Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 81

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 81
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V AK A tákn vaxandi villimennsku í lífi mann- kynsins. Ekki er glæsilegra um að litast á pólitíska sviðinu. Ekki hefir þar þokazt skemmra í áttina til dýrsins. Þess er ekki langt að minnast, að þjóðirnar leituðust við að benda á ástæður fyrir ofbeldi sínu. Bretar rétlættu Búastríð- ið með því, að landar þeirra væru harð- ýðgi beittir. Nú þykir ekki annarrar af- sökunar þurfa við en þeirrar, að ein- hverja þjóð skorti landrými. Hún krefst rúms sólarmegin á kostnað annarar minni máttar. — Áður var andstæð- ingnum „sagt stríð á hendur". Það þykir úrelt. Nú skiptir mestu að ráðast að honum óvörum. Sú var tíð, að konur, börn, gamálmenni og sjúklingar voru friðhelg gagnvart árásum. Nú þykir mest um vert að ná til þeirra með loft- árásum, eiturgasi og margskonar pynd- ingum. Ýmsar þjóðir fá ekki að ráða verzl- unarmálum sínum, stjómarstefnu og skiptum við önnur riki, af því að sterk- ari herveldi setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Fjöldi ríkja er neyddur til að taka þátt í vígbúnaðarkapphlaupinu langt fram yfir fjárhagsgetu, svo að þeirra getur ekki beðið annað en fjár- hagslegt hrun. Þjóðabandalagið hefir ekki reynzt vaxið þeim vanda, sem því var ætlað að leysa. Aftur og aftur hafa boð þess og bönn verið einskisvirt. Eins og sakir standa, er það aðeins til að minna okkur á sviknar vonir og vax- andi villimennsku í veröldinni. Hinar skipulögðu og grimmilegu of- sóknir á hendur Gyðingum, sem sum Evrópuríkin hafa tekið upp, er enn einn vottur um hnignun menningarinnar. Fyrir löngu síðan hafa þeir blandazt þjóðunum, sem þeir dveljast með, hlotið borgararéttindi og reynzt góðir þegnar. En svo eru þeir ofsóttir til þess að halda kynstofninum hreinum, að því að sagt er! Frelsi einstaklingsins, skoðanafrelsi og málfrelsi eru orðin óþekkt hugtök undir svörtu og rauðu einræði. Blöð og útvarp er tekið í þjónustu ofbeldisins. Gagn- rýni bannfærð, félagafrelsi afnumið og markvist unnið að því að steypa alla ein- staklinga í sama mót. Þannig mætir sama viðurstyggðin aug- um okkar, hvert sem litið er. Því skal að vísu ekki neitað, að á sviði vísinda og tækni verða stórfelldar framfarir með hverju ári, sem líður. En þar fylgir böggull skammrifi. Tæknin stefnir ekki að bættu og fegurra lífi mannkynsins. Sigrar vísindanna geta ekki nema að litlu leyti verið gleðiefni almennum borgurum. Nýjar uppfyndingar og aukin þekking stefna fyrst og fremst að því að endurbæta tæki til manndrápa og eyðileggingar. Menningarþjóðféiög nútímans minna á skip, sem stjórnlaust er hrakið af æst- um öldum að hættulegum skerjaklasa. Engin björgunarvon virðist sýnileg, inn- an skamms nær það skerjunum, brotn- ar í spón og hverfur í djúpið. ílr ýnisniii áttuiii Kveðjur og virðingamerki eru með mjög ólíkum hætti hjá hinum ýmsu þjóð- flokkum. Á sumum Suðurhafseyjum hella menn vatni úr skál yfir höfuð vina sinna, ef þeir vilja slna þeim mikla kurteisi. Hindúar varpa sér tvívegis til jarðar, þegar þeir heilsa jafningjum sínum, en allmiklu oftar, þegar þeir heilsa sér æðri mönnum. Arabar núa saman kinnunum. í Birma þefa menn af andliti hvors annars og lofa há- stöfum ilminn, sem þeir anda að sér. Á sumum eyjum í Kyrrahafinu snúa menn lófunum að þeim, sem kemur, og hann leggur andlitið að þeim. Tyrkir krossleggja armana á brjóstinu og hneigja sig misdjúpt eftir þeirri virð- ingu, sem þeir vilja láta í ljósi. Tíginn Mári ríður á fleygiferð á móti vini sín- um og skýtur af skammbyssu sinni sem næst honum. Ástralíunegrar komast þó líklega allra lengst. Þeir reka út úr sér tunguna sem tákn dýpstu virðingar. 239
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.