Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 66

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 66
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939 Thorsten F.klund: Frá Leiiln til Gandhi Ofbeldið, eða hótun um ofbeldi, verður æ meira ráðandi í samlífi stétta og þjóða. Hinn siðlausi kraftur, sem kæfir alla sanngirni, og svífst einskis í bar- áttu sinni, fer sífellt meiri sigurför. Nokkur dæmi: Milli 1880 og ’90 geisaði gífurleg hungursneyð í Rússlandi. í hópi rót- tækra og byltingasinnaðra manna var um það rætt, hvað hægt væri að gera til þess að draga úr neyðinni. Þá var beðið um orðið af ungum stúdent, :;íð- ar þekktum undir nafninu Lenin. Hin- um til undrunar og ótta hélt hann því fram, að hjálparviðleitni ætti aðeins að vera verk yfirvaldanna; já, hjálpar- starf frá þeirra eigin hálfu þýddi fylgi við zarveldið, væri einskisvert, skaðlegt — afbrot. Hungrið myndi stuðla að því að steypa stjórnarfyrirkomulaginu. Lenin hafði þegar sem ungur náms- maður orðið hrifinn af hugsjón þjóð- félagsbyltingarinnar. Eldri bróðir hans, Alexander, hafði verið tekinn af lífi árið 1887 sem þátttakandi í samsæri gegn zarnum. Systir þeirra hefir sagt frá því, hvernig hinum þá 17 ára gamla Lenin hafi orðið við tilkynninguna um þetta; hún segir sig aldrei geta gleymt and- litssvip hans, hörðum, samanbitnum og orðnum hans: „Nei, nei, þessa leið skul- um við ekki ganga, hún er ekki sú rétta.“ Hina einstöku ofbeldisglæpi skoðaði hann meiningarlausa, heimskulega, lubbamennskulega — hann fyrirleit þá. Það þýddi þó ekki að hann afneitaði ofbeldinu sem slíku. En aðeins hið sam- einaða ofbeldi, hin skipulagða kollvörp- un, gæti leitt til frelsunar. Maxim Gorki, skáldið, ávítaði Lenin einu sinni fyrir, að hann skorti hugsun og skilning fyrir andlegum verðmætum, 224 að hann væri of ógætinn, óbilgjarn í vali sínu á aðferðum, að hann sækti mál sín með óþörfum og óréttvísum blóðsúthellingum. Lenin svaraði: „Ég þekki ekkert fegurra en „Appassionata" Beethovens, ég myndi geta heyrt hana á hverjum degi, það er aðdáanleg, himn- esk músik. í hvert skipti, er ég heyri þessa tóna, hugsa ég um það með stolti, og ef til vill barnslegri einfeldni, hversu það er þó dásamlegt, sem mað- urinn megnar að skapa. En ég get ekki, ég má ekki hlusta oft á músik, hún fer í taugarnar á mér. Ég mundi vilja segja yndislega heimsku og strjúka höfuð þess- ara manna, sem eru færir um að skapa slíka fegurð mitt í saurugu helvíti. Ann- ars er ekki slíkur tími í dag, að maður geti í hljóðleik strokið höfuð mannanna. í dag falla hendurnar niður til þess að slá inn heilana, berja þá saman misk- unarlaust, enda þótt baráttan gegn öll- um yfirgangi sé vor hinzta hugsjón, vort síðasta takmark. — Þetta er hel- vítlega erfitt hlutverk.“ Lenin er fyrstur í röð þeirra, er hafa mótað andlit vorra tíma, andlit, er tæplega hefir orðið fegurra síðan á hans dögum. í „Mein Kampf“ hefir Hitler sagt frá sínum „fornsögulegu" árum, þeim árum, þegar hann ráfaði um og svalt og leið illá á götunum í Miinchen og Wien. Það hafði verið draumur hans að verða listamaður. En árangurslaust hafði hann reynt að fá inngöngu í listaháskólann. Hann dregur nú fram lífið með því að selja litlar vatnslitamyndir og landlags- kort, sem hann hefir málað og teiknað með eigin hendi. Þá kemur fregnin um upphaf heimsstyrjaldarinnar. „Stríðinu 1914 var ekki þrengt upp á fjöldann.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.