Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 66

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 66
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939 Thorsten F.klund: Frá Leiiln til Gandhi Ofbeldið, eða hótun um ofbeldi, verður æ meira ráðandi í samlífi stétta og þjóða. Hinn siðlausi kraftur, sem kæfir alla sanngirni, og svífst einskis í bar- áttu sinni, fer sífellt meiri sigurför. Nokkur dæmi: Milli 1880 og ’90 geisaði gífurleg hungursneyð í Rússlandi. í hópi rót- tækra og byltingasinnaðra manna var um það rætt, hvað hægt væri að gera til þess að draga úr neyðinni. Þá var beðið um orðið af ungum stúdent, :;íð- ar þekktum undir nafninu Lenin. Hin- um til undrunar og ótta hélt hann því fram, að hjálparviðleitni ætti aðeins að vera verk yfirvaldanna; já, hjálpar- starf frá þeirra eigin hálfu þýddi fylgi við zarveldið, væri einskisvert, skaðlegt — afbrot. Hungrið myndi stuðla að því að steypa stjórnarfyrirkomulaginu. Lenin hafði þegar sem ungur náms- maður orðið hrifinn af hugsjón þjóð- félagsbyltingarinnar. Eldri bróðir hans, Alexander, hafði verið tekinn af lífi árið 1887 sem þátttakandi í samsæri gegn zarnum. Systir þeirra hefir sagt frá því, hvernig hinum þá 17 ára gamla Lenin hafi orðið við tilkynninguna um þetta; hún segir sig aldrei geta gleymt and- litssvip hans, hörðum, samanbitnum og orðnum hans: „Nei, nei, þessa leið skul- um við ekki ganga, hún er ekki sú rétta.“ Hina einstöku ofbeldisglæpi skoðaði hann meiningarlausa, heimskulega, lubbamennskulega — hann fyrirleit þá. Það þýddi þó ekki að hann afneitaði ofbeldinu sem slíku. En aðeins hið sam- einaða ofbeldi, hin skipulagða kollvörp- un, gæti leitt til frelsunar. Maxim Gorki, skáldið, ávítaði Lenin einu sinni fyrir, að hann skorti hugsun og skilning fyrir andlegum verðmætum, 224 að hann væri of ógætinn, óbilgjarn í vali sínu á aðferðum, að hann sækti mál sín með óþörfum og óréttvísum blóðsúthellingum. Lenin svaraði: „Ég þekki ekkert fegurra en „Appassionata" Beethovens, ég myndi geta heyrt hana á hverjum degi, það er aðdáanleg, himn- esk músik. í hvert skipti, er ég heyri þessa tóna, hugsa ég um það með stolti, og ef til vill barnslegri einfeldni, hversu það er þó dásamlegt, sem mað- urinn megnar að skapa. En ég get ekki, ég má ekki hlusta oft á músik, hún fer í taugarnar á mér. Ég mundi vilja segja yndislega heimsku og strjúka höfuð þess- ara manna, sem eru færir um að skapa slíka fegurð mitt í saurugu helvíti. Ann- ars er ekki slíkur tími í dag, að maður geti í hljóðleik strokið höfuð mannanna. í dag falla hendurnar niður til þess að slá inn heilana, berja þá saman misk- unarlaust, enda þótt baráttan gegn öll- um yfirgangi sé vor hinzta hugsjón, vort síðasta takmark. — Þetta er hel- vítlega erfitt hlutverk.“ Lenin er fyrstur í röð þeirra, er hafa mótað andlit vorra tíma, andlit, er tæplega hefir orðið fegurra síðan á hans dögum. í „Mein Kampf“ hefir Hitler sagt frá sínum „fornsögulegu" árum, þeim árum, þegar hann ráfaði um og svalt og leið illá á götunum í Miinchen og Wien. Það hafði verið draumur hans að verða listamaður. En árangurslaust hafði hann reynt að fá inngöngu í listaháskólann. Hann dregur nú fram lífið með því að selja litlar vatnslitamyndir og landlags- kort, sem hann hefir málað og teiknað með eigin hendi. Þá kemur fregnin um upphaf heimsstyrjaldarinnar. „Stríðinu 1914 var ekki þrengt upp á fjöldann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.