Rökkur - 01.08.1930, Side 3
Útsjá.
(1. ársfj. 1930).
William H. Taft.
William Howard Taft var fædd-
ur árið 1857. Hanh var settur til
menta og las lög. Árið 1880 hóf
hann málaflutningsstarfsemi í rik-
inu Ohio og var 1887—-1890 hæsta-
réttarmálaflutningsm. við hæsta-
rétt Ohio-ríkis. ,Á næstu árum
varð hann þjóðkunnur maður.
Skörungur var hann ekki á borð
við Roosevelt og slíka menn, en
niikilvæg störf í þarfir þjóðarinn-
ur fóru honum vel úr hendi.
Nokkru fyrir aldamótin áttu Spán-
rerjar og Bandaríkjamenn í ófriði
ut af Filipseyjum, sem kunnugt er,
°g biðu Spánverjar lægri hlut. Þá
er friðarsamningar höfðu verið
gerðir í Paris 1898 settu Banda-
rikin á stofn nýlendustjórn á Fil-
ipseyjum, en Filipseyjabúar undu
stjórn Bandaríkjamanna illa, og
hófu uppreisn gegn þeim. Upp-
reisnin var bæld niður, en Banda-
ríkjamenn voru til neyddir aö hafa
afram allmikinn herafla á eyjun-
run. Þótti eigi vænlega horfa, ef
svo héldi áfram, og var skipuð
nefnd manna til þess að rannsaka
ástandið á eyjunum og koma með
umbótatillögur. Var Taft þá búinn
að afla sér þess álits, að hann var
gerður formaður nefndarinnar vor-
ið 1900, og árið eftir ríkisstjóri á
eyjunum. Fórst honum stjórnin vel
úr hendi og átti þátt í því, að
Filipseyjabúar fengu sumum kröf-
um sínum framgengt. Árin 1904—
1906 var Taft hermálaráðherra
Bandaríkjanna, og haustið 1908
var hann kosinn forseti Bandaríkj-
anna og gegndi forsetastörfum frá
því í mars 1909 þangaS til í mars
1913. Taft fylgdi sömu stefnu og
Roosevelt, en fylgdi aldrei málum
af sama kappi og hann, enda mað-
ur hægfara og í flestu ólíkur bar-
dagamanninum Roosevelt. Átti
Taft eltki frumkvæði að neinum
stórfeldum breytingum i stjórnar-
tið sinni. Hann hélt að vísu áfram
baráttu Roosevelts gegn „hringun-
um“ (trusts), en var langt í frá
eins harðvítugur og Roosevelt
hafði verið í þeirri baráttu. Stóðu