Rökkur - 01.08.1930, Síða 51

Rökkur - 01.08.1930, Síða 51
R O K Ií U R 97 Bókasöfn í skipum. Eftir Sigurgeir Friðriksson. Alþýðubókasafn Reykjavíkur var stofnað fyrir peninga, sem fengust fyrir botnvörpuskip, er seld; voru Frökkum á stríðsár- unum. Vitanlega voru all-marg- ir menn sviftir atvinnu með sölu skipanna, og þá fyrst og fremst sjómenn, er unnið höfðu á skip- unum. Um það þýddi ekki að sakast. Ekki veit sá, er þetta ritar, hvað um það kann að hafa verið hugsað, talað og jafnvel skrifað, en sagt er að þáverandi ræðismaður Frakka — André Courmont -—- hafi komið inn í skipakaupasamningana ákvæði Um, að einhver lítill hluti and- virðisins gengi ekki til seljend- anna, heldur til einhverra þeirra fyrirtækja, er almenningur hefði bein not af. Ekki veit sá, heldur, er þetta ritar, hve há Upphæðin var. Meiri hlutinn uiun hafa gengið til slysatrygg- ingarsjóðs sjómanna og verka- nianna og Sjúkrasamlags Reyk- javíkur. Einhver góður maður —• það virðist nú vera gleymt, hver hann var —, lagði til, að 20 þús. kr. af upphæðinni væri lagðar í sérstakan sjóð og ákveð- ið að stofna fyrir hann bókasafn til afnota fyrir almenning i Reykjavík, og var það-samþykt í bæjarstjórn. Fyrir þetta fé var Alþýðubókasafn Reykjavíkur stofnað árið 1923. Nokkru eftir stofnun bóka- safnsins, kom einn af stjórn- endunum (Héðinn Valdimars- son) fram með tillögu um, að safnið setti smá bókasöfn i botn- vörpuskipin og var samþykt að gera tilraun um það. Slíka til- raun, að setja bækur í fiskiskip, var ekki kunnugt að nokkurt bókasafn hefði gert. Vöknuðu þá ýmsar spurningar, sem ekki var auðvelt að svara að óreyndu. Vitanlega höfðu sjómenn fulla þörf bóka, ef þeir gátu notað sér þær og vildu, en: Höfðu sjó- menn á fiskiskipum nokkurn tíma til að lesa bækur? Mundu þeir, mitt í sæförum og harð- ræðum, hirða um lestur bóka, þótt tími væri til? Ef svo færi, gat þá ekki lesturinn dregið at- hygli þeirra frá vinnunni meira en holt væri? Mundu ekki sjó- menn í svaðilförum lesa þær hækur einar, sem ekkert gagn væri að lesa? Mundi vera unt að halda nokkra bókasafns- reglu í botnvörpuskipi ? Mundu ekki bækurnar eyðileggjast og hverfa strax í fyrsta skipinu? Mundi nokkur fást til að taka á sig áðal-ábyrgð á bókunum o. s, frv. Þetta var tilraun, sem eitt- 7

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.