Rökkur - 01.08.1930, Síða 6

Rökkur - 01.08.1930, Síða 6
52 R O Iv K U R flokkurinn ætlaði að bjóða fram menn á móti þeim fram- bjóðöndum ihaldsflokksins, sem ekki vilja aðhyllast þær ráðstafanir, sem „United Em- pire Party“ vill gera til að vernda breskar iðnaðargreinir og breskan landbúnað. Vafa- laust hefir stofnun hins nýja flokks skotið Stanley Baldwin skelk í bringu. Er það skemst af að segja ræðu Mr. Baldwin’s, að hann virðist hafa aðhylst stefnuskrá „United Empire Party“ í aðalatriðum, enda tel- ur blaðið Daily Mail, sem mjög kappsamlega berst fyrir stefnu „United Empire Party“, að ræða Baldwin’s hafi breytt stjórn- málahorfunum. Blaðið telur hann hafa aðhylst stefnu U. E. P. og með því vakið ánægju fjölda kjósenda í landinu. Ósk- ar blaðið Baldwin til hamingju með sinnaskiftin og fer auk þess mjög lofsamlegum orðum um þá, sem fylkst hafa í nýja flokkinn og með þátttöku sinni hafa átt mestan þátt í því, að gamla íhaldið hefir sveigst til fylgis við nýju stefnuna. Hér er því í rauninni aðeins um íhalds- stefnubreytingu að ræða, að visu þýðingarmikla, því vel get- ur svo farið, þótt U. E. P. eigi ekki framtíð fyrir sór sem sjálf- stæður stjórnmálaflokkur, að nýja stefnan verði framvegis ráðandi í íhaldsflokknum breska, og U. E. P. verði ihald- inu öflug lyftistöng. Hve sigur- sæl þessi stefna verður í næstu kosningum er erfitt að spá um. Jafnaðarstefnunni hefir aukist mikið fylgi í Bretlandi á siðari árum, en MacDonaldstjórnin, sem að vísu hefir mörg merk umbótamál á prjónunum, á að ýmsu leyti mjög erfitt, enda hefir hún ekki hreinan meiri hluta í þinginu. MacDonald- stjórnin virðist ekki standa föstum fótum sem stendur, en ef til þingrofs og nýrra kosninga kæmi, reynir á þolrif jafnaðar- manna. Fær MacDonald hrein- an þingmeirihluta ? Eða lyftir U. E. P. Stanley Baldwin aftur í stjórnarsessinn? Ekki er ólik- legt, að annarhvor þeirra fái hreinan þingmeirililuta næst. Frjálslyndi flokkurinn á enn mikið fylgi í Bretlandi, en sund- urþykkja er mikil í flokknum og mjög tvísýnt um framtið hans. Flugferðalög aukast jafnt og þétt með menn- ingarþjóðunum og það færist líka stöðugt í vöxt, að flytja póst og vörur í flugvélum. — Þýskaland, Bretland og Banda- ríkin eru þau löndin, þar sem

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.