Rökkur - 01.08.1930, Page 17

Rökkur - 01.08.1930, Page 17
RÖKKUR 63 landshernum Bretar. Nú er þetta breytt. Undanfarin ár hef- ir 40 Indverjum árlega verið veittur aðgangur að yfirfor- ingjaskólanum í Sandhurst á Englandi. — Indland ber allan kostnað af Indlandshernum, — einnig breska Indlandshernum. XI. Saga Indlands fyrr á tímum hefir ekki verið rannsökuð til nokkurrar hlítar. Miklar sögu- legar menjar eru í landinu og hafa söguritararnir fræðst mik- ið af þeim, en Indverjar hafa ekki lagt mikla stund á sagna- ritun. Hinsvegar skrifuðu grisk- ir sagnaritarar í fornöld mikið um Indland og síðar Móham- niedanskir sagnaritarar. Talið er, að fyrstu íbúar Indlands hafi verið af dravidiska kynstofnin- um, en þjóðflokkar af ariskum stofni réðust inn í landið og Unnu sigur á Dravidum. Var það niörgum öldum fyrir Krists burð. Aríarnir lögðu undir sig mikla landsliluta og menning þeirra breiddist út austur um landið og langt suður á bóginn, en ekki stofnuðu þeir eina, stóra samfelda ríkislieild, heldur mörg smáríki, sem stundum urðu að lúta i lægra haldi fyrir erlendum sigurvegurum, t. d. Alexander mikla 327—26 f. Kr. b. Stór ríki voru þó stofnuð síðar, en þau fóru aftur í mola. í byrjun 7. aldar stofnaði Har- sha stórt ríki, en það fór í mola, er hann lést 648. Um þessar mundir hófust flutningar Mó- Jiammeðstrúarmanna til Ind- lands, fyrst í smáum stil, en jukust jafnt og þétt, og voru orðnir miklir um árið 1000. Stofnuðu þeir stórt móhamme- danskt ríki og var Dehli höfuð- staður þess, en einnig það mol- aðist í fjölda smáríkja. Árið 1398 óð Tyrkinn Timur eða Ta- merlan inn í Indland. Einn af niðjum hans, Baber (1526—30), stofnaði mikið ríki í Norður- Indlandi (Mogul-ríkið), sem á timum Akbars (1556—1605) varð mesta ríki, sem nokk- urn tíma hefir verið í Indlandi, en eftir fráfall Aurangzib (1658 —1707) fór það í mola. Smá- ríkin áttu síðan i ófriði hvert við annað og erlendir þjóðhöfð- ingjar óðu inn í landið, t. d. Nadir sha Persakonungur, sem 1739 tók Dehli herskildi. Og um þessar mundir voru Evrópu- menn farnir að koma til sög- unnar þar eystra. — Vasco da Gama fór sjóleiðis til Kalikut 1498 og fóru Portúgalsmenn þá að flytjast þangað, en þeir urðu að víkja fyrir Hollendingum, en Hollendingar fyrir Frökkum og Englendingum, sem lengi hörð- ust um yfirráðin yfir Indlandi

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.