Rökkur - 01.08.1930, Side 39
ROKKUR
85
litaði hann andlit sitt móleitt og
málaSi í það hrukkur, svo aS
enginn mundi hafa þekt hann.
Aö endingu lét hann gamalt ung-
verskt vín á kvartil og blandaSi
sterkum svefndrykk saman viö
vinið. Kvartiliö lagöi hann á dýnu,
lyfti svo öllu á bak sér og hélt nú
valtrandi og hægfara á leiö til
greifahallarinnar. Þegar hann
kom þar var aldimt oröiö; hann
settist á stein í hallargaröinum og
tók aö hósta eins og gömul brjóst-
veik kona og neri hendurnar eins
og honum væri sárkált. Eldur var
kyntur fyrir utan hesthúsdyrnar
og lágu dátar nokkrir kringum
eldinn. Einn þeirra tók eftir kon-
unni og kallaði til hennar:
„Komdu hingaö, kerlingar-
tetur og vermdu þig hjá okkur, þú
hefir ekkert náttból og þiggur þaö
þar sem þú hittir þaö fyrir.“
Kerling kom vappandi aö eld-
inum og baö dátana aö taka ofan
af sér dýnuna og settist hjá þeim
við eldinn. „Hvaö hefirðu í kvar-
tilinu þínu, kerli mín?‘“ spuröi
einn.
„Góöan slurk af víni,“ svarar
hún, „eg lifi á kaupskap og fyrir
góö orö og borgun er ykkur vel-
komiö aö fá hjá mér í staupinu.“
„Komdu þá bara með það,“
sagöi dátinn, og er hann hafði
smakkað á víninu kallaði hann
upp: „Þegar vínið er gott, þá vil
eg helst drekka annaö staup til,“
lét kerlingu skenkja á fyrir sig"
aftur og gerðu svo hinir aö hans
dæmi. „Heyrið þið þarna, piltar,“
kallaði einn til þeirra, sem inni
sátu í hesthúsinu, „hér er allra
vænsta kerling, hún hefir vín, sem
er eins gamalt og hún er sjálf,
fáiö ykkur sopa af þvi, hann hit-
ar enn betur á ykkur magann en
eldurinn okkar.“
Kerling bar nú kvartilið inn í
hesthúsið. Uppáhaldsg'æöingur
greifans var reiðtýgjaður og var
einn sestur í hnakkinn, annar hélt
í taumana og sá þriöji haföi tekið
í tagliö. Kerling skenkti nú á eins
og um var beðið, þangaö til vínið
þraut. Áður langt liði duttu taum-
arnir úr hendi þess, er um þá
hélt, hann hné niður og tók að*
hrjóta, hinn slepti taglinu, sem í
það hélt, lagðist niöur og hraut
öllu meira. Sá, sem sat í hnakkn-
um, sat reyndar kyr, en hengdi
höfuðið því nær niöur á makka
hestsins og blés eins og smiðju-
belgur. Dátarnir úti fyrir voru
löngu sofnaöir á berri jörðunni og
hreyföust ekki heldur en steinar.
Þegar meistaraþjófurinn sá, hvað
vel sér haföi tekist, stakk hann
kaðalspotta í hönd þess, sem um
taumana hafði haldið, en hálmvisk
í hönd þess, er hafði haldið um
taglið. En hvað átti hann að gera
við þann, sem á hestbaki sat ?• Ekki
tjáði að varpa honum af baki,
hann hefði þá kunnað að vakna