Rökkur - 01.08.1930, Síða 52
98
R O Ií K U R
hvert bókasafn þurfti að gera
og líklega var það einmitt þessu
bókasafni skyldast, því að ekk-
ert annað bókasafn var, svo að
kunnugt væri, stofnað fyrir fé,
er skoða mátti sem sárabætur
til sjómanna fyrir atvinnumissi.
Þá var togaraskipstjórum
sent bréf, þar sem Alþýðubóka-
safn Reykjavíkur gaf kost á að
setja smá bókasöfn i skipin, ef
skápur yrði lagður til eða gold-
inn annarsstaðar frá og skip-
verjar legðu til bókavörð. Sum-
ir sintu þessu tilboði, aðrir ekki.
Oftast munu útgerðarfélögin
bafa greitt andvirði skápanna,
og er skylt að geta þess, að það
var „Alliance“ (Jón Ólafsson),
sem þar gekk á undan.
Bókasafnið setti nú bækur í
skápana eftir þvi, sem efni þóttu
til vera og ástæður, en bæði
vegna þess, að efni voru af
skornum skamti, og svo hins,
að tilraunin þótti nokkuð vafa-
söm, voru helst til fengnar þær
bækur, er þegar höfðu „lifað
sitt fegursta“, og ekki þótti mik-
ill skaði, þó að eyðilegðust.
Komu þá meðal annars í góð-
ar þarfir bókaleyfar nokkrar frá
„Alþýðulestrarfélagi Reykjavík-
ur“, sem bókasafnið erfði. Sumt
af því voru góðar bækur, en
slitnar mjög og óhreinar, eins
og gefur að skilja.
Milli 30 og 40 bækur voru
settar i hvern skáp. Var reynt
áð hafa þær af ýmsum tegund-
um, svo að flestir gætu fundið
nokkuð við sitt hæfi: Nokkrar
skáldsögur á íslensku voru sett-
ar í hvern skáp, eitthvað af ís-
lendingasögum, fræðibækur um
fleiri en eitt efni, nokkrar bæk-
ur á dönsku, og stundum ein
eða tvær á ensku.
F.kki var þetta allskostar öf-
undlaust af hálfu þeirra, er í
landi sátu og notuðu safnið. —■
Þeir kendu „togurunum“ um,
er fátt var inni af bókum, og
héldu að þeir hefðu miklu meira
af bókum og betri bækur, en
þeir höfðu.
í sex ár befir nú Alþýðubóka-
safn Reykjavíkur lánað bækur
í botnvörpuskipin. 25 skip hafa
fengið skápa og sum haft bæk-
ur stöðugt, en önnur um stund-
arsakir. 1556 lánsskírteini hafa
verið seld i skipunum, eftir því
sem næst verður komist, en hve
mörg bindi hafa verið lánuð, er
ekki hægt að segja með vissu.
Bókaverðir skipanna eiga að
balda skýrslu um það á þann
hátt, að setja merki (dagsetn-
ingu) á bókaspjöldin í hvert
skifti, sem bók er lánuð; er þá
hægt að sjá hve oft bver bók
er lánuð og telja saman hve oft
þær eru lánaðar allar, en sumir
bókaverðir hafa vanrækt að
setja merki á spjöldin. Þó mun