Rökkur - 01.08.1930, Síða 24
70
R Ö K K U R
um voru 7 fluttir á íslensku, 3 á
norsku og 31 á ensku.
Til þess aS gefa mönnum nánari
hugmynd um þessa starfsemi
Becks skal nokkurum orSum fariS
um fyrirlestra þessa, til vi'öbótar
því, sem þegar hefir veriö tekiö
fram. Þ. 17. okt. flutti hann fyr-
irlestur, „ísland —- land, þjóS og
menning", viö háskólann í Grand
Forks og endurtók hann síöar
samkvæmt beiöni á ýmsum stöö-
um. —■ Þann 22. okt. flutti hann
erindi um „hiö þúsund ára gamla
Alþingi íslands" í félagi kennara
í hagfræði og þjóðfélagsfræði viö
háskólann í Grand Forks, en síðar
var erindi þetta endurtekið í
Kotary Club í sömu borg. Þ. 4. des.
flutti hann erindi um „heimilislíf
og jólasiði á íslandi" í félagi
kvenna þeirra, sem nám stunda í
húsmæðradeild háskólans í Grand
Forks, og þ. 10. des. erindi um
„hlutdeild Islands í heimsbók-
mentunum" í félagi tungumála-
kennara við sama háskóla. Þ. 31.
des. flutti hann erindi um íslenska
menningu í félagi stúdenta, sem
framhaldsnám stunda við háskól-
ann. Þ. 14. jan. flutti hann erindi
um Sæmundar-Eddu, þ. 14. febr.
um lífsspeki norrænna manna,
bæði í Grand Forks. Þ. 15. febr.
flutti hann þorrablóts-erindi á
Mountain, N. D„ sem hann kallaði
„þúsund ára sólhvörf“ og rakti
þar sögu Alþingis og íslensks
sjálfstæðis. Þ. 24. apríl flutti hann
erindi, sem hann kallaði „Vor-
menn“, á sumarmálasamkomu að
Garðar, N. D. og tók dæmin úr
endurreisnarsögu íslands. Eru ís-
lendingar fjölmennir á þessum
slóðum. Seinni ræðuna endurtók
hann samkvæmt beiði á sumar-
málasamkomu \ Glenboro, Man., þ.
26. apríl.
Ræður Becks á ensku hafa vakið
mikla athygli. Hefi eg t. d. séð
þeirra lofsamlega minnst í rit-
stjórnargrein í blaðinu „Grand
Foi-ks Herald", en það mun vera
stærsta og útbreiddasta blað í
North Dakota.
Þá mun eg að nokkuru geta rit-
starfa Becks. í ársfjórðungsritinu
„The Quarterly Journal of the
University of North Dakota“ birt-
ist ítarleg ritgerð eftir hann um
Alþingishátíðina.
í febr.hefti tímaritsins „Scandin-
avian Studies and Notes“ var
prentuð ritgerð eftir hann um hina
íslensku þýðingu á „Tilraun um
manninn". Ritgerð Becks um Al-
þingishátíðina hefir verið þýdd á
sænsku og birt í blaðinu „Svenska
Pressan“, senr út er gefið í Spok-
ane, Wash. — Grein eftir Beck
um norðurlandamáladeildina við
North Dakota háskólann var birt
í tímaritinu „Alumni Magazine",
sem gefið er út við háskólann. —