Rökkur - 01.08.1930, Page 43
R Ö K K U R
89
þetta sama hefir mér líka veriö að
detta í hug; sé það yðar vilji, þá
látum okkur leggja af staÖ.“
,Já,“ segir djákninn, „en þér,
herra prestur, eruö mér fremri,
verið á undan, eg kem á eftir.“
Presturinn fór þá á undan og
steig upp í predikunarstólinn, en
meistaraþjófurinn opnaöi þegar
pokann. Presturinn skreiö inn í
hann á undan, en djákninn á eftir.
Meistaraþjófurinn reyrði þegar aö
bragöi fyrir opiö, þreif svo í pok-
ann miöjan og dró hann ofan stól-
tröppurnar. Og þegar höfuð
heimskingjanna beggja rákust í
tröppurnar, kallaöi hann:
„Nú er yfir fjöll að fara.“
Með líkum hætti dró hann þá
um þorpið og þegar þeir fóru þar
sem pollar voru, kallaði hann:
„Nú erum viö aö fara gegnum
vætuskýin.“ Og þegar hann loks-
ins dró þá upp eftir hallartröpp-
unum, kallaöi hann: „Nú erum
við á tröppum himnaríkis og bráð-
um komumst viö inn í forgarðinn.“
Þegar hann var kominn alla leið,
þá ýtti hann pokanum inn í dúfna-
búsið, og þegar dúfurnar tóku að
flögra, sagði hann: „Heyrið þið
hvernig englarnir fagna og slá
vængjunum?“
Því næst skaut hann íyrir lok-
unni og þaut burt.
Morguninn eftir fór hann á fund
greifans og sagði honum, að hann
hefði einnig unnið þriðju þrautina
og náð prestinum ásamt djáknan-
um úr kirkjunni.
„Hvar hefirðu látið þá?“ spurði
höfðinginn.
„Þeir liggja í poka í dúfnahús-
inu og ímynda sér, að þeir séu í
himnaríki.“
Greifinn fór þangað upp sjálfur
og rak sig úr öllum skugga um
það, að meistaraþjófurinn sagði
ekki annað en hvað satt ,var. Þeg-
ar hann hafði losað prestinn og
djáknann úr pokaprísundinni, tók
hann þannig til orða:
„Þú ert erkiþjófur og hefir bor-
ið sigur úr býtum. í þetta skifti
sieppur þú með heilli há, en sjáðu
svo um, að þú verðir brott úr landi
mínu, því verðirðu á þeim slóðum
aftur fundinn, þá máttu eiga það
víst, að þú verður festur á gálga.“
Erkiþjófurinn kvaddi þá for-
eldra sína og fór aftur út í víða
veröld og hefir ekki spurst til hans
síðan.
Stgr. Th. þýddi.
íbúatala Ástralíu.
Þ. 31. mars þ. á. var íbúatala
Ástraliu 6.429.801. Aukning frá 31.
mars 1929 var 733.801 og fluttust
þó ekki nema 4.293 menn til lands-
ins á þessum tíma. í Ástralíu eru
karlar 3.283.955 talsins, en kon-
ur 3.145.846.