mati gilda. Þetta er það, sem lærisveinar Jesú Krists eiga að vera færir um — og bregðist þeir, þá er ekki í annað hús að venda. Fyrir lifandi framsóknarkraft „hins fullkomna lög- máls frelsisins" (sbr. Jak. 1, 25.) í kærleika Krists, eiga prestarnir öðrum fremur að vera færir um að gera teikn- inguna af hinum nýja bókstaf, sem gerir sannleiksandann skiljanlegan eða aðgengilegan fyrir nútímann; hinum nýju lífsháttum, sem gera nútímanum fært að vera sannur og sjálfum sér trúr, án þess að hverfa af vegi lífsins. Þetta verða prestarnir að brjóta til mergjar, hvort heldur er vegna pré- dikunar sinnar eða sálgæzlu eða þátt- töku í almennum umræðum eða al- mennu félagslífi. Það sé fjarri mér að halda nokkru fram um það, að þeir hafi ekki staðið sig vel í þessum efnum. Miklu fremur gæti ég trúað, að þeir hafi yfirleitt staðið sig aðdáanlega — eftir ástæðum: sem sé þessum hatrömmu kringumstæðum að geta svo gott sem ekkert borið sig saman unr lifsreynslu sína og lífsskoðanir og aðferðir og skilninginn á fagnaðarerindinu. Svo er nefnilega mál með vexti, að það er ekki nóg að koma saman á fund — og þó í heimilisheimsókn til stéttar- bróður sé — í 1—2 daga. í fyrsta lagi er ýmsilegt annað, sem tala þarf um. í öðru lagi eru lífsreynsla og lífsskoð- anir og aðferðir í viðkvæmustu vanda- málum þess eðlis, að það er ekki unnt að ætlast til, að menn geti í þeim efn- um farið með sig líkt og vatnskrana: Það þarf næði — langt næði, til að skapa þá djúpu kyrrð, sem ein megnar að leiða fram fyllstu einlægni um hin viðkvæmustu og vandasömnutsu mál. Prestarnir geta því lítið borið sig sam- an í þessum efnum. Þar með er girt fyrir almennan þroska stéttarinnar í 218 þeim. Því þess háttar skilningur með það fyrir augum að verða fær um að vísa lýðnum veg á sögunnar mesta um- brotatíma í hugsunarhætti og menningu, hann þróast aldrei nema dálítið áleiðis og í molum í fari neins eins manns; aðeins reynsla og viðhorf hinna mörgu, er bera sig saman í djúpri lotningu fyrir viðfangsefnunum og innilegustu einlægni, fær leitt til þroskaðs, alhliða skilnings og sameiginlegrar afstöðu hinnar kristnu leiðsögu í landinu. Hvað er þá að segja um sálgæzluað- ferðir íslenzku prestanna? Aðferðakerfi, þrautreynt út í æsar og einstök atriði, kennt í undirbúningsmenntun presta, er ekki til. Bókmenntir um sálgæzluað- ferðir munu vera til á erlendum málum, en ekki er mér kunnugt um, að íslenzkir prestar noti sér það til neinna muna til lestrar, og tel víst, samkvæmt áður- sögðu, að þær séu a. m. k. lítið notaðar í verki, og sízt, að hin íslenzka presta- stétt hafi sjálf, í samhengi við erlend kerfi, prófað með sér neina íslenzka samræmingu eða „skóla“ í þeirri grein. Vér erum vafalaust flestir lítið meira en fitlarar í sálgæzlunni og aðferðaþroski stéttarinnar eftir því. Ég hefi, í undanförnu máli, rætt um hina íslenzku prestastétt sem prédikara og sáluhirða og komizt að þeirri nið- urstöðu, sem aðsókn fólksins sýnir svo umsvifalaust, að vér munum yfirleitt fremur úreltir eða utanveltu sem pré- dikarar — enda ekki nógu heitir trú- menn og ekki nógu stórskyggnir á sam- tíma vorn og ekki nógu samyrktir í viðhorfi við spurningum samtímans og mannshjartans né sannindum fagnað- arerindisins — en þó tiltölulega lakari sem sáluhirðar. En vér höfum miklar málsbætur og þó engan veginn fullnægj- andi: Einangrun vor er svo mikil, að það hlýtur óumflýjanlega að girða fyr- ir, að stéttin nái nokkrum verulegum starfsþroska. Einangrunin er stéttarinn- ar allramesta mein. En hún er þrennu að kenna. í fyrsta lagi strjálbýli, fátækt þjóðarinnar og því, hvað prestarnir verða að gefa sig mjög að óskyldum störfum. í öðru lagi deyfð almennings í landinu. í þriðja lagi deyfð sjálfra vor. Það, sem hægt er að gera þessu til leiðréttingar er það, að báðir aðilar: Frh. á bls. 233

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.