Rökkur - 01.08.1930, Page 28

Rökkur - 01.08.1930, Page 28
74 R Ö K K U R með tilliti til þeirra kvæða, sem hann orkti best. Eg minnist á þetta af því, að mér finst Kirkconnell hafa á sér öll einkenni hins mikilvirka af- burðamanns. Sumar þýðingarn- ar í bók hans eru snildarlegar og flestar þeirra munu, eins og flest Ijóð Matthíasar, bera þess einhver merki, að snillingur hef- ir um fjallað. í þessu mikla safni Kirkcon- nells er að eins litið brot þeirra kvæða, sem hann hefir þýtt eft- ir skáld 19. og 20. aldar, enda eru engin kvæði eftir mörg góð skáld frá þessum tíma í safninu. Hefir hann og farið sínar eigin götur um val kvæða til þýðinga, þýtt þau kvæði, sem hrifu hann, og eru því í safninu kvæði eftir allmarga menn, sem jafnvel sjálfir hafa ekki gert neinar kröfur til sætis á skáldabekkn- um. Gaman væri að taka upp nokkur erindi, til þess að sýna live snjall þýðandi Kirkconnell er, t. d. kvæði Þorsteins Gisla- sonar á bls. 187 („The Garter“). Gaman er og að bera saman þýðingar Kirkconnells á þeim kvæðum, sem aðrir hafa þýtt, t. d. á „Svífðu nú sæta, söngs- ins englamál“ eftir Steingrím, sem Jakobína Johnson hefir einnig þýtt. Kirkconnell hefir einnig þýtt „Tárið“, eftir Krist- ján Jónsson. Seinasta erindið þýðir Kirkconnell þannig: „A light within my heart appears Whenev’er the tear-drops fall; I thinkthatGod inust countmy tears And bless me through them all.“ Jakobína þýðir erindið svona: „I weep and feel my hopes restored, — A light from heaven I see. My tears are numbered by the Lord, My faith shall comfort me.“ Eru báðar þýðingarnar góðar. Fyrsta erindið í „Ó, fögur er vor fósturjörð“ þýðir Kirkcon- nell þannig: „O, lovely is our fatherland In radiant summerweather, When leaves are green on every hand And flocks are gay together. Amid the vale the blue crests rise Athwart the sun’s mild glory; The meadows glisten to the skies, — The bay reflects the story.“ -— Mundu aðrir hafa þýtt bet- ur þessar ljóðlínur úr kvæða- flokki Stephans G. Stephansson- ar, „Á ferð og flugi“?: Ry prairie and slough-side the train that we rode Drove ever relentlessly north. To our left the great River lay turbid and red And sprawled itself sullenly forth. Its breast never quickened in rapid or fall Its dull heavy waters were fain To waddle forever with arms full of mud

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.