Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 79

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 79
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V AK A Af því að ég er ekki menntamaður og þarafleiðandi þekki tiltölulega lítið það, sem kallað er menntun, hefir mér oft í hug komið, að gera þá fyrirspurn til menntaða fólksins, er 1933 æskti eftir afnámi bannlaganna og innflutningi sterkra vína, hvort undirstaða þeirra óska hafl verið sönn menntun. En svo hefi ég ávallt horfið frá því ráði, því ég þykist sjá, að gefið svar myndi kalla fleiri spurningar fram, og skoðanamun- ur verða, er valdið gæti deilum. Um hitt vildi ég ræða — útrýmingu tóbaks og áfengis. Vænti ég þess, að Vökumenn og allir aðrir góðir íslend- ingar, konur og karlar, er unna heiðri og velferð þjóðarinnar, taki höndum saman til þess að útrýma víninu og tóbakinu úr landinu nú á næstunni. Margir þeir, er utan við félagsskap Vökumanna og góðtemplarareglunnar standa, vaka og eru reiðubúnir til átaka, þegar hafizt verður handa til land- hreinsunar á áminnztum skaðsemdum. Allir verða að láta sér skiljast það, að verandi kynslóð á hverjum tíma, er undirbúningsnefnd fyrir ókomnar kyn- slóðir. Og slíkri nefnd ber að útrýma öllu lágu og lélegu úr hugsanalífi sínu og háttsemi. En gróðursetja og efla fegrun og manndáð í heilsteyptum hugs- unarhætti, sjálfri sér og hinum ókomnu til betri lífsskilyrða, bjartari daga og meiri göfgi. Ármann Sigurðsson. ..Ilamiii"jiit i'én-- egar við sjáum trjálundinn hjá Skriðu i Hörgárdal, trjágarðana á Akureyri og fjölmörg önnur dæmi um það, hvað einn maður, kannske ein fjöl- skylda, getur áorkað til að prýða land- ið sitt og gera vistlegra umhverfis heim- ilin, vaknar ósjálfrátt spumingin: Hvers vegna eru ekki gróðursettar trjáplöntur við nálega öll íbúðarhús á íslandi? Er það svo kostnaðarsamt, tímafrekt eða vandasamt? Ekkert af þessu mun vera rétta svarið. Líklega er orsökin mest og bezt skortur á eðlilegu framtaki hjá einstaklingunum. Flestir eru svo gerðir, að þeim þykir skógargróður fallegur og unaðslegt að hafast við undir lauf- krónum hávaxinna trjáa. Allir vita að skógargróður getur mætavel þrifizt hér á landi. Það kostar hvorki mikinn tíma né fjármuni að gróðursetja nokkrar skógarplöntur umhverfis híbýli sín. Þessvegna „ætla“ margir að gera þetta. Viðkvæðið er oft: „Þetta er sjálfsagt,", „þetta geri ég innan skamms." En fram- takið vantar. Það er látið sitja við orð- in ein og innantóm, dáðst að trjágarði á öðru heimili, sótt um langan veg í önnur héruð til þess að njóta þar einn- ar dagstundar í laufguðum skógi og varpað saknaðarandvörpum yfir því, að svona „indæll blettur" skuli ekki vera heima. En þetta er hverju heimili í lófa lagið að veita sér, þótt í smærri mynd sé, ef heimilisfólkinu gæti aðeins skilizt það, að þótt trjálundur hjá bænum eða í- búðarhúsinu sé ekki lífsnauðsyn, þá er það þýðingarmikið atriði, sem ekki ætti að láta undir höfuð leggjast að koma 1 kring. Erlendis er til sá siður — ég held í Sviss — að um leið og stofnað er til hjónabands gróðursetja ungu hjónin tvær trjáplöntur, er þau nefna siðan hamingjutrén. Margir gróðursetja síðan eitt tré, þegar barn fæðist í hjónaband- inu. Mér virðist þetta góður siður og ég vil beina því til ungra manna, karla og kvenna, sem stofna til hjúskapar, að taka hann upp. Hann er skemmti- legur og gæti auk þess haft stórfellda þýðingu fyrir skógargróður á íslandi, ef hann yrði almennt upp tekinn. Ekki óskyld þessu er nýjung, sem Her- mann heitinn Jónasson frá Þingeyrum vakti einu sinni máls á. Hún var sú, að í minningu um látna menn, sem menn vildu heiðra og minnast, skyldi gróður- sett tré, er væri kennt við hinn látna. Þetta mun hafa verið gert, þótt fágætt sé. Nýskeð hefir því verið beint til hins opinbera, aö styrkt væri eða verðlaunuð trjárækt umhverfis híbýli manna. Áreið- anlega er margt styrkt af opinberu fé, 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.