Rökkur - 01.08.1930, Side 53

Rökkur - 01.08.1930, Side 53
R Ö K K U R 99 varlega áætlað, að 20 bindi bafi verið lánuð út á hvert lánssldr- teini til jafnaðar og eru það þá 31120 bindi alls. Ókostur er það, að minsta kosti frá sjónármiði bókavarð- anna, að bækurnar verða utan og innan þvalar af skítugri fitu, og kemur ólykt af þeim. Þess vegna eru þær yfirleitt ekki hæf- ar til notkunar á öðrum stöð- um, eftir að hafa verið í fiski- skipum, en þær geta gengið úr einu skipi í annað, þar til þær hafa unnið sér til húðarinnar. Þessi slepja á bókunum hefir verið afsökuð með því, að sjó- menn hafi ekki hreint vatn til að þvo sér úr í skipunum, og þoli ekki að þvo sér úr sjó, þeg- ar „áta“ er í sjónum. Verði þeim þá fyrir að þvo sér úr lýsi, og er þá ekki von á góðu. Sjálfsagt er mögulegt að bæta úr þessu á einhvem hátt, og nokkuð er það, að þegar góðum bókaverði hafa verið lánaðar hækur sér- staklega, þá hefir hann lesið þær, án þess að nokkuð sæi á þeim, enda þótt hann hafi ver- ið óbreyttur háseti. Líklega er hreinlætið misjafnt í skipunum, en um það er ekki gott að segja, þegar bækurnar ganga til skip- anna á vixl. I landi er „lenska“ Uijög ólík, bæði um hreinlæti °g annað, þótt fólkið sé svip- að, þegar dýpra er krufið. Á sjó er það líklega sjóska eða skipska, en getur verið ólík eins fyrir því. Á sjó, eins og í landi, var mest lesið af skáldsögum á íslensku og nokkurnveginn jafnt, hvort góðar voru eða lélegar. Við eig- um of fátt af góðum skáldsög- um. Auðveldasti vegurinn til áð menta fólkið, er að fá því ment- andi skáldsögur að lesa. Fræði- bækur á íslensku voru lesnar nokkuð, einkum íslendingasög- ur og aðrar æfisögur merkra manna. Eg veitti því eftirtekt, að ein af fslendingasögunum — mig minnir að það væri Bjarnar saga Hítdælakappa — liafði ver- ið lánuð átta sinnum í einu skipi á einum mánuði. Við eigum of fátt af vel rituðum æfisögum merkra manna. Danskar bækur voru lítið lesnar í botnvörpu- skipum og enskar sama sem ekkert. Samtals voru bækurnar notaðar mjög mikið, enda þótt ekki sé hægt að taka alveg bók- staflega það, sem einn bóka- vörðurinn sagði. Hann hafði vanrækt að merkja spjöldin og var spurður hvort bækurnar liefðu verið notaðar mikið: — „Við lásum þær allar — allir“. Notkun bókanna ber auðvit- að ljósast vitni um bókaþörf- ina. Þó ætla eg auk þess, að benda á eitt lítið dæmi, sem að visu verður ekki á lofti haldið 7*

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.