Rökkur - 01.06.1931, Síða 40
134
R O K K U R
samanreknir og heljarmenni
að burðurn. í hinu húsinu var
gamli Rabosa enn þá lifandi,
kominn yfir áttrætt og hélt
kyrru fyrir í sporstólnum sin-
um, því hann hafði lömun i
báðum fótum. Frammi fyrir
hinum hrukkótta gamla manni,
sem var ímynd hefndarinnar,
sóru sonarsynir hans að halda
uppi sóma ættarinnar.
En nú var aldarandinn ann-
ar. Nú gat ekki gengið eins og í
tíð feðranna að skjóta á fólk
úti á miðju torgi,'þegar það
kom frá hámessu i kirkjunni.
Lögreglan misti ekki sjónar af
þeim. Nágrannarnir liöfðu einn-
ig gætur á þeim, og þurfti ekki
meira en að einhver þeirra
staðnæmdist nokkurar minútur
við götuliorn eða á afskektum
stíg til þess að undir eins safn-
aðist fólk í kringum hann og
réði honum frá að stofna til
vandræða. Bæði Casporra og
Ral)osa urðu skjótt leiðir á
þessu eftirliti, sem að síðustu
varð likast ofsókn og myndaði
óyfirstiganlega hindrun milli
])eirra, og þeir hættu loksins að
elta hvor aðra á röndum, já,
þeir forðuðu sér jafnvel i)vor i
sína átlina þegar leiðir þeirra
af tilviljun lágu saman.
Svo sterk var löngun þeirra
til að einangra sig og hafa ekk-
ert saman að sælda, að þeim
fanst þyrnigerðið, sem aðskildi
alidýragarðana ])eirra, of lágt.
Hænsni beggja heimilanna
klifruðu upp brennihlaðana og
undu sér saman í mesta bróð-
erni uppi á garðinum. Konurn-
ar á báðum heimilunum send-
ust á fyrirlitningaraugnaráðum
út um gluggana. Þetta var óþol-
andi. Það var eins og fjölskyld-
urnar bvggju I)áðar á sama
heimilinu. Og ekkjan Casporra
lét syni sína hækka gerðið um
alin. Nágrannarnir flýttu sér
að láta í Ijós lítilsvirðingu sína
með þvi að steypa ofan á það
úr steini og kalkblöndu, og
bættu þannig nokkurum spönn-
um við liæð múrsins. Og þann-
ig var sama verkið endurtekið
á víxl sem þegjandi vottur hat-
ursins, og múrinn hækkaði og
hækkaði. Nú sáust gluggarnir
ekki lengur, og brátt ekki þök-
in lieldur. Veslings alifuglarnir
hýmdu i draugalega skuggan-
um af þessum risaháa múr,
sem skygði á mikinn hluta
himinsins yfir þeim. Gaggið
þeirra kvað við lágt og aum-
ingjalegt yfir betta mannvirki,
sem ekki hefði verið ljósara
tákn hatursins þótt það liefði
verið bygt úr blóði og beinum
þeirra myrtu.
Svona leið nú og beið nokk-
ura hríð, að fjölskyldurar bár-
ust ekki á banaspjót eins og áð-