Rökkur - 01.08.1930, Page 11

Rökkur - 01.08.1930, Page 11
R Ö K K U R 57 lega 1700 blöð í landinu á 25 tungumálum. V. A Indlandi búa ýmsar þjóðir. I Himalaya og Birma búa menn af Mongólakyni, skyldir Tíbet- búum og Kínverjum, um 17 milj. alls. I Dekan eru flestir af Hravidakyni. Dravidarnir voru frumstofn þjóðarinnar. Af Dra- vidakyni munu vera milli 60— 70 miljónir manna í Indlandi. Á sléttunum búa Hindúar, sem teljast til eranska eða ariska flokksins og eru því skyldir Ev- rópuþjóðum. Af þeim munu vera um 233 miljónir í Indlandi. Þeir komu úr norðvestri og Urðu Dravidar að víkja undan fyrir þeim upp á Dekanháslétt- Una, en einnig þar eru Hindúar orðnir fjölmennir. Þeir eru og f jölmennir í austari hluta Norð- Ur-Indlands. Hindúar skiftast, samkvæmt brabmiskum trúar- lögum, í stéttir (castes). Sam- kvæmt fornri hefð eru stéttirn- ar 4, prestastéttin (brahman- aruir), aðalsmanna eða her- mannastéttin, kaupmannastétt- og „súdraarnir“, lægstu stétt- irnar, sem ekki var leyft að lesa hin helgu fræði. f Indiandi ^Uunu vera um 60—70 miljónir Uianna, sem eru réttlausir ”Stéttleysingjar“. Líta „caste“- Hindúar niður á þá, telja þá ekki í húsurn hæfa, og meina þeim jafnvel aðgang að muster- unum. Þessir stéttleysingjar eru líka farnir að bera fram sínar kröfur og vildu fá Gandhi til að láta það sitja fyrir sjálfstæðis- kröfunum, að þeir fengi rétt- indi sem aðrir menn, en Gandni kvað sjálfstæðiskröfurnar verða að sitja fyrir öllu öðru. En í raun og veru er þessi stéttaskift- ing talsvert flóknari en i fljótu bragði virðist. Aðal-stéttirnar skiftast aftur í smærri stéttir, og eru þær af sumum taldar vera á 3. þúsund. Stéttaböndin eru sterk og menn verða að halda sér innan sinnar stcttar. Af þessu fyrirkomulagi hefir m. a. leitt að ógerlegt hefir reynst að vekja sameiginlega þjóðernis- tilfinningu fyrir alla þá, sem Indland byggja. Aðalmálin í Indlandi eru hindi, sem liðlega 80 milj. manna tala, bengali (48 milj.), telugu (23 milj.), maratji (20 milj.), tamil (18 milj.) og pun- jabi (16 milj.). Ensku tala um 300,000 manna. Hindúar eru miklir hugsjóna- menn. Þeir eru flestir Brahma- trúar, Móhammeðstrúar eða Búddhatrúarmenn. Brahmatrú- armenn í Indlandi eru taldir vera 220 milj., Búddhatrúar- menn eru um 10 milj., Móham- meðstrúarmenn 60—70 miljón-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.